Ingibjörg Sólrún segir sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2017 19:58 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipuð framkvæmdastjóri yfir Lýðræðis-og mannréttindaskrifstofu Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi. Vísir.is/Andri Marinó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ögrandi að takast á við styrkingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu um þessar mundir. En það sé helsta verkefni Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi sem hún hefur nú verið skipuð framkvæmdastjóri yfir. Þegar skipað er í stöðu sem þessa er horft á feril viðkomandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, frá árinu 1994 til 2003. Hún settist á Alþingi árið 2005 og varð utanríkisráðherra árið 2007. Eins og frægt er slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fljótlega eftir hrun bankanna í október 2008 en stjórnin fór frá hinn 1. febrúar 2009. Þá hafði Ingibjörg Sólrún glímt við töluverð veikindi. Síðast liðinn fimm og hálft ár hefur hún unnið fyrir UN Women, fyrst sem sendifulltrúi í Afganistan og síðast liðin þrjú og hálft ár sem svæðisstjóri samtakanna í Istanbul í Tyrklandi.Skipað er í æðstu stöður hjá ÖSE til þriggja ára í senn. Ingibjörg Sólrún segist sjálf ekki hafa verið með augastað á framkvæmdastjórastöðunni. „Það var eiginlega utanríkisráðuneytið sem vakti athygli mína á henni. Taldi að ég hefði þann bakgrunn sem gæti hentað mjög vel í þessa stöðu. Bæði minn pólitíski bakgrunnur og störf mín fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ég er líka búin að vera að vinna í Evrópu og mið-Asíu síðast liðinn þrjú og hálft ár,“ segir Ingibjörg Sólrún sem heldur til Varsjár í Póllandi í næstu viku á sinn fyrsta stóra fund á vegum Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofunnar.Áhrifamikil staðaGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir skipan Ingibjargar Sólrúnar fagnaðarefni enda um að ræða eina af áhrifamestu stöðum sem Íslendingur hafi gegnt á alþjóðavettvangi. Hún sé vel að stöðunni komin og hafi til að bera þá þekkingu og reynslu sem á þurfi að halda. En öll aðildarríkin 57 þurfa að samþykkja skipan í stöðuna. „Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir þann stuðning sem í þessu felst. En þetta er líka mikil ögrun því þetta er mikið jarðsprengjusvæði sem ég er að fara inn á,“ segir Ingibjörg Sólrún. Stóru verkefnin snúi að þróun og styrkingu lýðræðis í álfunni og kosningaeftirlit sé stór þáttur í starfsemi stofnunarinar sem hafi haft eftirlit með kosningum í fimmtán ríkjum á síðasta ári. Þá segir Ingibjörg Sólrún stofnunina styðja við ríki til að taka á hatursorðræðu og hatursglæpum, meðal annars í samvinnu við lögreglu og saksóknara hér á Íslandi. Lýðræði og mannréttindum sé líka ögrað í vestur Evrópu með vaxandi populisma og flóttamannastraumi. „Þetta er mjög ögrandi á þessum tímum sem við erum að lifa núna. Vegna þess að það er sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum. En kannski einmitt þess vegna aldrei mikilvægara að standa vörð um þau og leggja aðildarríkjum ÖSE sem eru 57 talsins upp í hendurnar ákveðin tæki til að takast á við þessi mál,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ögrandi að takast á við styrkingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu um þessar mundir. En það sé helsta verkefni Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi sem hún hefur nú verið skipuð framkvæmdastjóri yfir. Þegar skipað er í stöðu sem þessa er horft á feril viðkomandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, frá árinu 1994 til 2003. Hún settist á Alþingi árið 2005 og varð utanríkisráðherra árið 2007. Eins og frægt er slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fljótlega eftir hrun bankanna í október 2008 en stjórnin fór frá hinn 1. febrúar 2009. Þá hafði Ingibjörg Sólrún glímt við töluverð veikindi. Síðast liðinn fimm og hálft ár hefur hún unnið fyrir UN Women, fyrst sem sendifulltrúi í Afganistan og síðast liðin þrjú og hálft ár sem svæðisstjóri samtakanna í Istanbul í Tyrklandi.Skipað er í æðstu stöður hjá ÖSE til þriggja ára í senn. Ingibjörg Sólrún segist sjálf ekki hafa verið með augastað á framkvæmdastjórastöðunni. „Það var eiginlega utanríkisráðuneytið sem vakti athygli mína á henni. Taldi að ég hefði þann bakgrunn sem gæti hentað mjög vel í þessa stöðu. Bæði minn pólitíski bakgrunnur og störf mín fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ég er líka búin að vera að vinna í Evrópu og mið-Asíu síðast liðinn þrjú og hálft ár,“ segir Ingibjörg Sólrún sem heldur til Varsjár í Póllandi í næstu viku á sinn fyrsta stóra fund á vegum Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofunnar.Áhrifamikil staðaGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir skipan Ingibjargar Sólrúnar fagnaðarefni enda um að ræða eina af áhrifamestu stöðum sem Íslendingur hafi gegnt á alþjóðavettvangi. Hún sé vel að stöðunni komin og hafi til að bera þá þekkingu og reynslu sem á þurfi að halda. En öll aðildarríkin 57 þurfa að samþykkja skipan í stöðuna. „Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir þann stuðning sem í þessu felst. En þetta er líka mikil ögrun því þetta er mikið jarðsprengjusvæði sem ég er að fara inn á,“ segir Ingibjörg Sólrún. Stóru verkefnin snúi að þróun og styrkingu lýðræðis í álfunni og kosningaeftirlit sé stór þáttur í starfsemi stofnunarinar sem hafi haft eftirlit með kosningum í fimmtán ríkjum á síðasta ári. Þá segir Ingibjörg Sólrún stofnunina styðja við ríki til að taka á hatursorðræðu og hatursglæpum, meðal annars í samvinnu við lögreglu og saksóknara hér á Íslandi. Lýðræði og mannréttindum sé líka ögrað í vestur Evrópu með vaxandi populisma og flóttamannastraumi. „Þetta er mjög ögrandi á þessum tímum sem við erum að lifa núna. Vegna þess að það er sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum. En kannski einmitt þess vegna aldrei mikilvægara að standa vörð um þau og leggja aðildarríkjum ÖSE sem eru 57 talsins upp í hendurnar ákveðin tæki til að takast á við þessi mál,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira