Prófessor í sýklafræði segir að hafa þurfi áhyggjur af auknum innflutningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2017 18:11 Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans. Vísir/Stefán Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl. Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands, gerir fjölmargar athugasemdir við nýútkomna skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda sem meðal annars fjallar um innflutning á fersku kjöti. Hann segir lítið gert úr þeirri áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið og furðar sig á því að skýrsluhöfundar hafi ekki ráðfært sig við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sýklafræðum við gerð skýrslunnar.Ekki horft nægjanlega á heildarmyndina „Mér finnst vera valin þau gögn og niðurstöður sem henta þeirra málflutningi á sama tíma og ekki er horft nægjanlega á heildarmyndina,“ sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, í samtali við Bændablaðið í dag. Þar gerði Karl athugasemdir við skýrslu Félags íslenskra atvinnurekenda, sem meðal annars fjallar um innflutning á ferskum eggjum, vörum úr ógerilsneyddri mjólk og fersku kjöti. Í skýrslunni segir að innflutningur á ferskum búvörum muni ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. „Ekki virðist heldur hægt að fullyrða að innflutningur á þessum vörum muni hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþolinna baktería. Aukinn fjöldi fólks sem ferðast til og frá landinu virðist líklegri til að hafa áhrif á útbreiðslu lyfjaþols en innflutningur á matvælum,“ segir enn fremur í skýrslunni en hún er unnin í samráði við ráðgjafafyrirtækið Food Control Consultants.Hissa á því að menn skyldu ekki ráðfæra sig við sérfræðinga Í samtali við Bændablaðið sagðist Karl ósammála helstu ályktunum skýrsluhöfunda. „Ég er sérstaklega ósammála því sem lítur að sýklalyfjaónæmi og þá áhættu á lýðheilsu sem innflutningur getur valdið. Ég er hissa á því að menn, sem eru ekki sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum, skulu ekki hafa ráðfært sig við slíka sérfræðinga. Það er til að mynda alveg ótvírætt að sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist með matvælum,“ sagði Karl. „Höfundar segja að það séu litlar upplýsingar um hvað þetta er stór þáttur og gera meira úr fjölgun ferðamanna eins og menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sýklalyfjaónæmi berist með matvælum. Það getur enginn sagt nákvæmlega hver áhættan muni verða fyrirfram en það eru sterk rök fyrir því að hafa áhyggjur af auknum innflutningi.“ Mæði-visnuveira geti hæglega borist með ógerilsneyddum mjólkurvörumÞá sagði Karl að þó að innflutningur á ógerilsneyddri mjólk og eggjum hefði líklega hverfandi áhrif á menn gæti innflutningur á vörunum skapað gríðarlega áhættu fyrir dýr. Í þessu samhengi benti Karl sérstaklega á mæði-visnuveiruna, sem hann sagði búið að útrýma úr sauðfé hér á landi, en er landlæg í öðrum Evrópulöndum. „Á sínum tíma þurfti að fella um 600 þúsund kindur til að útrýma mæði-visnu úr landinu. Slík veira getur hæglega borist hingað með ógerilsneyddum mjólkurvörum,“ sagði Karl.Frystiskylda hefur áhrif á kampýlóbakterKarl sagði höfunda skýrslunnar einnig gera lítið úr kampýlóbakter í kjúklingum en hann lagði áherslu á að frystiskylda, sem kveðið er á um í reglugerð nr. 448/2012, hafi mikilvæg áhrif í því samhengi. Með auknum innflutningi á ferskum, ófrystum kjúklingi muni neysla á innfluttum kjúklingi væntanlega aukast, og þar með eykst áhætta á kampýlóbaktersýktum kjúklingi. „Ég held að það þurfi engar vísindalegar aðferðir til að sanna það að aukning á neyslu á kampýlóbaktermenguðum kjúklingi muni fjölga kampýlóbaktersýkingum í mönnum,“ sagði Karl.
Tengdar fréttir Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48 Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Telja að innflutningur á ferskum búvörum hingað til lands hafi ekki slæm áhrif á heilsu manna og dýra Eins og er ríkir bann við innflutningi á fersku kjöti, ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk á Íslandi. 20. júlí 2017 13:48
Enginn toxoplasmi í innfluttum ferskum búvörum Innflutningur á ferskum búvörum mun ekki hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. 20. júlí 2017 15:33
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent