Innlent

Brutust inn hjá Eimskipum við Sundahöfn

Kjartan Kjartansson skrifar
Mennirnir brutust inn á athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn.
Mennirnir brutust inn á athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn.
Fimm menn sem grunaðir eru um húsbrot voru handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Þeir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar í nótt vegna rannsóknar innbrotsins samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rúmur tveimur klukkustundum síðar var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Síðumúla en ekki er ljóst hvort nokkru var stolið þar.

Þá var ungu maður í annarlegu ástandi handtekinn við Mjódd kl. 2:42 í nótt. Hann er grunaður um að hafa valdið skemmdum á leigubíl og fékk að gista fangageymslu lögreglunnar í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×