Auki opinber gjöld á dísilvélar um áramót Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júlí 2017 07:00 Dísel bílar voru stærsti hluti bíla sem innfluttir voru til landsins árið 2016. Vísir/Getty Stefnt er að því að fjármála- og efnahagsráðuneytið auki álögur á notkun dísilvéla fyrir árslok 2022 til að draga úr notkun þeirra. Þetta kemur fram í drögum að áætlun til að stuðla að bættum loftgæðum á Íslandi. Áætlunin er til tólf ára. „Það er verið að skoða þetta allt í heild. Við erum með ákvæði í stjórnarsáttmálanum um það sem við köllum samræmt kerfi grænna skatta. Við erum með hóp sem er að vinna að því til þess að þetta sé einmitt skoðað heildrænt. Fyrstu skrefin verða væntanlega að hækka kolefnisgjaldið á bensín og við erum að skoða sambærilega hækkun á dísil, þannig að það verði sem minnstur munur á dísil og bensíni,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/ErnirBenedikt býst við auknum álögum um næstu áramót. „Þetta er í vinnslu og ekki alveg búið að ákveða hvernig við gerum þetta allt saman. Það er verið að skoða þessa grænu skatta og reyna að setja á sem heildstæðast kerfi,“ segir Benedikt. „Við viljum beita sköttum með jákvæðum hætti og hvetja til þess að það verði notaðir hreinir orkugjafar. Það er meginatriðið í þessu.“ „Það er verið að vinna að því í fjármálaráðuneytinu að færa þetta til betri vegar eins og ábendingar Umhverfisstofnunar gefa tilefni til,“ segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Fjármálaráðuneytið mun þróa álögur og ívilnanir í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Um síðustu áramót hækkuðu skattar á hvern bensínlítra með virðisaukaskatti meira en skattar á hvern dísilolíulítra. Samtals hækkuðu skattar á hvern bensínlítra með virðisaukaskatti um 4,9 krónur. Dísilolía hækkaði hins vegar um 3,72 krónur á lítra með virðisaukaskatti. Því má segja að hvatinn til kaupa á dísilbílum hafi verið aukinn. Flestir nýir bílar sem komu á göturnar á Íslandi 2016 voru dísilbílar, eða réttur helmingur. Dísilbílar þóttu lengi umhverfisvænni en bensínbílar þar sem þeir gefa frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda en bensínbílar. Útblástur frá dísilbílum er þó talinn bæði krabbameinsvaldandi og skaðlegur lungnastarfsemi fólks. Víða erlendis hefur verið unnið að því að draga úr því að almenningur kaupi díselbíla, meðal annars í Bretlandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Stefnt er að því að fjármála- og efnahagsráðuneytið auki álögur á notkun dísilvéla fyrir árslok 2022 til að draga úr notkun þeirra. Þetta kemur fram í drögum að áætlun til að stuðla að bættum loftgæðum á Íslandi. Áætlunin er til tólf ára. „Það er verið að skoða þetta allt í heild. Við erum með ákvæði í stjórnarsáttmálanum um það sem við köllum samræmt kerfi grænna skatta. Við erum með hóp sem er að vinna að því til þess að þetta sé einmitt skoðað heildrænt. Fyrstu skrefin verða væntanlega að hækka kolefnisgjaldið á bensín og við erum að skoða sambærilega hækkun á dísil, þannig að það verði sem minnstur munur á dísil og bensíni,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/ErnirBenedikt býst við auknum álögum um næstu áramót. „Þetta er í vinnslu og ekki alveg búið að ákveða hvernig við gerum þetta allt saman. Það er verið að skoða þessa grænu skatta og reyna að setja á sem heildstæðast kerfi,“ segir Benedikt. „Við viljum beita sköttum með jákvæðum hætti og hvetja til þess að það verði notaðir hreinir orkugjafar. Það er meginatriðið í þessu.“ „Það er verið að vinna að því í fjármálaráðuneytinu að færa þetta til betri vegar eins og ábendingar Umhverfisstofnunar gefa tilefni til,“ segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Fjármálaráðuneytið mun þróa álögur og ívilnanir í samstarfi við umhverfisráðuneytið. Um síðustu áramót hækkuðu skattar á hvern bensínlítra með virðisaukaskatti meira en skattar á hvern dísilolíulítra. Samtals hækkuðu skattar á hvern bensínlítra með virðisaukaskatti um 4,9 krónur. Dísilolía hækkaði hins vegar um 3,72 krónur á lítra með virðisaukaskatti. Því má segja að hvatinn til kaupa á dísilbílum hafi verið aukinn. Flestir nýir bílar sem komu á göturnar á Íslandi 2016 voru dísilbílar, eða réttur helmingur. Dísilbílar þóttu lengi umhverfisvænni en bensínbílar þar sem þeir gefa frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda en bensínbílar. Útblástur frá dísilbílum er þó talinn bæði krabbameinsvaldandi og skaðlegur lungnastarfsemi fólks. Víða erlendis hefur verið unnið að því að draga úr því að almenningur kaupi díselbíla, meðal annars í Bretlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira