Segist ekki hafa vitað að Jón Gunnarsson væri talsmaður skatta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2017 21:23 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB leggst gegn hugmyndum samgönguráðherra um vegatolla. Vísir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segist ekki hafa vitað það fyrir fram að Jón Gunnarson, samgönguráðherra væri talsmaður skatta. Runólfur dró ekkert undan í umræðum um vegatolla þegar hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann leggst einarður gegn hugmyndum samgönguráðherra um vegatolla og segir þá vera leið til að koma á nýjum sköttum á eigendur bíla ofan á þá sem fyrir eru. Runólfur segir samgönguráðherra tala fyrir nýjum og auknum sköttum með hugmyndum sínum um vegatolla. „Við þekkjum það öll sem eigum og rekum heimilisbíla að það er óhemju mikið sem er tekið af okkur í formi gjalda. Í fyrsta lagi þegar við kaupum biðreiðarnar þá eru lögð vörugjöld á flest ökutæki og síðan virðisaukaskattur. Á hverjum seldum bensínlítra er á milli 60 og 70% sem er skattur í ríkissjóð. Þannig að þetta eru ansi háar upphæðir sem ríkið er að taka,“ segir Runólfur. Hann tekur heilshugar undir með Jóni Gunnarssyni að umbóta er þörf í vegakerfinu. Hann segir að það sé sorglegt hvernig það hafi grotnað niður á liðnum árum. Hann segir félagsmenn FÍB vilja eiga í sem bestu samstarfi með ráðherranum og ráðuneytinu því uppbygging á vegakerfinu sé samfélagslegt verkefni sem verði að fara í. „Þetta er ekki bara eitthvað einkamál þeirra sem fara um vegina. Þetta er hluti af því að halda landinu í byggð, hluti af því að getað lokkað hingað til okkar erlenda ferðamenn og svo framvegis. Við verðum að huga að þessu með opnum augum,“ segir Runólfur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis.Fréttablaðið/VilhelmGagnrýnir harðlega skipan vinnuhóps um vegatolla. Hann telur Jón Gunnarsson þegar hafa gert upp hug sinn: „Bara skipan vinnuhópsins lýsir kannski því að ráðherrann er þarna að velja það að fara þessa leið í stað þess að nýta þá fjármuni sem þegar er aflað og eru teknir upp úr vösum bíleigenda í formi skatta og gjalda. Í stað þess að hann berjist fyrir því að fá þessa fjármuni til þessarar sjálfsögðu uppbyggingar á vegakerfinu þá sér hann þá einu leið að koma með nýja skatta.“ Hann segist jafnframt ekki hafa vitað það fyrir fram að Jón Gunnarsson væri talsmaður skatta en að hann boði það með framsetningu sinni. „Hann skipar síðan þriggja manna nefnd og allir fulltrúarnir í nefndinni hafa talað fyrir vegagjöldum þannig að það er mjög einhliða skipað í nefndina,“ segir Runólfur.Kallar eftir pólitískri ábyrgð Runólfur beinir spjótum sínum að valdhöfum: „Síðan kemur þingið saman rétt fyrir síðustu kosningar og samþykkir vegaáætlun með miklum „bravör“ og svo er rétt búið að skipa nýja ríkisstjórn þá koma ný fjárlög og þá er þetta allt tekið út af borðinu sem var búið að samþykkja með miklu lófaklappi rétt fyrir þinglok síðasta þings.“ Runólfur segir að hann sjálfur og félagsmenn í FÍB kalli eftir ábyrgð þeirra sem sitji í ríkisstjórn. Hann vill að þær tekjur sem nú þegar er aflað úr umferðinni verði notaðar í uppbyggingu á vegakerfinu. Runólfur sagði í viðtalinu að félagið sé oft gagnrýnt fyrir þetta sjónarmið og að þeir séu gjarnan spurðir hvort þeirri leggist gegn því að byggja upp bráðadeildir sjúkrahúsa. „Við erum ekkert að leggja það til að þetta fé sé tekið af einhverju öðru. Við erum bara að segja að það er verið að taka þessa skatta af bílum og umferð og það er lagt meðal annars með þeirri framsetningu að það sé verið að leggja þessa peninga til uppbyggingar á innviðum þá verða menn að standa við það,“ segir Runólfur. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Vegatollar Vegatollar sem leið til að fjármagna samgönguframkvæmdir er aðferð sem notuð er úti um allan heim og hefur gefið góða raun hér á landi og annars staðar. 14. febrúar 2017 07:00 Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Jón Gunnarsson vill að allar upplýsingar um þá ólíku kosti sem eru í boði til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu vegakerfisins séu uppi á borðinu. 2. mars 2017 23:30 FÍB mótmælir hugmyndum um einkavæðingu og vegatolla Á meðan bíleigendur eru rukkaðir um 65 milljarða á ári er 1/5 þess notaður í vegaframkvæmdir. 23. ágúst 2016 09:49 Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segist ekki hafa vitað það fyrir fram að Jón Gunnarson, samgönguráðherra væri talsmaður skatta. Runólfur dró ekkert undan í umræðum um vegatolla þegar hann var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann leggst einarður gegn hugmyndum samgönguráðherra um vegatolla og segir þá vera leið til að koma á nýjum sköttum á eigendur bíla ofan á þá sem fyrir eru. Runólfur segir samgönguráðherra tala fyrir nýjum og auknum sköttum með hugmyndum sínum um vegatolla. „Við þekkjum það öll sem eigum og rekum heimilisbíla að það er óhemju mikið sem er tekið af okkur í formi gjalda. Í fyrsta lagi þegar við kaupum biðreiðarnar þá eru lögð vörugjöld á flest ökutæki og síðan virðisaukaskattur. Á hverjum seldum bensínlítra er á milli 60 og 70% sem er skattur í ríkissjóð. Þannig að þetta eru ansi háar upphæðir sem ríkið er að taka,“ segir Runólfur. Hann tekur heilshugar undir með Jóni Gunnarssyni að umbóta er þörf í vegakerfinu. Hann segir að það sé sorglegt hvernig það hafi grotnað niður á liðnum árum. Hann segir félagsmenn FÍB vilja eiga í sem bestu samstarfi með ráðherranum og ráðuneytinu því uppbygging á vegakerfinu sé samfélagslegt verkefni sem verði að fara í. „Þetta er ekki bara eitthvað einkamál þeirra sem fara um vegina. Þetta er hluti af því að halda landinu í byggð, hluti af því að getað lokkað hingað til okkar erlenda ferðamenn og svo framvegis. Við verðum að huga að þessu með opnum augum,“ segir Runólfur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis.Fréttablaðið/VilhelmGagnrýnir harðlega skipan vinnuhóps um vegatolla. Hann telur Jón Gunnarsson þegar hafa gert upp hug sinn: „Bara skipan vinnuhópsins lýsir kannski því að ráðherrann er þarna að velja það að fara þessa leið í stað þess að nýta þá fjármuni sem þegar er aflað og eru teknir upp úr vösum bíleigenda í formi skatta og gjalda. Í stað þess að hann berjist fyrir því að fá þessa fjármuni til þessarar sjálfsögðu uppbyggingar á vegakerfinu þá sér hann þá einu leið að koma með nýja skatta.“ Hann segist jafnframt ekki hafa vitað það fyrir fram að Jón Gunnarsson væri talsmaður skatta en að hann boði það með framsetningu sinni. „Hann skipar síðan þriggja manna nefnd og allir fulltrúarnir í nefndinni hafa talað fyrir vegagjöldum þannig að það er mjög einhliða skipað í nefndina,“ segir Runólfur.Kallar eftir pólitískri ábyrgð Runólfur beinir spjótum sínum að valdhöfum: „Síðan kemur þingið saman rétt fyrir síðustu kosningar og samþykkir vegaáætlun með miklum „bravör“ og svo er rétt búið að skipa nýja ríkisstjórn þá koma ný fjárlög og þá er þetta allt tekið út af borðinu sem var búið að samþykkja með miklu lófaklappi rétt fyrir þinglok síðasta þings.“ Runólfur segir að hann sjálfur og félagsmenn í FÍB kalli eftir ábyrgð þeirra sem sitji í ríkisstjórn. Hann vill að þær tekjur sem nú þegar er aflað úr umferðinni verði notaðar í uppbyggingu á vegakerfinu. Runólfur sagði í viðtalinu að félagið sé oft gagnrýnt fyrir þetta sjónarmið og að þeir séu gjarnan spurðir hvort þeirri leggist gegn því að byggja upp bráðadeildir sjúkrahúsa. „Við erum ekkert að leggja það til að þetta fé sé tekið af einhverju öðru. Við erum bara að segja að það er verið að taka þessa skatta af bílum og umferð og það er lagt meðal annars með þeirri framsetningu að það sé verið að leggja þessa peninga til uppbyggingar á innviðum þá verða menn að standa við það,“ segir Runólfur. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Vegatollar Vegatollar sem leið til að fjármagna samgönguframkvæmdir er aðferð sem notuð er úti um allan heim og hefur gefið góða raun hér á landi og annars staðar. 14. febrúar 2017 07:00 Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Jón Gunnarsson vill að allar upplýsingar um þá ólíku kosti sem eru í boði til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu vegakerfisins séu uppi á borðinu. 2. mars 2017 23:30 FÍB mótmælir hugmyndum um einkavæðingu og vegatolla Á meðan bíleigendur eru rukkaðir um 65 milljarða á ári er 1/5 þess notaður í vegaframkvæmdir. 23. ágúst 2016 09:49 Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Vegatollar Vegatollar sem leið til að fjármagna samgönguframkvæmdir er aðferð sem notuð er úti um allan heim og hefur gefið góða raun hér á landi og annars staðar. 14. febrúar 2017 07:00
Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Jón Gunnarsson vill að allar upplýsingar um þá ólíku kosti sem eru í boði til að standa straum af kostnaði við uppbyggingu vegakerfisins séu uppi á borðinu. 2. mars 2017 23:30
FÍB mótmælir hugmyndum um einkavæðingu og vegatolla Á meðan bíleigendur eru rukkaðir um 65 milljarða á ári er 1/5 þess notaður í vegaframkvæmdir. 23. ágúst 2016 09:49
Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent