Framleiðsla Bachelor in Paradise hefst á ný eftir ásakanir um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2017 19:49 Corinne Olympios sakaði DeMario Jackson um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Þau sjást hér bæði á mynd. Framleiðendur þáttanna Bachelor in Paradise segja engan þátttakanda í þættinum hafa hagað sér illa eða verið nokkurn tímann í hættu við tökur á þættinum. Framleiðslu þáttanna var hætt á dögunum eftir að þátttakandi sakaði meðspilara sinn um kynferðisofbeldi. Þá mun framleiðsla þáttanna hefjast að nýju innan skamms. AP-fréttaveita greinir frá. Yfirlýsing framleiðendanna er gefin út í kjölfar ásakana Corinne Olympios, eins þátttakenda í þáttunum en hún hafði sakað meðspilara sinn, DeMario Jackson, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi í sundlaug við hótel þar sem tökur á þáttunum fóru fram í Mexíkó. Hún sakaði framleiðendur þáttanna einnig um að hafa láðst að vernda sig fyrir Jackson en hún sagðist hafa verið mjög drukkin og ekki hafa getað samþykkt það sem fram fór í sundlauginni. Framleiðslu þáttanna verður nú haldið áfram en henni hafði verið hætt á meðan ásakanir Olympios voru rannsakaðar. Myndbandsupptökur af atvikinu sem Olympios vísaði í voru skoðaðar af fulltrúum framleiðsuvers þáttanna, Warner Bros., og utanaðkomandi lögfræðistofu. Í tilkynningu er skoðunin sögð hafa leitt í ljós að myndefnið „renni ekki stoðum undir neina ákæru um ósæmilega hegðun af hendi þátttakenda í þáttunum.“ Þá er einnig þvertekið fyrir að öryggi Olympios hafi verið ógnað. Framleiðendurnir segjast þó ætla að koma á stefnubreytingum til að „auka og tryggja öryggi“ allra þátttakenda. Þættirnir Bachelor in Paradise fjalla um fyrrum keppendur úr þáttunum The Bachelor og The Bachelorette sem hafa ekki enn þá fundið ástina. Gert er ráð fyrir að þáttaröðin verði sýnd í bandarísku sjónvarpi í sumar eins og áætlað var. Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Framleiðendur þáttanna Bachelor in Paradise segja engan þátttakanda í þættinum hafa hagað sér illa eða verið nokkurn tímann í hættu við tökur á þættinum. Framleiðslu þáttanna var hætt á dögunum eftir að þátttakandi sakaði meðspilara sinn um kynferðisofbeldi. Þá mun framleiðsla þáttanna hefjast að nýju innan skamms. AP-fréttaveita greinir frá. Yfirlýsing framleiðendanna er gefin út í kjölfar ásakana Corinne Olympios, eins þátttakenda í þáttunum en hún hafði sakað meðspilara sinn, DeMario Jackson, um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi í sundlaug við hótel þar sem tökur á þáttunum fóru fram í Mexíkó. Hún sakaði framleiðendur þáttanna einnig um að hafa láðst að vernda sig fyrir Jackson en hún sagðist hafa verið mjög drukkin og ekki hafa getað samþykkt það sem fram fór í sundlauginni. Framleiðslu þáttanna verður nú haldið áfram en henni hafði verið hætt á meðan ásakanir Olympios voru rannsakaðar. Myndbandsupptökur af atvikinu sem Olympios vísaði í voru skoðaðar af fulltrúum framleiðsuvers þáttanna, Warner Bros., og utanaðkomandi lögfræðistofu. Í tilkynningu er skoðunin sögð hafa leitt í ljós að myndefnið „renni ekki stoðum undir neina ákæru um ósæmilega hegðun af hendi þátttakenda í þáttunum.“ Þá er einnig þvertekið fyrir að öryggi Olympios hafi verið ógnað. Framleiðendurnir segjast þó ætla að koma á stefnubreytingum til að „auka og tryggja öryggi“ allra þátttakenda. Þættirnir Bachelor in Paradise fjalla um fyrrum keppendur úr þáttunum The Bachelor og The Bachelorette sem hafa ekki enn þá fundið ástina. Gert er ráð fyrir að þáttaröðin verði sýnd í bandarísku sjónvarpi í sumar eins og áætlað var.
Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Ásakanir um kynferðisbrot setja Bachelor In Paradise í uppnám Helstu slúðurmiðlarnir greina frá því að hætt hafi verið við tökur á þáttunum vegna atviks sem átti sér stað við upptökur á þáttunum. 14. júní 2017 13:45
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“