Körfubolti

Dagurinn sem „Draumaliðið“ mætti fyrst til leiks fyrir 25 árum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan var stærsta stjarnan í annars afar stjörnuprýddu liði.
Michael Jordan var stærsta stjarnan í annars afar stjörnuprýddu liði. Vísir/Getty
Bandaríska draumaliðið frá Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 er af mörgum talið verið eitt öflugasta körfuboltalið sem hefur verið sett saman.

Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan að liðið kom fyrsta saman í forkeppni Ólympíuleikanna en þetta var í fyrsta sinn sem NBA-leikmenn spiluðu á stórmóti á vegum FIBA.

FIBA hélt upp á tímamótin með því að setja inn afar áhugaverðan tilþrifapakka frá fyrsta leik draumaliðsins 1992.

Bandaríkjamenn mættu þá Kúbu í Ameríkubikarnum og það er óhætt að segja að það hafi verið mögnuð sjón að sjá þetta tólf manna lið hlaupa saman inn á völlinn.

Allir leikmenn liðsins, fyrir utan háskólastrákinn Christian Laettner, eru í heiðurshöllinni.

Bandaríska liðið vann leikinn með 79 stiga mun, 136–57. Larry Bird skoraði fyrstu körfu liðsins en svo fylgdu á eftir hver tilþrifin á fætur öðrum frá mönnum eins og Michael Jordan, Magic Johnson, Charles Barkley, Karl Malone, Clyde Drexler, Scottie Pippen, John Stockton, Chris Mullin, Patrick Ewing og David Robinson.

Það er hægt að sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan.





Bandaríska vann alla sex leiki sína í undankeppninni með 38 stigum eða meira og á Ólympíuleikunum sjálfum í Barcelona vann liðið átta leiki sína með 43,8 stigum að meðaltali þar af úrslitaleikinn á móti Króatíu með 32 stiga mun, 117-85.

Charles Barkley var stigahæstur í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum 1992 með 16,3 stig í leik en Karl Malone skoraði 14,8 stig í leik, Chris Mullin var með 14,3 stig að meðaltali, Clyde Drexler skoraði 13,8 stig í leik og Michael Jordan var með 12,7 stig í leik.  Magic Johnson lét sér nægja að skora 9,7 stig í leik en var langstoðsendingahæstur með 9 stoðsendingar í leik.  Barkley var frákastahæstur með 6,7 fráköst í leik og stal líka flestum boltum (2,0 í leik).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×