Ríkið auglýsir eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga innan EES Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 SÁÁ hefur starfað í um það bil fjörutíu ár. Á þeim tíma hefur félagið rekið heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, en nú er búið að auglýsa opinberlega eftir aðila sem gæti veitt þjónustuna. Vísir/Heiða Sjúkratryggingar hafa auglýst eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga á Evrópska efnahagssvæðinu í stað þess að kaupa hana beint af SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli nýrra laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Samkvæmt lögunum er ýmis þjónusta sem áður var undanþegin útboðsskyldu orðin útboðsskyld ef opinber aðili ákveður að kaupa hana af fyrirtæki. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að þetta nýja fyrirkomulag eigi við um fjölmarga samninga um heilbrigðis- og félagsþjónustu, þjónustu trúfélaga og fleira. Hann segir að samningar sem þegar hafa verið gerðir haldi gildi sínu þangað til þeir renna út. Eftir það fer af stað ferli þar sem opinberir aðilar auglýsa að það sé fyrirhugað að gera samning um tiltekna þjónustu við ákveðinn aðila. Þá geta aðrir aðilar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem hafa áhuga á að veita sömu þjónustu, gefið sig fram. Eftir það er svo tekin ákvörðun um það hvort þjónustan er boðin út eða hvort gengið er til samninga við tiltekna aðila um þjónustuna. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að samtökin hafi undanfarið starfað samkvæmt þjónustusamningum við ríkið en samningarnir séu hins vegar löngu útrunnir. Nú sé búið að auglýsa opinberlega á EES-svæðinu eftir aðila sem geti veitt þjónustuna.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ„Það sem er undir er öll þjónustan sem ríkið hefur hingað til verið að kaupa af okkur með þjónustusamningum. En við höfum verið að bjóða miklu meiri þjónustu heldur en ríkið greiðir fyrir þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að það sé engin heilbrigðisþjónusta í landinu þar sem ríkið fær meira fyrir peninginn,“ segir Arnþór. Arnþór segir að SÁÁ hafi ekki verið látið formlega vita af auglýsingunni. „Við fengum síðan upplýsingar um það óformlega frá Sjúkratryggingum Íslands að það væri kannski sniðugt fyrir okkur að kíkja á þetta ef við vildum vera með í næsta skrefi. Þannig fengum við upplýsingar og þá var þetta búið að vera þarna í nokkra mánuði,“ segir hann. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir þetta nýja fyrirkomulag til bóta. „Þetta er liður í því að gera þjónustuna gagnsærri og mér finnst það alveg tvímælalaust til bóta,“ segir Steingrímur Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Sjúkratryggingar hafa auglýst eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga á Evrópska efnahagssvæðinu í stað þess að kaupa hana beint af SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli nýrra laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Samkvæmt lögunum er ýmis þjónusta sem áður var undanþegin útboðsskyldu orðin útboðsskyld ef opinber aðili ákveður að kaupa hana af fyrirtæki. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að þetta nýja fyrirkomulag eigi við um fjölmarga samninga um heilbrigðis- og félagsþjónustu, þjónustu trúfélaga og fleira. Hann segir að samningar sem þegar hafa verið gerðir haldi gildi sínu þangað til þeir renna út. Eftir það fer af stað ferli þar sem opinberir aðilar auglýsa að það sé fyrirhugað að gera samning um tiltekna þjónustu við ákveðinn aðila. Þá geta aðrir aðilar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem hafa áhuga á að veita sömu þjónustu, gefið sig fram. Eftir það er svo tekin ákvörðun um það hvort þjónustan er boðin út eða hvort gengið er til samninga við tiltekna aðila um þjónustuna. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að samtökin hafi undanfarið starfað samkvæmt þjónustusamningum við ríkið en samningarnir séu hins vegar löngu útrunnir. Nú sé búið að auglýsa opinberlega á EES-svæðinu eftir aðila sem geti veitt þjónustuna.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ„Það sem er undir er öll þjónustan sem ríkið hefur hingað til verið að kaupa af okkur með þjónustusamningum. En við höfum verið að bjóða miklu meiri þjónustu heldur en ríkið greiðir fyrir þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að það sé engin heilbrigðisþjónusta í landinu þar sem ríkið fær meira fyrir peninginn,“ segir Arnþór. Arnþór segir að SÁÁ hafi ekki verið látið formlega vita af auglýsingunni. „Við fengum síðan upplýsingar um það óformlega frá Sjúkratryggingum Íslands að það væri kannski sniðugt fyrir okkur að kíkja á þetta ef við vildum vera með í næsta skrefi. Þannig fengum við upplýsingar og þá var þetta búið að vera þarna í nokkra mánuði,“ segir hann. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir þetta nýja fyrirkomulag til bóta. „Þetta er liður í því að gera þjónustuna gagnsærri og mér finnst það alveg tvímælalaust til bóta,“ segir Steingrímur Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent