Fengu dekk af sjúkrabíl í fangið: „Einstaka tilviljun að þarna skyldi ekki verða dauðaslys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 11:45 Sendibíll Sigurðar, sem sést til vinstri á mynd, er illa útleikinn eftir dekkið. Til hægri sést sjúkrabíll á Akureyri, málinu ótengdur. Aðsent/Vísir/Pjetur Dekk losnaði undan sjúkrabíl sem var á leið frá Hvolsvelli og á Selfoss snemma í morgun. Dekkið lenti framan á sendibíl, sem kom úr gagnstæðri átt, en farþegi bílsins segir ótrúlega mildi að ekki hafi farið verr. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir málið „gríðarlega skrýtið“ en nú tekur við ítarleg skoðun á ástandi sjúkrabílsins og tildrögum atviksins. Sigurður Björgvinsson keyrði sendibílinn sem varð fyrir dekkinu. Hann var á leiðinni austur á land skömmu fyrir klukkan 7 í morgun en sjúkrabíllinn kom þá keyrandi á móti honum í vesturátt. Í samtali við Vísi segir Sigurður báða bílana hafa verið á um 90 kílómetra hraða. „Í þann mund sem við erum að mætast þá flýgur drekk undan sjúkrabílnum. Við náðum að bjarga okkur fyrir horn, dekkið flaug hátt í loft upp og lenti beint framan á bílnum og skemmdi hann. Bíllinn er núna óökufær."Ótrúleg mildi að ekki fór verr Sigurður segir engan hafa slasast alvarlega í slysinu en mögulega hafi farþegar, sem voru tveir í sendibílnum, tognað. „Menn urðu náttúrulega alveg pinnstífir og hentust til í beltunum.“ Sjúkraflutningakonan sem keyrði sjúkrabílinn missti sem betur fer ekki stjórn á honum. Að sögn Sigurðar náði hún að stöðva bílinn og forðaði þar með báðum farartækjum frá þungum árekstri. „Við þökkum öll fyrir það að við skulum vera á lífi,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að atvikið verði viðeigandi aðilum víti til varnaðar og vonar að ástand bílsins og tildrög slyssins verði rannsökuð. „Málið snýst auðvitað um það, af því að þetta er nú opinber bíll, hvers konar viðhald þessir sjúkrabílar fá. Hvernig getur svona gerst? Það var einstaka tilviljun að þarna skyldi ekki verða dauðaslys.“„Gríðarlega skrýtið mál“Í samtali við Vísi segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, að atvikið sé mjög óvenjulegt. Hann segir mikið eftirlit haft með öllum bílum á vegum heilbrigðisstofnunarinnar og að farið sé eftir ákveðinni rútínu í þeim efnum. „Við förum eftir ákveðnu plani varðandi viðhald á bílunum. Meðal annars athugum við alltaf loftþrýsting í dekkjum og herslur á felguboltum á bílunum. Þetta er bara gríðarlega skrýtið mál og við erum að athuga hvort nýlega hafi sprungið á bílnum eða eitthvað slíkt.“ Styrmir veit aðeins til þess að einu sinni áður hafi dekk losnað undan sjúkrabíl á ferð í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hann segist þó fyrst og fremst þakka fyrir að engin slys hafi orðið á fólki. „Það er mikil mildi að ekki hafi farið verr og sem betur fer valt ekki sjúkrabíllinn. Sem betur fer hlutust ekki slys af þessu og við endurskoðum að sjálfsögðu okkar eftirlitskerfi.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Dekk losnaði undan sjúkrabíl sem var á leið frá Hvolsvelli og á Selfoss snemma í morgun. Dekkið lenti framan á sendibíl, sem kom úr gagnstæðri átt, en farþegi bílsins segir ótrúlega mildi að ekki hafi farið verr. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir málið „gríðarlega skrýtið“ en nú tekur við ítarleg skoðun á ástandi sjúkrabílsins og tildrögum atviksins. Sigurður Björgvinsson keyrði sendibílinn sem varð fyrir dekkinu. Hann var á leiðinni austur á land skömmu fyrir klukkan 7 í morgun en sjúkrabíllinn kom þá keyrandi á móti honum í vesturátt. Í samtali við Vísi segir Sigurður báða bílana hafa verið á um 90 kílómetra hraða. „Í þann mund sem við erum að mætast þá flýgur drekk undan sjúkrabílnum. Við náðum að bjarga okkur fyrir horn, dekkið flaug hátt í loft upp og lenti beint framan á bílnum og skemmdi hann. Bíllinn er núna óökufær."Ótrúleg mildi að ekki fór verr Sigurður segir engan hafa slasast alvarlega í slysinu en mögulega hafi farþegar, sem voru tveir í sendibílnum, tognað. „Menn urðu náttúrulega alveg pinnstífir og hentust til í beltunum.“ Sjúkraflutningakonan sem keyrði sjúkrabílinn missti sem betur fer ekki stjórn á honum. Að sögn Sigurðar náði hún að stöðva bílinn og forðaði þar með báðum farartækjum frá þungum árekstri. „Við þökkum öll fyrir það að við skulum vera á lífi,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að atvikið verði viðeigandi aðilum víti til varnaðar og vonar að ástand bílsins og tildrög slyssins verði rannsökuð. „Málið snýst auðvitað um það, af því að þetta er nú opinber bíll, hvers konar viðhald þessir sjúkrabílar fá. Hvernig getur svona gerst? Það var einstaka tilviljun að þarna skyldi ekki verða dauðaslys.“„Gríðarlega skrýtið mál“Í samtali við Vísi segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, að atvikið sé mjög óvenjulegt. Hann segir mikið eftirlit haft með öllum bílum á vegum heilbrigðisstofnunarinnar og að farið sé eftir ákveðinni rútínu í þeim efnum. „Við förum eftir ákveðnu plani varðandi viðhald á bílunum. Meðal annars athugum við alltaf loftþrýsting í dekkjum og herslur á felguboltum á bílunum. Þetta er bara gríðarlega skrýtið mál og við erum að athuga hvort nýlega hafi sprungið á bílnum eða eitthvað slíkt.“ Styrmir veit aðeins til þess að einu sinni áður hafi dekk losnað undan sjúkrabíl á ferð í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hann segist þó fyrst og fremst þakka fyrir að engin slys hafi orðið á fólki. „Það er mikil mildi að ekki hafi farið verr og sem betur fer valt ekki sjúkrabíllinn. Sem betur fer hlutust ekki slys af þessu og við endurskoðum að sjálfsögðu okkar eftirlitskerfi.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira