Telja ýmsa annmarka vera á akstursbanni og að umferðarþungi muni tvöfaldast Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 18. júlí 2017 16:25 Hér má sjá kort af bannsvæðinu ásamt mynd af Kristjáni G. Kristjánssyni, stjórnarmanni Fetar, sem gagnrýndi harðlega akstursbannið í byrjun júní síðastliðinn. Fetar sendi út tilkynningu þess efnis að ýmsir annmarkar væri á banninu. Fetar, félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, segir í tilkynningu að sérútbúnar bifreiðar með færri en níu farþegasæti, á borð við sérútbúna jeppa og lúxusbifreiðar með farþegaflutningaleyfi, falli ekki undir skilgreininguna á hópferðabifreiðum. Gagnrýni þeirra lítur aðallega að því að þeir megi ekki leggja bílum sínum í sérafmörkuð BUS safnstæði þar sem ferðamenn safnast saman og eru sóttir. Stæðin verða á 12 stöðum í miðborginni. Stjórnarmenn Feta segja jafnframt að skilgreining á leyfi til að nota safnstæði sé óljós og segja það miður að þeim hafi ekki verið boðinn aðkoma að málinu þar sem þeir séu einnig hagsmunaaðilar. Gagnrýnin kemur í kjölfar akstursbanns í miðbæ Reykjavíkur sem tók gildi 15. Júlí síðastliðinn. Þar er öllum hópferðabílum og sérútbúnum jeppum í atvinnurekstri bannað að keyra í miðbænum. Aðeins þau farartæki sem séu skilgreind sem hópferðabílar megi leggja í safnstæðin. Niðurstaða stýrhóps undir stjórn Hjálmars Sveinssonar, gerði ráð fyrir stækkun á bannsvæði aksturs hópbifreiða til vesturs. Haft var eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, í fréttaskýringu Vísis frá lok júní, að þverpólitísk samstaða hafi náðst um málið. Aukinn umferðarþungi Í tilkynningu frá Fetum segir að bannið gæti orðið til þess að aukin umferðarþungi yrði á bannsvæðinu þar sem ferðaskrifstofur og skipuleggjendur munu sækja viðskiptavini sína á svæðið á bifreiðum sem ekki eru undir almennu rekstrarleyfi, til að mynda almennum farþegabifreiðum. Þannig gæti bannið þýtt, að mati þeirra, tvöföldun á fjölda bifreiða í miðbænum og það samræmist varla umhverfissjónarmiðum. „Bannið mun beina allri umferð hópbifreiða og sérútbúinna jeppa í ferðaþjónustu á fáar tilteknar götur sem í þessu tilfelli eru Hverfisgata, Ægisgata, Ingólfsstræti, Njarðargata, Eiríksgata, Túngata, Lækjargata, Hofsvallagata, Sóleyjargata, Mýrargata, og Vonarstræti. Íbúar við þessa götu eru síður en svo sáttir enda skiljanlegt þar sem öll umferð umræddra bifreiða um miðbæinn safnast á þessar fáu götur sem gerir álagið á þeim margfalt meira en verið hefur og þörf er á,“ segir í tilkynningunni.Mismuna á milli starfsstéttaÍ tilkynningunni segir að verið sé að mismuna á milli starfsstétta þar sem bannið taki ekki til leigubíla, vöruflutningabíla, bílaleigubíla, erlendra hópbifreiða og sérútbúna ferðaþjónustujeppa á erlendum á númerum. Telja þeir að eðlilegra væri að bannið takmarkaðist við ásþunga, fjölda farþega eða stærð bifreiðar. Jafnframt segja þeir að ekki hafi verið hugsað til þess að ferðaþjónustufyrirtæki sé með aðsetur sitt og bílageymslur í miðbænum. Þá beri einnig að huga til farþeganna sem þurfi að bera farangur langar leiðir. Stjórn Fetar óskar í tilkynningunni eftir afriti af kvörtunum sem borginni hafa borist vegna áreiti af völdum hópbifreiða í miðbænum. Sagður yfirlýstur andstæðingurStjórnarmeðlimir Feta gagnrýna þá einnig Hjálmar Sveinsson, formann stýrihóps um málefnið, og segja hann vera vanhæfan þar sem hann hafi verið yfirlýstur andstæðingur sérútbúinna jeppa og bifreiða í miðbænum almennt. Vitna þeir í meintar fullyrðingar sem Hjálmar á að hafa látið hafa eftir sér um að sérútbúnir jeppar séu hættulegri en ósérútbúnir jeppar. Vitnað er í að stýrihópurinn um akstursbann í miðbænum hafi virt að vettugi tillögu SAF og íbúasamtaka miðbæjarins og víkkað út bannið að óþörfu.Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fetar, félag eigenda torfærubifreiða í atvinnurekstri, segir í tilkynningu að sérútbúnar bifreiðar með færri en níu farþegasæti, á borð við sérútbúna jeppa og lúxusbifreiðar með farþegaflutningaleyfi, falli ekki undir skilgreininguna á hópferðabifreiðum. Gagnrýni þeirra lítur aðallega að því að þeir megi ekki leggja bílum sínum í sérafmörkuð BUS safnstæði þar sem ferðamenn safnast saman og eru sóttir. Stæðin verða á 12 stöðum í miðborginni. Stjórnarmenn Feta segja jafnframt að skilgreining á leyfi til að nota safnstæði sé óljós og segja það miður að þeim hafi ekki verið boðinn aðkoma að málinu þar sem þeir séu einnig hagsmunaaðilar. Gagnrýnin kemur í kjölfar akstursbanns í miðbæ Reykjavíkur sem tók gildi 15. Júlí síðastliðinn. Þar er öllum hópferðabílum og sérútbúnum jeppum í atvinnurekstri bannað að keyra í miðbænum. Aðeins þau farartæki sem séu skilgreind sem hópferðabílar megi leggja í safnstæðin. Niðurstaða stýrhóps undir stjórn Hjálmars Sveinssonar, gerði ráð fyrir stækkun á bannsvæði aksturs hópbifreiða til vesturs. Haft var eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, í fréttaskýringu Vísis frá lok júní, að þverpólitísk samstaða hafi náðst um málið. Aukinn umferðarþungi Í tilkynningu frá Fetum segir að bannið gæti orðið til þess að aukin umferðarþungi yrði á bannsvæðinu þar sem ferðaskrifstofur og skipuleggjendur munu sækja viðskiptavini sína á svæðið á bifreiðum sem ekki eru undir almennu rekstrarleyfi, til að mynda almennum farþegabifreiðum. Þannig gæti bannið þýtt, að mati þeirra, tvöföldun á fjölda bifreiða í miðbænum og það samræmist varla umhverfissjónarmiðum. „Bannið mun beina allri umferð hópbifreiða og sérútbúinna jeppa í ferðaþjónustu á fáar tilteknar götur sem í þessu tilfelli eru Hverfisgata, Ægisgata, Ingólfsstræti, Njarðargata, Eiríksgata, Túngata, Lækjargata, Hofsvallagata, Sóleyjargata, Mýrargata, og Vonarstræti. Íbúar við þessa götu eru síður en svo sáttir enda skiljanlegt þar sem öll umferð umræddra bifreiða um miðbæinn safnast á þessar fáu götur sem gerir álagið á þeim margfalt meira en verið hefur og þörf er á,“ segir í tilkynningunni.Mismuna á milli starfsstéttaÍ tilkynningunni segir að verið sé að mismuna á milli starfsstétta þar sem bannið taki ekki til leigubíla, vöruflutningabíla, bílaleigubíla, erlendra hópbifreiða og sérútbúna ferðaþjónustujeppa á erlendum á númerum. Telja þeir að eðlilegra væri að bannið takmarkaðist við ásþunga, fjölda farþega eða stærð bifreiðar. Jafnframt segja þeir að ekki hafi verið hugsað til þess að ferðaþjónustufyrirtæki sé með aðsetur sitt og bílageymslur í miðbænum. Þá beri einnig að huga til farþeganna sem þurfi að bera farangur langar leiðir. Stjórn Fetar óskar í tilkynningunni eftir afriti af kvörtunum sem borginni hafa borist vegna áreiti af völdum hópbifreiða í miðbænum. Sagður yfirlýstur andstæðingurStjórnarmeðlimir Feta gagnrýna þá einnig Hjálmar Sveinsson, formann stýrihóps um málefnið, og segja hann vera vanhæfan þar sem hann hafi verið yfirlýstur andstæðingur sérútbúinna jeppa og bifreiða í miðbænum almennt. Vitna þeir í meintar fullyrðingar sem Hjálmar á að hafa látið hafa eftir sér um að sérútbúnir jeppar séu hættulegri en ósérútbúnir jeppar. Vitnað er í að stýrihópurinn um akstursbann í miðbænum hafi virt að vettugi tillögu SAF og íbúasamtaka miðbæjarins og víkkað út bannið að óþörfu.Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira