Druslurnar sjá draum sinn rætast Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:00 Bókin Ég er drusla kemur í búðir næsta þriðjudag. Hópurinn sem stendur að Druslugöngunni sér langþráðan draum rætast í næstu viku þegar bókin Ég er drusla kemur í búðir. Þrjú ár eru liðin síðan hugmyndin að útgáfu bókar kom upp innan hópsins og hefur verkefnið mótast mikið síðan þá. Fyrir þremur árum stóð til að gefa út ljósmyndabók en hætt var við útgáfu hennar, þegar bókin var komin úr prentun, eftir að ábending barst skipuleggjendum um að maður ótengdur Druslugöngunni, sem kom að útgáfu bókarinnar, væri kynferðisafbrotamaður. Maðurinn hefur aldrei hlotið dóm vegna málsins. „Þetta vafaatriði gerði það að verkum að við, sem stöndum að göngunni, gátum ekki lengur tekið þátt í verkefninu og við drógum okkur alfarið úr þessari útgáfu og lögðumst alfarið gegn því að hún kæmi út í þessari mynd. Það er skýrt að markmið Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og segja frá og skila skömminni og það er skýrt að málstaður Druslugöngunnar er miklu, miklu stærri en einhver bók. Aldrei myndum við taka þátt í neinu sem gæti rýrt trúverðugleika göngunnar að neinu leyti,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, þáverandi talskona Druslugöngunnar, í samtali við Vísi í júní 2015. Komið að útgáfu Bókin sem kemur út næstkomandi þriðjudag er tilraun skipuleggjenda til að fanga anda Druslugöngunnar á einhvern hátt. Um er að ræða einskonar samstarfsverkefni en rúmlega 40 manns komu að gerð bókarinnar undir ritstjórn þeirra Grétu Þorkelsdóttur, Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur og Hjalta Vigfússonar.Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir „Við reyndum að hafa hópinn sem fjölbreyttastan og niðurstaðan er samansafn um 40 verka eftir ólíka listamenn. Þessi bók er í rauninni einhverskonar vettvangur fyrir þann fjölbreytta hóp sem kemur á gönguna á hvaða hátt sem er í gegnum tíðina til að tjá sig um allt frá femínisma, ofbeldismenningu og lífið sjálft,“ segir Salvör Gullbrá í samtali við Vísi. Hún segir að upp hafi komið hugmynd um að gera einhverskonar heimild um Druslugönguna en þá hafi tilfinningin fyrir verkefninu ekki verið rétt. Þegar hugmyndin hafi komið upp um að bjóða fólki að tjá sig á þann hátt sem það vill hafi hjólin farið að snúast af alvöru. „Druslugangan er fólkið sem kemur að henni og kemur í hana og tjáir sig á netinu um málefni sem tengjast henni. Hún er ekki einn viðburður, það er það sem við erum að reyna að gera með bókinni, að fanga alla þessa orku og alla þessa baráttu sem er í kringum gönguna.“Allir gefa vinnu sína Í bókinni kennir ýmissa grasa. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari myndaði til að mynda fólk sem hefur fengið sér Druslugöngu húðflúr og reyndi að festa á filmu rými sem veita þolendum öryggi. Listamönnunum sem tóku þátt voru gefnar nokkuð frjálsar hendur. Þar er að finna ljósmyndir, texta, teikningar, greinar og hugvekjur. Adda Þóreyardóttir Smáradóttir, forsprakki Free The Nipple á Íslandi.Mynd/Rut Sigurðardóttir„Við reyndum að hafa sviðið frekar fjölbreytt, fá rithöfunda, myndlistarmenn, ljósmyndara í lið með okkur þannig að þetta yrði eitthvað fyrir alla. Þannig þetta yrði ekki þannig að þú settist niður og værir að fara að lesa 50 reynslusögur. Heldur að verið sé að reyna að fanga einhverja setmningu, einhverja orku. Hvort sem það er í gegnum orð eða myndir,“ segir Salvör. „Það sem við gerðum var að reyna að halda öllum kostnaði við bókina í lágmarki svo sem flestir gætu eignast hana. Hún er ekki gerð í gróðraskyni. Allir sem komu að gerð bókarinnar gáfu vinnu sína, sem er alls ekki sjálfgefið.“ Bókin kemur í bókabúðir næstkomandi þriðjudag, þann 27. júní og verður útgáfunni fagnað á Gamla Nýlistasafninu í Skúlagötu 28 á þriðjudaginn klukkan 18. Druslugangan verður gengin í sjöunda sinn þann 29. júlí næstkomandi frá Hallgrímskirkju. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Hópurinn sem stendur að Druslugöngunni sér langþráðan draum rætast í næstu viku þegar bókin Ég er drusla kemur í búðir. Þrjú ár eru liðin síðan hugmyndin að útgáfu bókar kom upp innan hópsins og hefur verkefnið mótast mikið síðan þá. Fyrir þremur árum stóð til að gefa út ljósmyndabók en hætt var við útgáfu hennar, þegar bókin var komin úr prentun, eftir að ábending barst skipuleggjendum um að maður ótengdur Druslugöngunni, sem kom að útgáfu bókarinnar, væri kynferðisafbrotamaður. Maðurinn hefur aldrei hlotið dóm vegna málsins. „Þetta vafaatriði gerði það að verkum að við, sem stöndum að göngunni, gátum ekki lengur tekið þátt í verkefninu og við drógum okkur alfarið úr þessari útgáfu og lögðumst alfarið gegn því að hún kæmi út í þessari mynd. Það er skýrt að markmið Druslugöngunnar er að uppræta kynferðisofbeldi og segja frá og skila skömminni og það er skýrt að málstaður Druslugöngunnar er miklu, miklu stærri en einhver bók. Aldrei myndum við taka þátt í neinu sem gæti rýrt trúverðugleika göngunnar að neinu leyti,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, þáverandi talskona Druslugöngunnar, í samtali við Vísi í júní 2015. Komið að útgáfu Bókin sem kemur út næstkomandi þriðjudag er tilraun skipuleggjenda til að fanga anda Druslugöngunnar á einhvern hátt. Um er að ræða einskonar samstarfsverkefni en rúmlega 40 manns komu að gerð bókarinnar undir ritstjórn þeirra Grétu Þorkelsdóttur, Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur og Hjalta Vigfússonar.Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir „Við reyndum að hafa hópinn sem fjölbreyttastan og niðurstaðan er samansafn um 40 verka eftir ólíka listamenn. Þessi bók er í rauninni einhverskonar vettvangur fyrir þann fjölbreytta hóp sem kemur á gönguna á hvaða hátt sem er í gegnum tíðina til að tjá sig um allt frá femínisma, ofbeldismenningu og lífið sjálft,“ segir Salvör Gullbrá í samtali við Vísi. Hún segir að upp hafi komið hugmynd um að gera einhverskonar heimild um Druslugönguna en þá hafi tilfinningin fyrir verkefninu ekki verið rétt. Þegar hugmyndin hafi komið upp um að bjóða fólki að tjá sig á þann hátt sem það vill hafi hjólin farið að snúast af alvöru. „Druslugangan er fólkið sem kemur að henni og kemur í hana og tjáir sig á netinu um málefni sem tengjast henni. Hún er ekki einn viðburður, það er það sem við erum að reyna að gera með bókinni, að fanga alla þessa orku og alla þessa baráttu sem er í kringum gönguna.“Allir gefa vinnu sína Í bókinni kennir ýmissa grasa. Rut Sigurðardóttir ljósmyndari myndaði til að mynda fólk sem hefur fengið sér Druslugöngu húðflúr og reyndi að festa á filmu rými sem veita þolendum öryggi. Listamönnunum sem tóku þátt voru gefnar nokkuð frjálsar hendur. Þar er að finna ljósmyndir, texta, teikningar, greinar og hugvekjur. Adda Þóreyardóttir Smáradóttir, forsprakki Free The Nipple á Íslandi.Mynd/Rut Sigurðardóttir„Við reyndum að hafa sviðið frekar fjölbreytt, fá rithöfunda, myndlistarmenn, ljósmyndara í lið með okkur þannig að þetta yrði eitthvað fyrir alla. Þannig þetta yrði ekki þannig að þú settist niður og værir að fara að lesa 50 reynslusögur. Heldur að verið sé að reyna að fanga einhverja setmningu, einhverja orku. Hvort sem það er í gegnum orð eða myndir,“ segir Salvör. „Það sem við gerðum var að reyna að halda öllum kostnaði við bókina í lágmarki svo sem flestir gætu eignast hana. Hún er ekki gerð í gróðraskyni. Allir sem komu að gerð bókarinnar gáfu vinnu sína, sem er alls ekki sjálfgefið.“ Bókin kemur í bókabúðir næstkomandi þriðjudag, þann 27. júní og verður útgáfunni fagnað á Gamla Nýlistasafninu í Skúlagötu 28 á þriðjudaginn klukkan 18. Druslugangan verður gengin í sjöunda sinn þann 29. júlí næstkomandi frá Hallgrímskirkju.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira