Byggingarfulltrúi Reykjavíkur ósáttur við gagnrýni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2017 19:30 Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum. Honum finnst óvægið að ráðist sé svona að starfsmönnum embættisins sem þurfi að vinna eftir lögum og reglum sem settar eru. Formaður Samtaka iðnaðarins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að flækjustig í afreiðslu umsókna til sveitarfélaga og ríkisins vegna framkvæmda hafa aukist mikið á síðustu mánuðum og sé sínu verst í Reykjavík en svipaða sögu sé að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík er ósáttur við þessa gagnrýni. „Í þessu viðtali sem þú vísar til að þar er talað um að það sé mjög mikið af kvörtunum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þannig að kannski væri rétt að líta í eigin rann og sjá hvers kyns kvartanir þetta eru,“ segir Nikulás Úlfur Másson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. Nikulás segir það hag embættisins að afgreiða umsóknir, til dæmis vegna byggingarleyfa, hratt og vel en mörg embætti koma að afgreiðslu umsókna. „Öll eru þessi embætti að vinna samkvæmt lögum og reglum sem þeim ber að framfylgja og þau fara yfir teikningar sem hingað berast og gera við það athugasemdir ef að þurfa þykir,“ segir Nikulás. Nikulás segir mikla þenslu í framkvæmdum í Reykjavík og mikið að umsóknum hafi borist að undanförnu. „Okkur hefur fundist upp á síðkastið að gæði gagna sem hingað berast eru að minnka,“ segir Nikulás. Á síðustu tveimur árum hefur Byggingafulltrúinn í Reykjavík afgreitt næst flestar umsóknir vegna íbúða síðan 1972. Nikulás segir að eðlilegur afgreiðslutími umsókna, séu gögn í lagi, sé tvær til þrjár vikur. Hann segir ýmislegt geta valdið því a afgreiðsla umsókna tefjist. „Það er alls ekki vegna þess að við séum að liggja á hlutum eða með einhver geðþótta og viljum hanga hérna á málum. Það er ekki þannig,“ segir Nikulás. Formaður Samtaka iðnaðarins óskaði í maí eftir fundi með borgarstjóra vegna málsins en vegna sumarleyfa og annarra verkefna fengu samtökin ekki úthlutaðan fundartíma fyrr en í byrjun ágúst tæpum þremur mánuðum síðar. Nikulás vísar á bug gagnrýni á afgreiðsluhraða embættisins. „Mér finnst þetta órökstutt. Það væri gaman að fá viðtal við þetta fólk. Það yrði farsælla að það kæmi hingað og talaði við mig heldur en að fara með svona hluti í fjölmiðla,“ segir Nikulás.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels