Andrea opnar umræðuna um átröskun: „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2017 18:51 Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við átröskun en samfélagið átti sig á. Andrea Pétursdóttir „Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun.“ Þetta kemur fram í Facebookfærslu Andreu Pétursdóttir sem steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni, frá þrettán ára aldri, við átröskun. Opnar umræðuna Andrea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugrekki sitt og styrk. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn byrjaði þegar hún var yngri og hvernig hann þróaðist á verri veg. Andrea segir, í samtali við Vísi, að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum. Hún segist stolt af því að hafa stigið fram og varpað ljósi á hættulegan sjúkdóm ,,Það er svo samfélagslega samþykkt að vilja grennast og vilja koma sér í form og þess háttar. Fyrst þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að koma mér í gott form og allir hrósuðu mér,“ segir Andrea og bendir á að það hafi hins vegar verið byrjunin á vandanum. Andrea birti myndir með Facebookfærslu sinni sem sýndu áhrif sjúkdómsins.Andra PétursdóttirSjúdómurinn leynist víða Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við sjúkdóma tengda átröskun, en samfélagið átti sig á. „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt. Það eru svo margir, sérstaklega stelpur á aldrinum 10-15. Þetta er bara út um allt. Maður er alltaf að heyra hvernig maður á að vera og hvað maður á að gera,“ segir Andrea og telur að samfélagsmiðlar spili stóran þátt í að dreifa slæmum boðskap til fólks og búi til ímynd sem erfitt er að fylgja eftir. Að sögn Andreu eru lífsstílssbloggarar á samfélagsmiðlum mjög vinsælir á meðan ungs fólks en þar má oft finna lýsingar á því hvernig beri að hátta lífi sínu og ná árangri á ýmsum sviðum.Langt og strangt ferli Pétur Berg Eggertsson, faðir Andreu, segir sjúkdóminn hafa haft talsverð áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur mjög mikil áhrif og þetta er búið að vera langt og strangt ferli en við erum samt ánægð með að við fengum aðstoð og við nýttum okkur það. Við gátum ekkert ráðið við þetta sjálf. Við sáum það tiltölulega fljótt,“ segir Pétur. Skólahjúkrunarfræðingur kom auga á vandamálið og aðstoðaði fjölskylduna í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hún kom mjög til góða. Við eigum henni gott að þakka,“ leggur Pétur áherslu á.Andreu líður betur í dag.AndreaViðkvæmt mál Pétur segir að hann og móðir Andreu hafi reynt að fá hana ofan af því að skrifa umrædda Facebookfærslu. Í færslunni birtir Andrea myndir af sjálfri sér þegar hún var sem veikust. Þau töldu þetta vera viðkvæmt mál og höfðu áhyggjur af því að hún myndi fá yfir sig holskeflu af neikvæðni í kjölfarið í tengslum við myndirnar. „Hún var búin að tala um þetta í dálítinn tíma. Við vorum treg að leyfa henni að gera þetta en hún vildi endilega koma þessu frá sér. Hún hefur talað um að hún gæti hjálpað öðrum. Það skipti hana miklu máli,“ segir Pétur. Í dag líður Andreu mun betur. Hún segist hafa tekið miklum framförum og líti björtum augum á framtíðina.Facebookfærslu Andreu má sjá hér að neðan. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun.“ Þetta kemur fram í Facebookfærslu Andreu Pétursdóttir sem steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni, frá þrettán ára aldri, við átröskun. Opnar umræðuna Andrea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugrekki sitt og styrk. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn byrjaði þegar hún var yngri og hvernig hann þróaðist á verri veg. Andrea segir, í samtali við Vísi, að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum. Hún segist stolt af því að hafa stigið fram og varpað ljósi á hættulegan sjúkdóm ,,Það er svo samfélagslega samþykkt að vilja grennast og vilja koma sér í form og þess háttar. Fyrst þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að koma mér í gott form og allir hrósuðu mér,“ segir Andrea og bendir á að það hafi hins vegar verið byrjunin á vandanum. Andrea birti myndir með Facebookfærslu sinni sem sýndu áhrif sjúkdómsins.Andra PétursdóttirSjúdómurinn leynist víða Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við sjúkdóma tengda átröskun, en samfélagið átti sig á. „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt. Það eru svo margir, sérstaklega stelpur á aldrinum 10-15. Þetta er bara út um allt. Maður er alltaf að heyra hvernig maður á að vera og hvað maður á að gera,“ segir Andrea og telur að samfélagsmiðlar spili stóran þátt í að dreifa slæmum boðskap til fólks og búi til ímynd sem erfitt er að fylgja eftir. Að sögn Andreu eru lífsstílssbloggarar á samfélagsmiðlum mjög vinsælir á meðan ungs fólks en þar má oft finna lýsingar á því hvernig beri að hátta lífi sínu og ná árangri á ýmsum sviðum.Langt og strangt ferli Pétur Berg Eggertsson, faðir Andreu, segir sjúkdóminn hafa haft talsverð áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur mjög mikil áhrif og þetta er búið að vera langt og strangt ferli en við erum samt ánægð með að við fengum aðstoð og við nýttum okkur það. Við gátum ekkert ráðið við þetta sjálf. Við sáum það tiltölulega fljótt,“ segir Pétur. Skólahjúkrunarfræðingur kom auga á vandamálið og aðstoðaði fjölskylduna í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hún kom mjög til góða. Við eigum henni gott að þakka,“ leggur Pétur áherslu á.Andreu líður betur í dag.AndreaViðkvæmt mál Pétur segir að hann og móðir Andreu hafi reynt að fá hana ofan af því að skrifa umrædda Facebookfærslu. Í færslunni birtir Andrea myndir af sjálfri sér þegar hún var sem veikust. Þau töldu þetta vera viðkvæmt mál og höfðu áhyggjur af því að hún myndi fá yfir sig holskeflu af neikvæðni í kjölfarið í tengslum við myndirnar. „Hún var búin að tala um þetta í dálítinn tíma. Við vorum treg að leyfa henni að gera þetta en hún vildi endilega koma þessu frá sér. Hún hefur talað um að hún gæti hjálpað öðrum. Það skipti hana miklu máli,“ segir Pétur. Í dag líður Andreu mun betur. Hún segist hafa tekið miklum framförum og líti björtum augum á framtíðina.Facebookfærslu Andreu má sjá hér að neðan.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira