Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 06:00 ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum í Krikanum. Vísir/ÓskarÓ ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira
ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Sjá meira