Viðgerð á nýjum sæstreng kostar yfir hálfan milljarð Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 19:45 Viðgerð á fjögurra ára gömlum sæstreng milli lands og Eyja er talin kosta yfir hálfan milljarð króna. Eitt af stærstu kapalskipum heims var fengið til verksins, sem þykir óvenju flókið, en vonast er til að viðgerð ljúki um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Nils Gústavsson, framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Bilunin varð í byrjun aprílmánaðar í aðalrafstrengnum milli lands og Eyja og var hún staðsett á fimmtíu metra dýpi norðvestan Elliðaeyjar. Þar hefur kapalskipið Isaac Newton unnið að viðgerð undanfarna tíu daga. „Að gera við svona sæstreng er mjög flókið, - eiginlega flóknara heldur en að leggja sæstreng,“ segir Nils.Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Klipptur var 50 metra bútur af strengnum á kaflanum þar sem bilunin er. Síðan er splæst við nýjum 250 metra löngum bút en þessi aukna lengd skýrist af því að samsetningin fer fram í skipinu á yfirborði. Nils áætlar að kostnaður fari yfir 500 milljónir króna. Ekki er vitað hvað olli biluninni en ólíklegt þykir að veiðarfæri hafi farið í hann þar sem hann var ekki slitinn og engar skemmdir hafa sést á ytra borði strengsins. Athygli vekur að hann er aðeins fjögurra ára gamall, lagður árið 2013, en strengurinn var komin úr ábyrgð og því óvíst hvort tjónið fáist bætt. „Við eigum hins vegar eftir að fara yfir hvers eðlis bilunin er og hvort þetta sé einhver framleiðslugalli eða annað,” segir Nils og viðurkennir að mjög þungt sé að fá þennan kostnað í hausinn. Sæstrengur sem lagður var árið 1978 var orðinn ónýtur og hafa Eyjamenn undanfarna tvo mánuði þurft að treysta á sæstreng frá árinu 1962. Flutningsgeta hans er takmörkuð, 7-8 megavött, sem rétt dugar fyrir almenna notendur í Eyjum. Kapalskipið er 12.500 tonn að stærð og 138 metra langt. Herjólfur er 3.350 tonn og 70 metra langur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það þykir lán í óláni að ekki stóð yfir vertíð, sem kallar á mikla raforkunotkun, og veturinn yfirstaðinn en erfitt er að gera við sæstreng nema veður og sjólag séu stillt. En miðað við hversu flókið og tafsamt er að gera við stuttan Vestmannaeyjastreng, það gætu vart talist meðmæli með sæstreng milli Íslands og Bretlandseyja? „Auðvitað er þetta alltaf áhætta með þessa sæstrengi og sérstaklega svona viðgerð úti á hafi er mjög dýr, það er alveg ljóst,” segir Nils. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira
Viðgerð á fjögurra ára gömlum sæstreng milli lands og Eyja er talin kosta yfir hálfan milljarð króna. Eitt af stærstu kapalskipum heims var fengið til verksins, sem þykir óvenju flókið, en vonast er til að viðgerð ljúki um helgina. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Nils Gústavsson, framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Bilunin varð í byrjun aprílmánaðar í aðalrafstrengnum milli lands og Eyja og var hún staðsett á fimmtíu metra dýpi norðvestan Elliðaeyjar. Þar hefur kapalskipið Isaac Newton unnið að viðgerð undanfarna tíu daga. „Að gera við svona sæstreng er mjög flókið, - eiginlega flóknara heldur en að leggja sæstreng,“ segir Nils.Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Klipptur var 50 metra bútur af strengnum á kaflanum þar sem bilunin er. Síðan er splæst við nýjum 250 metra löngum bút en þessi aukna lengd skýrist af því að samsetningin fer fram í skipinu á yfirborði. Nils áætlar að kostnaður fari yfir 500 milljónir króna. Ekki er vitað hvað olli biluninni en ólíklegt þykir að veiðarfæri hafi farið í hann þar sem hann var ekki slitinn og engar skemmdir hafa sést á ytra borði strengsins. Athygli vekur að hann er aðeins fjögurra ára gamall, lagður árið 2013, en strengurinn var komin úr ábyrgð og því óvíst hvort tjónið fáist bætt. „Við eigum hins vegar eftir að fara yfir hvers eðlis bilunin er og hvort þetta sé einhver framleiðslugalli eða annað,” segir Nils og viðurkennir að mjög þungt sé að fá þennan kostnað í hausinn. Sæstrengur sem lagður var árið 1978 var orðinn ónýtur og hafa Eyjamenn undanfarna tvo mánuði þurft að treysta á sæstreng frá árinu 1962. Flutningsgeta hans er takmörkuð, 7-8 megavött, sem rétt dugar fyrir almenna notendur í Eyjum. Kapalskipið er 12.500 tonn að stærð og 138 metra langt. Herjólfur er 3.350 tonn og 70 metra langur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það þykir lán í óláni að ekki stóð yfir vertíð, sem kallar á mikla raforkunotkun, og veturinn yfirstaðinn en erfitt er að gera við sæstreng nema veður og sjólag séu stillt. En miðað við hversu flókið og tafsamt er að gera við stuttan Vestmannaeyjastreng, það gætu vart talist meðmæli með sæstreng milli Íslands og Bretlandseyja? „Auðvitað er þetta alltaf áhætta með þessa sæstrengi og sérstaklega svona viðgerð úti á hafi er mjög dýr, það er alveg ljóst,” segir Nils.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Sjá meira