Umsóknum um kennaranám fjölgaði um 30 prósent milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2017 11:01 7300 umsóknir um grunn- og framhaldssnám í Háskóla Íslands bárust fyrir skólaárið 2017-2018. vísir/vilhelm Umsóknum um grunnskólakennaranám við Háskóla Íslands fjölgaði um 30 prósent milli ára. Þá er viðskiptafræði enn vinsælasta grein innan skólans og mikil aukning varð jafnframt í umsóknum um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Þetta kemur fram í frétttilkynningu frá Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út 5. Júní en af þeim 7300 umsóknum sem bárust voru umsóknir um grunnnám 4450. Mikil aukning hefur orðið í umsóknum um grunnskólakennslu, eða 30 prósent frá því í fyrra. 130 sóttu um nám í grunnskólakennslu fyrir skólaárið 2017-2018 en rétt um 100 umsóknir bárust í fyrra. Vinsælasta grein innan Háskóla Íslands er sem fyrr viðskiptafræði en 355 sóttu um nám í greininni fyrir skólaárið 2017-2018. Þá hefur áhugi á inntökuprófum í læknisfræði og sjúkraþjálfun aukist en nær fjórðungsaukning varð í fjölda þeirra sem þreyttu prófin á milli ára, eða um 23 prósent. Í ár sóttu 311 um í læknadeild og 56 í sjúkraþjálfun. Þá er mikil aðsókn í íþrótta- og heilsufræði sem flutt var til Reykjavíkur frá Laugarvatni í fyrra. Á hugvísindasviði er íslenska sem annað mál vinsælasta greinin en 440 umsóknir af 1040 bárust um BA-nám eða styttra hagnýtt nám í þeirri námsleið. Þá ber til annarra tíðinda á hugvísindasviði en kennsla í tungumálum við Háskóla Íslands mun nær alfarið fara fram í nývígðri Veröld – húsi Vigdísar á næsta skólaári. Um fjórðungur nýrra nemenda á verkfræði- og náttúruvísindasviði mun svo hefja nám í tölvunarfræði í haust eða um 200 manns. Rétt um 4000 nemendur brautskráðust frá framhaldsskólum landsins síðustu áramót og í vor en ljóst er að nokkur fjöldi þeirra hyggur á háskólanám við HÍ í haust. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Umsóknum um grunnskólakennaranám við Háskóla Íslands fjölgaði um 30 prósent milli ára. Þá er viðskiptafræði enn vinsælasta grein innan skólans og mikil aukning varð jafnframt í umsóknum um nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Þetta kemur fram í frétttilkynningu frá Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur um grunnnám rann út 5. Júní en af þeim 7300 umsóknum sem bárust voru umsóknir um grunnnám 4450. Mikil aukning hefur orðið í umsóknum um grunnskólakennslu, eða 30 prósent frá því í fyrra. 130 sóttu um nám í grunnskólakennslu fyrir skólaárið 2017-2018 en rétt um 100 umsóknir bárust í fyrra. Vinsælasta grein innan Háskóla Íslands er sem fyrr viðskiptafræði en 355 sóttu um nám í greininni fyrir skólaárið 2017-2018. Þá hefur áhugi á inntökuprófum í læknisfræði og sjúkraþjálfun aukist en nær fjórðungsaukning varð í fjölda þeirra sem þreyttu prófin á milli ára, eða um 23 prósent. Í ár sóttu 311 um í læknadeild og 56 í sjúkraþjálfun. Þá er mikil aðsókn í íþrótta- og heilsufræði sem flutt var til Reykjavíkur frá Laugarvatni í fyrra. Á hugvísindasviði er íslenska sem annað mál vinsælasta greinin en 440 umsóknir af 1040 bárust um BA-nám eða styttra hagnýtt nám í þeirri námsleið. Þá ber til annarra tíðinda á hugvísindasviði en kennsla í tungumálum við Háskóla Íslands mun nær alfarið fara fram í nývígðri Veröld – húsi Vigdísar á næsta skólaári. Um fjórðungur nýrra nemenda á verkfræði- og náttúruvísindasviði mun svo hefja nám í tölvunarfræði í haust eða um 200 manns. Rétt um 4000 nemendur brautskráðust frá framhaldsskólum landsins síðustu áramót og í vor en ljóst er að nokkur fjöldi þeirra hyggur á háskólanám við HÍ í haust.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira