Innlent

Stálu dósum að verðmæti 12 hundruð þúsund krónur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Dósirnar höfðu verið geymdar utandyra yfir nótt. Þær voru pressaðar og geymdar á bretti.
Dósirnar höfðu verið geymdar utandyra yfir nótt. Þær voru pressaðar og geymdar á bretti. vísir/anton brink
Tveir menn stálu dósum frá endurvinnslustöðinni á Dalvegi, að verðmæti 12 hundruð þúsund krónum í morgun. Ránið var skipulagt og höfðu mennirnir leigt bílaleigubíl til að ferja dósirnar á milli. Lögregla gerir ráð fyrir því að mennirnir hafi þurft að fara nokkrar ferðir með dósirnar þar sem um gífurlegan fjölda hafi verið að ræða.

Dósirnar höfðu verið geymdar utandyra yfir nótt. Þær voru pressaðar og geymdar á bretti.

„Í eftirmiðdaginn er tilkynnt um tvo menn sem komu í endurvinnsluna í Knarrarvogi og eru að reyna að selja pressaðar dósir. Þar leggja menn saman tvo og tvo og lögreglan fer á vettvang og handtekur mennina,“ segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, og nefnir að ekki sé algengt að lögregla fá dósastuld á borðið til sín.

Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum og búist er við að rætt verði við þá í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×