Prófessor í sýklafræði segir að hafa þurfi áhyggjur af auknum innflutningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 18:11 Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans. Vísir/Stefán Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl. Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl.
Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48
Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33