Sýnir að íslensku fornsögurnar eiga erindi við heiminn Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2017 22:00 Ákvörðun um að setja landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sýnir að íslenskar fornbókmenntir eiga erindi við allan heiminn, segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, í viðtali í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, tilkynnti um helgina að kjarni hinnar fornu norrænu Eystribyggðar á Grænlandi væri kominn á hinn eftirsótta lista yfir heimsminjar, þar á meðal Brattahlíð Eiríks rauða, biskupssetrið að Görðum, Vatnahverfið og Hvalseyjarfjarðarkirkja.Séð yfir staðinn sem talinn er hafa verið Brattahlíð Eiríks rauða. Styttan er af Leifi heppna Eiríkssyni horfandi til Ameríku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við gleðjumst alltaf þegar eitthvað sem okkur við kemur fær athygli umheimsins,” segir Gísli og minnir á að Þingvellir hafi fengið samskonar viðurkenningu. Handrit Árnastofnunar væru einnig á minjaskrá heimsins og sömuleiðis minjarnar um ferðir norrænna manna til L’anse aux Meadows á Nýfundnalandi í kringum árið 1000. -En hvað segir heimslisti UNESCO um íslenskar fornbókmenntir þegar helstu heimildir um þessa atburði eru Íslendingasögur og Landnámabók? Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun.Stöð 2/Einar Árnason.„Að þær eiga erindi, - eins og við erum alltaf að hamra á, - við allan heiminn. Þetta er ekki bara sérviska hér í nokkrum fræðimönnum á Íslandi heldur eru þetta minningar og listrænt form, sem þær eru spenntar í, sem eru að gæðum á borð við það besta sem skapað hefur verið í bókmenntum heimsins.” Gísli telur engan vafa leika á að norræna samfélagið á Grænlandi byggðist upp af fólki sem kom aðallega frá vestanverðu Íslandi. „Við þurfum ekkert að vera feimin við að líta á þetta sem hluta af íslensku miðaldasamfélagi, byggðina á Grænlandi. En svo fer hún sína leið, eins og öll samfélög gera.” Rústir Hvalseyjarfjarðarkirkju. Síðustu heimildir um norrænu byggðina eru af brúðkaupi í þessari kirkju árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til þjóðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um dularfullt hvarf norrrænu byggðarinnar vitnar Gísli í skrif sonar Hans Egede, Poul Egede, sem leitaði heimilda meðal Inúíta á Grænlandi. Hann hafi skráð í dagbók sína um miðja átjándu öld frásagnir um að norræna fólkið hafi farið um borð í útlend skip, sem komu nokkur ár í röð, - sem hafi smalað því saman og siglt með það. „Getgátur eru um að jafnvel einhverjir hafi lent í sólarlandaferð til Kanarí eða jafnvel haldið áfram til Nýfundnalands, vegna þess að þá var farið að byggja Norður-Ameríku.” Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ákvörðun um að setja landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sýnir að íslenskar fornbókmenntir eiga erindi við allan heiminn, segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, í viðtali í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, tilkynnti um helgina að kjarni hinnar fornu norrænu Eystribyggðar á Grænlandi væri kominn á hinn eftirsótta lista yfir heimsminjar, þar á meðal Brattahlíð Eiríks rauða, biskupssetrið að Görðum, Vatnahverfið og Hvalseyjarfjarðarkirkja.Séð yfir staðinn sem talinn er hafa verið Brattahlíð Eiríks rauða. Styttan er af Leifi heppna Eiríkssyni horfandi til Ameríku.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við gleðjumst alltaf þegar eitthvað sem okkur við kemur fær athygli umheimsins,” segir Gísli og minnir á að Þingvellir hafi fengið samskonar viðurkenningu. Handrit Árnastofnunar væru einnig á minjaskrá heimsins og sömuleiðis minjarnar um ferðir norrænna manna til L’anse aux Meadows á Nýfundnalandi í kringum árið 1000. -En hvað segir heimslisti UNESCO um íslenskar fornbókmenntir þegar helstu heimildir um þessa atburði eru Íslendingasögur og Landnámabók? Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun.Stöð 2/Einar Árnason.„Að þær eiga erindi, - eins og við erum alltaf að hamra á, - við allan heiminn. Þetta er ekki bara sérviska hér í nokkrum fræðimönnum á Íslandi heldur eru þetta minningar og listrænt form, sem þær eru spenntar í, sem eru að gæðum á borð við það besta sem skapað hefur verið í bókmenntum heimsins.” Gísli telur engan vafa leika á að norræna samfélagið á Grænlandi byggðist upp af fólki sem kom aðallega frá vestanverðu Íslandi. „Við þurfum ekkert að vera feimin við að líta á þetta sem hluta af íslensku miðaldasamfélagi, byggðina á Grænlandi. En svo fer hún sína leið, eins og öll samfélög gera.” Rústir Hvalseyjarfjarðarkirkju. Síðustu heimildir um norrænu byggðina eru af brúðkaupi í þessari kirkju árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til þjóðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um dularfullt hvarf norrrænu byggðarinnar vitnar Gísli í skrif sonar Hans Egede, Poul Egede, sem leitaði heimilda meðal Inúíta á Grænlandi. Hann hafi skráð í dagbók sína um miðja átjándu öld frásagnir um að norræna fólkið hafi farið um borð í útlend skip, sem komu nokkur ár í röð, - sem hafi smalað því saman og siglt með það. „Getgátur eru um að jafnvel einhverjir hafi lent í sólarlandaferð til Kanarí eða jafnvel haldið áfram til Nýfundnalands, vegna þess að þá var farið að byggja Norður-Ameríku.”
Tengdar fréttir Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45 Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Hér er sönnun þess að víkingar fundu Vínland Fornar búðatóftir á norðurodda Nýfundnalands og gripirnir sem þar fundust eyddu efasemdum um að Leifur Eiríksson og félagar komust til Ameríku. 1. janúar 2017 19:45
Norræna byggðin á Grænlandi lét eftir sig glæsileg mannvirki Í Landnemunum á Stöð 2 verður fjallað um íslenska landnámið á Grænlandi og hinar fornu byggðir heimsóttar. 11. desember 2016 08:15
Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15
Þjóðin sem hvarf bjó á Grænlandi í 500 ár Byggð norrænna manna á Grænlandi og dularfull örlög hennar verða efni næsta þáttar Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld. 18. desember 2016 08:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent