Andrea opnar umræðuna um átröskun: „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2017 18:51 Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við átröskun en samfélagið átti sig á. Andrea Pétursdóttir „Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun.“ Þetta kemur fram í Facebookfærslu Andreu Pétursdóttir sem steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni, frá þrettán ára aldri, við átröskun. Opnar umræðuna Andrea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugrekki sitt og styrk. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn byrjaði þegar hún var yngri og hvernig hann þróaðist á verri veg. Andrea segir, í samtali við Vísi, að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum. Hún segist stolt af því að hafa stigið fram og varpað ljósi á hættulegan sjúkdóm ,,Það er svo samfélagslega samþykkt að vilja grennast og vilja koma sér í form og þess háttar. Fyrst þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að koma mér í gott form og allir hrósuðu mér,“ segir Andrea og bendir á að það hafi hins vegar verið byrjunin á vandanum. Andrea birti myndir með Facebookfærslu sinni sem sýndu áhrif sjúkdómsins.Andra PétursdóttirSjúdómurinn leynist víða Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við sjúkdóma tengda átröskun, en samfélagið átti sig á. „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt. Það eru svo margir, sérstaklega stelpur á aldrinum 10-15. Þetta er bara út um allt. Maður er alltaf að heyra hvernig maður á að vera og hvað maður á að gera,“ segir Andrea og telur að samfélagsmiðlar spili stóran þátt í að dreifa slæmum boðskap til fólks og búi til ímynd sem erfitt er að fylgja eftir. Að sögn Andreu eru lífsstílssbloggarar á samfélagsmiðlum mjög vinsælir á meðan ungs fólks en þar má oft finna lýsingar á því hvernig beri að hátta lífi sínu og ná árangri á ýmsum sviðum.Langt og strangt ferli Pétur Berg Eggertsson, faðir Andreu, segir sjúkdóminn hafa haft talsverð áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur mjög mikil áhrif og þetta er búið að vera langt og strangt ferli en við erum samt ánægð með að við fengum aðstoð og við nýttum okkur það. Við gátum ekkert ráðið við þetta sjálf. Við sáum það tiltölulega fljótt,“ segir Pétur. Skólahjúkrunarfræðingur kom auga á vandamálið og aðstoðaði fjölskylduna í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hún kom mjög til góða. Við eigum henni gott að þakka,“ leggur Pétur áherslu á.Andreu líður betur í dag.AndreaViðkvæmt mál Pétur segir að hann og móðir Andreu hafi reynt að fá hana ofan af því að skrifa umrædda Facebookfærslu. Í færslunni birtir Andrea myndir af sjálfri sér þegar hún var sem veikust. Þau töldu þetta vera viðkvæmt mál og höfðu áhyggjur af því að hún myndi fá yfir sig holskeflu af neikvæðni í kjölfarið í tengslum við myndirnar. „Hún var búin að tala um þetta í dálítinn tíma. Við vorum treg að leyfa henni að gera þetta en hún vildi endilega koma þessu frá sér. Hún hefur talað um að hún gæti hjálpað öðrum. Það skipti hana miklu máli,“ segir Pétur. Í dag líður Andreu mun betur. Hún segist hafa tekið miklum framförum og líti björtum augum á framtíðina.Facebookfærslu Andreu má sjá hér að neðan. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun.“ Þetta kemur fram í Facebookfærslu Andreu Pétursdóttir sem steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni, frá þrettán ára aldri, við átröskun. Opnar umræðuna Andrea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugrekki sitt og styrk. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn byrjaði þegar hún var yngri og hvernig hann þróaðist á verri veg. Andrea segir, í samtali við Vísi, að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum. Hún segist stolt af því að hafa stigið fram og varpað ljósi á hættulegan sjúkdóm ,,Það er svo samfélagslega samþykkt að vilja grennast og vilja koma sér í form og þess háttar. Fyrst þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að koma mér í gott form og allir hrósuðu mér,“ segir Andrea og bendir á að það hafi hins vegar verið byrjunin á vandanum. Andrea birti myndir með Facebookfærslu sinni sem sýndu áhrif sjúkdómsins.Andra PétursdóttirSjúdómurinn leynist víða Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við sjúkdóma tengda átröskun, en samfélagið átti sig á. „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt. Það eru svo margir, sérstaklega stelpur á aldrinum 10-15. Þetta er bara út um allt. Maður er alltaf að heyra hvernig maður á að vera og hvað maður á að gera,“ segir Andrea og telur að samfélagsmiðlar spili stóran þátt í að dreifa slæmum boðskap til fólks og búi til ímynd sem erfitt er að fylgja eftir. Að sögn Andreu eru lífsstílssbloggarar á samfélagsmiðlum mjög vinsælir á meðan ungs fólks en þar má oft finna lýsingar á því hvernig beri að hátta lífi sínu og ná árangri á ýmsum sviðum.Langt og strangt ferli Pétur Berg Eggertsson, faðir Andreu, segir sjúkdóminn hafa haft talsverð áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur mjög mikil áhrif og þetta er búið að vera langt og strangt ferli en við erum samt ánægð með að við fengum aðstoð og við nýttum okkur það. Við gátum ekkert ráðið við þetta sjálf. Við sáum það tiltölulega fljótt,“ segir Pétur. Skólahjúkrunarfræðingur kom auga á vandamálið og aðstoðaði fjölskylduna í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hún kom mjög til góða. Við eigum henni gott að þakka,“ leggur Pétur áherslu á.Andreu líður betur í dag.AndreaViðkvæmt mál Pétur segir að hann og móðir Andreu hafi reynt að fá hana ofan af því að skrifa umrædda Facebookfærslu. Í færslunni birtir Andrea myndir af sjálfri sér þegar hún var sem veikust. Þau töldu þetta vera viðkvæmt mál og höfðu áhyggjur af því að hún myndi fá yfir sig holskeflu af neikvæðni í kjölfarið í tengslum við myndirnar. „Hún var búin að tala um þetta í dálítinn tíma. Við vorum treg að leyfa henni að gera þetta en hún vildi endilega koma þessu frá sér. Hún hefur talað um að hún gæti hjálpað öðrum. Það skipti hana miklu máli,“ segir Pétur. Í dag líður Andreu mun betur. Hún segist hafa tekið miklum framförum og líti björtum augum á framtíðina.Facebookfærslu Andreu má sjá hér að neðan.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira