Hvolpur hefur bæst við Björgunarsveit Hafnarfjarðar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2017 20:30 Urta er átta mánaða blóðhundur sem er nýkomin til landsins. Hún er sérstaklega ræktuð sem sporhundur og kemur frá Ungverjalandi. Hún mun nú hefja tveggja ára þjálfun til þess að komast á útkallslista Björgunarsveitar Hafnarfjarðar en til þess þarf hún að ná ákveðnum prófum. Þórir Sigurhansson mun þjálfa hana og segir að þau séu enn að kynnast en að hann haldi að hún verði mjög flink. „Næst á dagskrá er að leyfa henni að kynnast okkur og vera með mér alla daga. Svo er það umhverfisþjálfun, þar sem hún er þjálfuð í alls konar aðstæðum þar sem er mikið áreiti. Svo eftir svolítinn tíma förum við að spora með hana. Það verður gaman." Perla hefur starfað sem sporhundur síðustu ár og er mjög ánægð með nýja félagsskapinn en björgunarsveitin hefur haldið sporhunda frá 1960. „Urta er númer tólf í röðinni hjá okkur þannig að við erum að reyna að halda uppi röðinni. Við reiknum með að innan tveggja ára þurfum við að flytja einn hund í viðbót inn. Perla er að verða átta ára og er að komast á toppinn hjá sér. Við gerum ráð fyrir að nota hana í tvö ár í viðbót en það verður að koma í ljós hvernig heilsan verður." Sporhundar björgunarsveitarinnar eru oft í lykilhlutverki í mikilvægum leitum. „Við erum að fara í kringum þrjátíu til fjörutíu útköll á ári. Við förum mest í útköll fyrir lögreglu en líka ftrur björgunarsveitirnar. Þannig að það er talsverður erill hjá okkur," segir Þórir, hundaþjálfari Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Urta er átta mánaða blóðhundur sem er nýkomin til landsins. Hún er sérstaklega ræktuð sem sporhundur og kemur frá Ungverjalandi. Hún mun nú hefja tveggja ára þjálfun til þess að komast á útkallslista Björgunarsveitar Hafnarfjarðar en til þess þarf hún að ná ákveðnum prófum. Þórir Sigurhansson mun þjálfa hana og segir að þau séu enn að kynnast en að hann haldi að hún verði mjög flink. „Næst á dagskrá er að leyfa henni að kynnast okkur og vera með mér alla daga. Svo er það umhverfisþjálfun, þar sem hún er þjálfuð í alls konar aðstæðum þar sem er mikið áreiti. Svo eftir svolítinn tíma förum við að spora með hana. Það verður gaman." Perla hefur starfað sem sporhundur síðustu ár og er mjög ánægð með nýja félagsskapinn en björgunarsveitin hefur haldið sporhunda frá 1960. „Urta er númer tólf í röðinni hjá okkur þannig að við erum að reyna að halda uppi röðinni. Við reiknum með að innan tveggja ára þurfum við að flytja einn hund í viðbót inn. Perla er að verða átta ára og er að komast á toppinn hjá sér. Við gerum ráð fyrir að nota hana í tvö ár í viðbót en það verður að koma í ljós hvernig heilsan verður." Sporhundar björgunarsveitarinnar eru oft í lykilhlutverki í mikilvægum leitum. „Við erum að fara í kringum þrjátíu til fjörutíu útköll á ári. Við förum mest í útköll fyrir lögreglu en líka ftrur björgunarsveitirnar. Þannig að það er talsverður erill hjá okkur," segir Þórir, hundaþjálfari Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira