Kári Stefánsson hlýtur æðstu viðurkenningu Bandaríska mannerfðafræðifélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 14:09 Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, mun veita verðlaununum viðtöku í október. Vísir/Vilhelm Bandaríska mannerfðafræðifélagið (The American Society of Human Genetics) hefur sæmt Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, æðstu viðurkenningu sinni, William Allan-verðlaununum. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að verðlaunin hljóti vísindamaður sem þykir hafa skilað stóru og yfirgripsmiklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði. Kári mun veita William Allan-verðlaununum viðtöku á ársþingi Bandaríska mannerfðafræðifélagsins í Orlando í Flórída þann 18. október næstkomandi og flytja fyrirlestur samhliða viðtökunni.Starf Kára orðið fyrirmynd rannsókna í öðrum löndumÍ tilkynningu frá Bandaríska mannerfðafræðifélaginu segir að Kári hafi stofnað Íslenska erfðagreiningu árið 1996 með það að markmiði að gera umfangsmiklar erfðarannsóknir á Íslandi. Vinna Kára hafi orðið fyrirmynd svipaðra rannsókna í öðrum löndum, þar á meðal Breska lífbankans (UK Biobank) og „Við öll“-verkefnisins (All of Us Initiative) í Bandaríkjunum. Þá er einnig rakið í tilkynningunni að Kári hafi beitt aðferðum sem geri kleift að tengja og bera saman hundruð ólíkra arf- og svipgerða, og það hafi leitt til þýðingarmikilla uppgötvana. „Rannsóknir þeirra hafi einnig varpað ljósi á grundvallarferli í líffræði, svo sem endurröðun erfðavísa, nýjar stökkbreytingar og áhrif foreldra á erfðaefni barna sinna,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Bandaríska mannerfðafræðifélagið, sem stofnað var árið 1948, er talið standa fremst allra fagfélaga í erfðafræði mannsins í heiminum í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Félagsmenn eru nærri 8000 frá öllum heimshornum og koma úr röðum vísindamanna, háskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sem tengjast mannerfðafræði. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Bandaríska mannerfðafræðifélagið (The American Society of Human Genetics) hefur sæmt Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, æðstu viðurkenningu sinni, William Allan-verðlaununum. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að verðlaunin hljóti vísindamaður sem þykir hafa skilað stóru og yfirgripsmiklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði. Kári mun veita William Allan-verðlaununum viðtöku á ársþingi Bandaríska mannerfðafræðifélagsins í Orlando í Flórída þann 18. október næstkomandi og flytja fyrirlestur samhliða viðtökunni.Starf Kára orðið fyrirmynd rannsókna í öðrum löndumÍ tilkynningu frá Bandaríska mannerfðafræðifélaginu segir að Kári hafi stofnað Íslenska erfðagreiningu árið 1996 með það að markmiði að gera umfangsmiklar erfðarannsóknir á Íslandi. Vinna Kára hafi orðið fyrirmynd svipaðra rannsókna í öðrum löndum, þar á meðal Breska lífbankans (UK Biobank) og „Við öll“-verkefnisins (All of Us Initiative) í Bandaríkjunum. Þá er einnig rakið í tilkynningunni að Kári hafi beitt aðferðum sem geri kleift að tengja og bera saman hundruð ólíkra arf- og svipgerða, og það hafi leitt til þýðingarmikilla uppgötvana. „Rannsóknir þeirra hafi einnig varpað ljósi á grundvallarferli í líffræði, svo sem endurröðun erfðavísa, nýjar stökkbreytingar og áhrif foreldra á erfðaefni barna sinna,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Bandaríska mannerfðafræðifélagið, sem stofnað var árið 1948, er talið standa fremst allra fagfélaga í erfðafræði mannsins í heiminum í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Félagsmenn eru nærri 8000 frá öllum heimshornum og koma úr röðum vísindamanna, háskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sem tengjast mannerfðafræði.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira