Þekkti ekki frelsið Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2017 11:00 Mikill fjöldi hlýddi á Yeomni Park í Háskóla Íslands og í vefútsendingu á Vísi. Visir/Anton Brink Yeonmi Park er fædd í Norður-Kóreu árið 1993, en flúði með móður sinni til Kína árið 2007. Þar lentu þær í klóm glæpamanna sem seldu þær mansali fyrir andvirði fáeinna þúsundkalla. Þeim tókst að losna úr ánauðinni og með aðstoð kínverskra og suðurkóreskra kristniboða komust þær til Suður-Kóreu tveimur árum seinna til að hefja nýtt líf. Líf þar sem Park gat verið frjáls. Park vakti heimsathygli þegar hún flutti ræðu á ráðstefnunni One Young World árið 2014 í Dublin á Írlandi. Sagan um flóttann vakti gríðarlega athygli og á tveimur dögum horfðu 50 milljónir manna á fyrirlestur hennar. Park vekur jafn mikla athygli hér á landi og annars staðar í heiminum því Hátíðarsalur Háskóla Íslands troðfylltist í gær þegar hún sagði sögu sína. „Ég hafði aldrei heyrt um Ísland í bernsku. Það eru bara mjög fá ríki sem maður heyrir um í Norður-Kóreu. Ég held að ég hafi bara fyrst heyrt af Íslandi á síðasta ári. Ég er enn að læra um fjöldamörg lönd. En einu ríkin sem ég heyrði um í Norður-Kóreu voru Kína, Bandarísku bastarðarnir, Japan og kannski Rússland. Þetta voru kannski fjögur til fimm ríki sem maður fékk að heyra um og maður fékk að heyra að öll hin ríkin í heiminum væru að reyna að ráðast gegn okkur og að við þyrftum sterkan leiðtoga til að verja okkur,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Hún segir mannréttindi vera fótum troðin í ættlandi sínu. Í raun viti borgararnir ekki hvað mannréttindi eru. „Í Norður-Kóreu er enginn einstaklingur. Við notum ekki hugtökin minnihlutahópur eða einstaklingur. Við vitum bara að við erum uppreisnarmenn. Tilgangur okkar er að þjóna flokknum og að þjóna landinu. Við höfum ekki internet og höfum bara eina sjónvarpsstöð,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Það hefði líka verið mjög sérstök upplifun að koma til Vesturlanda og sjá tímarit. „Við höfum ekkert svoleiðis.“ En Park segir að þó að hún hafi þráð að komast frá Norður-Kóreu hafi verið erfitt að venjast frelsinu í Suður-Kóreu. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér á meðan ég var frjáls. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það þýðir að vera frjáls. Það er mjög flókið hugtak fyrir mér. Í upphafi þegar ég kom til Suður-Kóreu sagði fólk mér að ég yrði spurð að því hver væri uppáhaldsliturinn minn. Ég vissi ekki hver uppáhaldsliturinn minn var. Í Norður-Kóreu var mér bara sagt að uppáhaldsliturinn minn væri rauður. Litur uppreisnarinnar,“ sagði hún. Hún hafi hreinlega ekki áttað sig á því að það skipti einhverju máli hvað henni fannst. Vestrænir fjölmiðlar hafa á undanförnum vikum sagt frá kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. Park segist óttast þær. „Ég held að við höfum áttað okkur á því hversu hættulegt þetta einræði er. Því enginn getur stoppað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur núna. Ég veit ekki hvað gerist en það sem ég veit er að breytingarnar verða að eiga rót sína hjá fólkinu í Norður-Kóreu. Þær geta ekki átt rót sína annars staðar. Fólkið í Norður-Kóreu verður að skilja að það er þrælar. Fólkið veit ekki að það er þrælar, það skilur ekki að það á að búa við mannréttindi,“ segir Park. Hún hvetur Íslendinga til að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða. Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Yeonmi Park er fædd í Norður-Kóreu árið 1993, en flúði með móður sinni til Kína árið 2007. Þar lentu þær í klóm glæpamanna sem seldu þær mansali fyrir andvirði fáeinna þúsundkalla. Þeim tókst að losna úr ánauðinni og með aðstoð kínverskra og suðurkóreskra kristniboða komust þær til Suður-Kóreu tveimur árum seinna til að hefja nýtt líf. Líf þar sem Park gat verið frjáls. Park vakti heimsathygli þegar hún flutti ræðu á ráðstefnunni One Young World árið 2014 í Dublin á Írlandi. Sagan um flóttann vakti gríðarlega athygli og á tveimur dögum horfðu 50 milljónir manna á fyrirlestur hennar. Park vekur jafn mikla athygli hér á landi og annars staðar í heiminum því Hátíðarsalur Háskóla Íslands troðfylltist í gær þegar hún sagði sögu sína. „Ég hafði aldrei heyrt um Ísland í bernsku. Það eru bara mjög fá ríki sem maður heyrir um í Norður-Kóreu. Ég held að ég hafi bara fyrst heyrt af Íslandi á síðasta ári. Ég er enn að læra um fjöldamörg lönd. En einu ríkin sem ég heyrði um í Norður-Kóreu voru Kína, Bandarísku bastarðarnir, Japan og kannski Rússland. Þetta voru kannski fjögur til fimm ríki sem maður fékk að heyra um og maður fékk að heyra að öll hin ríkin í heiminum væru að reyna að ráðast gegn okkur og að við þyrftum sterkan leiðtoga til að verja okkur,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Hún segir mannréttindi vera fótum troðin í ættlandi sínu. Í raun viti borgararnir ekki hvað mannréttindi eru. „Í Norður-Kóreu er enginn einstaklingur. Við notum ekki hugtökin minnihlutahópur eða einstaklingur. Við vitum bara að við erum uppreisnarmenn. Tilgangur okkar er að þjóna flokknum og að þjóna landinu. Við höfum ekki internet og höfum bara eina sjónvarpsstöð,“ sagði Park í fyrirlestrinum í gær. Það hefði líka verið mjög sérstök upplifun að koma til Vesturlanda og sjá tímarit. „Við höfum ekkert svoleiðis.“ En Park segir að þó að hún hafi þráð að komast frá Norður-Kóreu hafi verið erfitt að venjast frelsinu í Suður-Kóreu. „Ég vissi ekki hvernig ég átti að hegða mér á meðan ég var frjáls. Ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það þýðir að vera frjáls. Það er mjög flókið hugtak fyrir mér. Í upphafi þegar ég kom til Suður-Kóreu sagði fólk mér að ég yrði spurð að því hver væri uppáhaldsliturinn minn. Ég vissi ekki hver uppáhaldsliturinn minn var. Í Norður-Kóreu var mér bara sagt að uppáhaldsliturinn minn væri rauður. Litur uppreisnarinnar,“ sagði hún. Hún hafi hreinlega ekki áttað sig á því að það skipti einhverju máli hvað henni fannst. Vestrænir fjölmiðlar hafa á undanförnum vikum sagt frá kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. Park segist óttast þær. „Ég held að við höfum áttað okkur á því hversu hættulegt þetta einræði er. Því enginn getur stoppað einræðisherrann í að búa til þessar sprengjur núna. Ég veit ekki hvað gerist en það sem ég veit er að breytingarnar verða að eiga rót sína hjá fólkinu í Norður-Kóreu. Þær geta ekki átt rót sína annars staðar. Fólkið í Norður-Kóreu verður að skilja að það er þrælar. Fólkið veit ekki að það er þrælar, það skilur ekki að það á að búa við mannréttindi,“ segir Park. Hún hvetur Íslendinga til að láta sig málefni Norður-Kóreubúa varða.
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira