Innlent

WOW air fjarlægir auglýsingu fyrirtækisins sem sýnir Hafþór Júlíus

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Auglýsingin sýnir Hafþór halda á tveimur flugfreyjum sem sitja í flugsætum frá WOW air.
Auglýsingin sýnir Hafþór halda á tveimur flugfreyjum sem sitja í flugsætum frá WOW air. Vísir/Vilhelm

Búið er að fjarlægja auglýsingu WOW air í World Class Laugum þar sem mátti sjá Hafþór Júlíus Björnsson halda á tveimur flugfreyjum sem sitja í flugsætum félagsins.

Auglýsing var fjarlægð eftir að ábending barst fyrirtækinu á Twitter þar sem WOW air var hvatt til að taka við keflinu eftir umfjöllun Fréttablaðsins um fortíð Hafþórs á laugardaginn. WOW air þakkaði fyrir ábendinguna og hefur brugðist skjótt við því stuttu seinna var auglýsingin farin.Í umfjölluninni var rætt við fyrrverandi kærustu Hafþórs og barnsmóður, Thelmu Björk Steinmann, sem lýsti upplifun sinni af framkomu Hafþórs á meðan á sambandi þeirra stóð.


Ekki náðist í Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.