Körfubolti

Evrópuævintýri drengjanna á enda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drengirnir mega vera stoltir af sinni frammistöðu.
Drengirnir mega vera stoltir af sinni frammistöðu. mynd/kkí

Eftir magnaða frammistöðu á EM U-20 ára liða kom því miður að því að okkar drengir mættu ofjarli sínum.

Strákarnir spiluðu í dag gegn Ísrael í átta liða úrslitum keppninnar og urðu að sætta sig við tap, 74-54.

Ísrael tók frumkvæðið strax í upphafi og var alltaf skrefi á undan. Í síðari hálfleik náðu Ísraelarnir að hrista íslenska liðið af sér og landa sannfærandi sigri.

Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í íslenska liðinu með 12 stig. Tryggvi tók einnig 14 fráköst.

Kristinn Pálsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skoruðu báðir 10 stig fyrir íslenska liðið í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.