Unga fólkið er framtíðin Ísak Rúnarsson skrifar 26. júlí 2017 14:21 Það er orðin dálítil klisja að segja að unga fólkið sé framtíðin. Klisjur verða þó til af ástæðu. Ekki er nóg með að sannleikur felist í orðtakinu heldur varpar það ljósi á eitt meginverkefna hverrar kynslóðar. Að móta það hvernig hún sér fyrir sér að mæta fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum áskorunum. Um 2030 má gera ráð fyrir að okkar kynslóð sé fyllilega að taka við ábyrgð á rekstri samfélagsins, jafnt á einkamarkaði sem á hinu opinbera sviði. Ljóst má vera að umhverfi og aðstæður verða um margt frábrugðnar því sem nú gerist. Fyrir það fyrsta getur hröð þróun á sviði tækni og vísinda gjörbreytt því hvernig daglegt líf fer fram á sama hátt og snjallsímar, tölvur og samfélagsmiðlar hafa umbylt daglegu lífi foreldra okkar frá því að þau voru að vaxa úr grasi. Í annan stað má ætla að töluverðar breytingar verði á fjölda þjóðarinnar en einnig aldursamsetningu hennar þar sem lífið lengist stöðugt. Í þriðja lagi liggur fyrir að hnattrænar áskoranir í umhverfismálum munu hafa áhrif á þróun mála á Íslandi. Þá mun breyting á áhrifastöðu ríkja heimsins einnig skipta máli: Kínverjar verða t.a.m. sífellt áhrifameiri og gætu þeir jafnvel tekið við forystuhlutverki af Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti. Áfram mætti lengi telja og ómögulegt er að gera öllum fyrirsjáanlegum breytingum skil en það eitt er víst að þær verða miklar.Fyrirtæki langt á undan stjórnmálunum Sá sem hér ritar var nýlega svo heppinn að fá að hlusta á fyrirlestur Stefaníu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra CCP á Íslandi. Þar fór Stefanía yfir það að eitt mikilvægasta verkefni CCP á hverjum tíma væri að rýna í framtíðina, reyna að átta sig á þörfum viðskiptavina sinna og tækifærum fyrirtækisins á breyttum tímum. Stefanía viðurkenndi fúslega að ómögulegt er að sjá framtíðina fyrir sér með fullkomnum hætti og það sem við teljum sennilegt eða jafnvel öruggt gerist ef til vill ekki. Það sé hins vegar mikilvægt að gera sér í hugarlund hvers konar sviðsmyndir kunna að koma upp því þá sé fyrirtækið betur undirbúið og eigi auðveldara með að aðlaga sig. Það sé lykilatriði fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins í alþjóðlegu umhverfi að vera undirbúið. Það er auðvelt að sjá að hugsunarháttur fyrirtækja er mörgum skrefum á undan stjórnmálunum þar sem oftar er karpað um deilur og uppákomur fortíðarinnar heldur en áskoranir komandi tíma. Þessu er nauðsynlegt að breyta og stjórnmálin þurfa að fara að einbeita sér að því ræða um verkefni framtíðarinnar. Það er augljóst að þarfir borgaranna og samfélagsins munu breytast eftir því sem fram líða stundir. Við þurfum að vera samkeppnishæf til þess að geta boðið upp á umhverfi sem uppfyllir þær þarfir.Hið opinbera má ekki tefja framför Í mínum huga þarf Ísland að gæta þess að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Ef það á að takast má þungt og svifaseint opinbert kerfi ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja framkvæma hugmyndir sínar og skapa með því verðmæti. Lausnin hlýtur í stórum dráttum að liggja í viðskiptaumhverfi þar sem sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og kraftar markaðarins nýttir svo framarlega sem unnt er. Það er stutta svarið, en langa svarið krefst vinnu. Vinnu sem sem verður ekki unnin af eins manns hendi heldur þarf að koma breiður hópur að. Í henni felst að leggja í frekari greiningu á þeim spurningum sem fyrir okkar kynslóð liggja og átta sig á því hvaða svör eru best. Við slíka greiningu og stefnumótun inn í framtíðina er afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn, eini fjöldaflokkurinn á Íslandi, dragi vagninn og þá sérstaklega ungliðahreyfing flokksins. Það er hugmyndafræðilegt gildi að veði við mótun framtíðarsýnar. Það er eðli hægri stefnunnar að líta björtum augum fram á veginn og hafa trú á mannkyninu til þess að leysa þau vandamál sem á vegi þess verða. Vinstristefnan virðist hins vegar finna samfélaginu flest til foráttu, og er því mögulega vilhallari undir málflutning heimsendaspámanna. Faðmlag hins opinbera, faðmlag stóra bróðurs er í hugmyndafræðinni eina athvarf samfélagsins. Jafnvel þótt að í raunheimunum þrengi faðmlagið að okkur líkt og járnfjötrar. Það er hins vegar engin ástæða til að ætla að heimsendaspámenn, sem hafa haft rangt frá sér frá örófi alda, byrji allt í einu núna á því að hafa rétt fyrir sér. Lífskjör fara sífellt batnandi og við getum mætt áskorunum framtíðarinnar. Það er hins vegar mikilvægt fyrir hægristefnuna og þjóðina alla að við sýnum fram á að svo megi áfram verða. Því þarf frjálslynt og frelsisþenkjandi fólk að taka frumkvæðið og móta skýra og vel unna sýn inn í framtíðina. Látum að okkur kveða og tökum ábyrð á eigin framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er orðin dálítil klisja að segja að unga fólkið sé framtíðin. Klisjur verða þó til af ástæðu. Ekki er nóg með að sannleikur felist í orðtakinu heldur varpar það ljósi á eitt meginverkefna hverrar kynslóðar. Að móta það hvernig hún sér fyrir sér að mæta fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum áskorunum. Um 2030 má gera ráð fyrir að okkar kynslóð sé fyllilega að taka við ábyrgð á rekstri samfélagsins, jafnt á einkamarkaði sem á hinu opinbera sviði. Ljóst má vera að umhverfi og aðstæður verða um margt frábrugðnar því sem nú gerist. Fyrir það fyrsta getur hröð þróun á sviði tækni og vísinda gjörbreytt því hvernig daglegt líf fer fram á sama hátt og snjallsímar, tölvur og samfélagsmiðlar hafa umbylt daglegu lífi foreldra okkar frá því að þau voru að vaxa úr grasi. Í annan stað má ætla að töluverðar breytingar verði á fjölda þjóðarinnar en einnig aldursamsetningu hennar þar sem lífið lengist stöðugt. Í þriðja lagi liggur fyrir að hnattrænar áskoranir í umhverfismálum munu hafa áhrif á þróun mála á Íslandi. Þá mun breyting á áhrifastöðu ríkja heimsins einnig skipta máli: Kínverjar verða t.a.m. sífellt áhrifameiri og gætu þeir jafnvel tekið við forystuhlutverki af Bandaríkjunum á einhverjum tímapunkti. Áfram mætti lengi telja og ómögulegt er að gera öllum fyrirsjáanlegum breytingum skil en það eitt er víst að þær verða miklar.Fyrirtæki langt á undan stjórnmálunum Sá sem hér ritar var nýlega svo heppinn að fá að hlusta á fyrirlestur Stefaníu Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra CCP á Íslandi. Þar fór Stefanía yfir það að eitt mikilvægasta verkefni CCP á hverjum tíma væri að rýna í framtíðina, reyna að átta sig á þörfum viðskiptavina sinna og tækifærum fyrirtækisins á breyttum tímum. Stefanía viðurkenndi fúslega að ómögulegt er að sjá framtíðina fyrir sér með fullkomnum hætti og það sem við teljum sennilegt eða jafnvel öruggt gerist ef til vill ekki. Það sé hins vegar mikilvægt að gera sér í hugarlund hvers konar sviðsmyndir kunna að koma upp því þá sé fyrirtækið betur undirbúið og eigi auðveldara með að aðlaga sig. Það sé lykilatriði fyrir samkeppnishæfni fyrirtækisins í alþjóðlegu umhverfi að vera undirbúið. Það er auðvelt að sjá að hugsunarháttur fyrirtækja er mörgum skrefum á undan stjórnmálunum þar sem oftar er karpað um deilur og uppákomur fortíðarinnar heldur en áskoranir komandi tíma. Þessu er nauðsynlegt að breyta og stjórnmálin þurfa að fara að einbeita sér að því ræða um verkefni framtíðarinnar. Það er augljóst að þarfir borgaranna og samfélagsins munu breytast eftir því sem fram líða stundir. Við þurfum að vera samkeppnishæf til þess að geta boðið upp á umhverfi sem uppfyllir þær þarfir.Hið opinbera má ekki tefja framför Í mínum huga þarf Ísland að gæta þess að vera framarlega á sviði tækni og nýsköpunar til þess að mæta kröfum framtíðarinnar. Ef það á að takast má þungt og svifaseint opinbert kerfi ekki leggja stein í götu þeirra sem vilja framkvæma hugmyndir sínar og skapa með því verðmæti. Lausnin hlýtur í stórum dráttum að liggja í viðskiptaumhverfi þar sem sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og kraftar markaðarins nýttir svo framarlega sem unnt er. Það er stutta svarið, en langa svarið krefst vinnu. Vinnu sem sem verður ekki unnin af eins manns hendi heldur þarf að koma breiður hópur að. Í henni felst að leggja í frekari greiningu á þeim spurningum sem fyrir okkar kynslóð liggja og átta sig á því hvaða svör eru best. Við slíka greiningu og stefnumótun inn í framtíðina er afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn, eini fjöldaflokkurinn á Íslandi, dragi vagninn og þá sérstaklega ungliðahreyfing flokksins. Það er hugmyndafræðilegt gildi að veði við mótun framtíðarsýnar. Það er eðli hægri stefnunnar að líta björtum augum fram á veginn og hafa trú á mannkyninu til þess að leysa þau vandamál sem á vegi þess verða. Vinstristefnan virðist hins vegar finna samfélaginu flest til foráttu, og er því mögulega vilhallari undir málflutning heimsendaspámanna. Faðmlag hins opinbera, faðmlag stóra bróðurs er í hugmyndafræðinni eina athvarf samfélagsins. Jafnvel þótt að í raunheimunum þrengi faðmlagið að okkur líkt og járnfjötrar. Það er hins vegar engin ástæða til að ætla að heimsendaspámenn, sem hafa haft rangt frá sér frá örófi alda, byrji allt í einu núna á því að hafa rétt fyrir sér. Lífskjör fara sífellt batnandi og við getum mætt áskorunum framtíðarinnar. Það er hins vegar mikilvægt fyrir hægristefnuna og þjóðina alla að við sýnum fram á að svo megi áfram verða. Því þarf frjálslynt og frelsisþenkjandi fólk að taka frumkvæðið og móta skýra og vel unna sýn inn í framtíðina. Látum að okkur kveða og tökum ábyrð á eigin framtíð.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun