Hafró ráðleggur sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks 13. júní 2017 11:56 Hafrannsóknastofnun ráðleggur sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda, úr 244.000 tonnum í 257.572 tonn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Vísir/Eyþór Hafrannsóknastofnun ráðleggur sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda, úr 244.000 tonnum í 257.572 tonn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Hafró kynnti í dag úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt stofnmatinu í ár stækkaði viðmiðunarstofn þorsks lítillega milli áranna 2016 og 2017. Búist sé við að þegar þorskárgangarnir frá 2014 og 2015 komi inn í viðmiðunarstofninn 2018 og 2019 stækki hann nokkuð frá því sem nú er. Fyrsta mæling á árgangi 2016 bendi til að hann sé undir meðaltali. Samkvæmt aflareglu stjórnvalda er ráðlagt aflamark ýsu 41.390 tonn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Þessi aukning byggir á bættri nýliðun ýsu árin 2016 og 2017 miðað við fimm ár þar á undan. Aflaregla ufsa gerir jafnframt ráð fyrir 10% aukningu í aflamarki fyrir næsta fiskveiðiár, úr 55.000 tonnum í 60.237 tonn. Aukninguna má m.a. rekja til hins stóra 2012 árgangs. Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað lítillega. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2017/2018 því 50.800 tonn sem er 4% lækkun frá fyrra fiskveiðiári. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands mun 90% eða 45.720 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.000 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 13.536 tonn koma í hlut Íslendinga. Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt nýrri aflareglu fyrir síld sem rýnd hefur verið af Alþjóðahafrannsóknaráðinu, verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 39.000 tonn sem er 38% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir flatfiskastofna er lítið breytt frá síðasta fiskveiðiári, að undanskildri þykkvalúru þar sem ráðlagt aflamark eykst um 20%, í 1304 tonn. Lítilsháttar lækkun aflamarks er lögð til fyrir blálöngu, hlýra og steinbít. Þannig lækkar ráðlagður heildarafli steinbíts úr 8811 tonnum í 8540 tonn. Samkvæmt nýjum aflareglum fyrir löngu og keilu lækkar aflamark löngu um 8% frá fyrra fiskveiðiári í 8598 tonn, en hækkar í 4370 tonn fyrir keilu sem er 16% aukning. Lögð er til aukning aflamarks um 20% í skötusel, í 853 tonn, og hlutfallslega svipuð aukning fyrir gulllax eða úr 7885 tonnum í 9310 tonn. Nýliðun í humarstofninn hefur verið mjög lítil í ríflega áratug og aflamark farið lækkandi. Hafrannsóknastofnun leggur til 12% lækkun aflamarks á humri fyrir fiskveiðárið 2017/2018, í 1150 tonn. Lögð er til 19% aukning á hámarksafla sæbjúgna og munar þar mestu um aukningu á veiðisvæði við Austurland, úr 623 tonnum í 985 tonn,“ segir í tilkynningunni.Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hafrannsóknastofnun ráðleggur sex prósenta aukningu á aflamarki þorsks byggt á aflareglu stjórnvalda, úr 244.000 tonnum í 257.572 tonn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Hafró kynnti í dag úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Samkvæmt stofnmatinu í ár stækkaði viðmiðunarstofn þorsks lítillega milli áranna 2016 og 2017. Búist sé við að þegar þorskárgangarnir frá 2014 og 2015 komi inn í viðmiðunarstofninn 2018 og 2019 stækki hann nokkuð frá því sem nú er. Fyrsta mæling á árgangi 2016 bendi til að hann sé undir meðaltali. Samkvæmt aflareglu stjórnvalda er ráðlagt aflamark ýsu 41.390 tonn fyrir fiskveiðiárið 2017/2018, sem er 20% aukning frá fyrra ári. Þessi aukning byggir á bættri nýliðun ýsu árin 2016 og 2017 miðað við fimm ár þar á undan. Aflaregla ufsa gerir jafnframt ráð fyrir 10% aukningu í aflamarki fyrir næsta fiskveiðiár, úr 55.000 tonnum í 60.237 tonn. Aukninguna má m.a. rekja til hins stóra 2012 árgangs. Árgangar gullkarfa hafa verið með lakasta móti frá 2006 og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað lítillega. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2017/2018 því 50.800 tonn sem er 4% lækkun frá fyrra fiskveiðiári. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands mun 90% eða 45.720 tonn koma í hlut Íslendinga. Ráðgjöf fyrir grálúðu er óbreytt frá fyrra ári eða 24.000 tonn. Samkvæmt samkomulagi milli Íslands og Grænlands munu 13.536 tonn koma í hlut Íslendinga. Stofn íslensku sumargotssíldarinnar hefur minnkað ört á undanförnum árum vegna slakrar nýliðunar og frumdýrasýkingar í stofninum. Þannig hefur stofninn minnkað um nær 60% á undanförnum áratug. Ekki er að vænta mikilla breytinga á stofnstærðinni á næstu árum þar sem árgangar sem eru að koma inn í veiðistofninn eru metnir litlir og sýkingarhlutfall mælist hátt. Samkvæmt nýrri aflareglu fyrir síld sem rýnd hefur verið af Alþjóðahafrannsóknaráðinu, verður aflamark næsta fiskveiðiárs um 39.000 tonn sem er 38% lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir flatfiskastofna er lítið breytt frá síðasta fiskveiðiári, að undanskildri þykkvalúru þar sem ráðlagt aflamark eykst um 20%, í 1304 tonn. Lítilsháttar lækkun aflamarks er lögð til fyrir blálöngu, hlýra og steinbít. Þannig lækkar ráðlagður heildarafli steinbíts úr 8811 tonnum í 8540 tonn. Samkvæmt nýjum aflareglum fyrir löngu og keilu lækkar aflamark löngu um 8% frá fyrra fiskveiðiári í 8598 tonn, en hækkar í 4370 tonn fyrir keilu sem er 16% aukning. Lögð er til aukning aflamarks um 20% í skötusel, í 853 tonn, og hlutfallslega svipuð aukning fyrir gulllax eða úr 7885 tonnum í 9310 tonn. Nýliðun í humarstofninn hefur verið mjög lítil í ríflega áratug og aflamark farið lækkandi. Hafrannsóknastofnun leggur til 12% lækkun aflamarks á humri fyrir fiskveiðárið 2017/2018, í 1150 tonn. Lögð er til 19% aukning á hámarksafla sæbjúgna og munar þar mestu um aukningu á veiðisvæði við Austurland, úr 623 tonnum í 985 tonn,“ segir í tilkynningunni.Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira