Allt breyst á Íslandi eftir 36 ár í löggunni Snærós Sindradóttir skrifar 16. júní 2017 07:00 Undirskriftum vegna uppsagnarinnar var skilað til dómsmálaráðuneytisins í gær. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri veitti þeim viðtöku. Vísir/Eyþór Tæplega 1.200 undirskriftum var í gær skilað til dómsmálaráðuneytisins þar sem brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er mótmælt. Kristján verður 63 ára á árinu en honum var sagt upp eftir 36 ára starf í lögreglunni vegna skipulagsbreytinga. Lögreglumönnum ber skylda til að fara á eftirlaun 65 ára. „Ég hef talað við stéttarfélagið sem segir að þetta gæti þýtt 16 prósenta skerðingu á eftirlaunum. Það gæti þýtt svona 70-80 þúsund krónur á mánuði. Ef ég lifi í svona 25 til 30 ár eftir 65 ára aldurinn þá eru það eitthvað um 25 til 30 milljónir,“ segir Kristján. Vegna skyldu lögreglumanna til að hætta 65 ára fá þeir lífeyrisréttindi sín uppreiknuð eins og þeir hætti um sjötugt, eins og aðrir ríkisstarfsmenn, og eru auk þess reiknaðir upp um tvo flokka. Uppsögnin þýðir að Kristján missir þessi réttindi. „Ég hef haldið mig alveg til hlés. Það eru menn að vinna í þessu og ekki eðlilegt að ég hafi sterkar skoðanir á meðan. Svo kemur þetta bara í ljós.“ Kristján hefur verið lögreglumaður á Blönduósi í 36 ár. Hann segir bókstaflega allt í íslensku samfélagi hafa breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað við löggæslu. „Lögreglustarfið hefur breyst alveg óskaplega mikið. Þetta er allt annað starf en það var. Þegar ég byrjaði var þetta útkallslögregla sem kallað var til vegna óhappa. Nú er þetta alls konar vinna sem þarf að sinna dagsdaglega til viðbótar við að sinna útköllum.“ Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn á Blönduósi. Mynd/aðsendHann segir starfið skemmtilegt. „Já, það er mjög tilbreytingaríkt. Þú veist aldrei hvað gerist á morgun eða hvað gerist á næsta klukkutímanum. Svo er auðvitað misjafnt hvernig menn höndla svona álag.“ Breytingar á Blönduósi hafa sömuleiðis orðið miklar á 36 árum. Blönduóslögreglan er auðvitað alræmd fyrir virkt eftirlit með hraðakstri. „Ég hef séð vegina fara úr holóttum malarvegum í vegi þar sem er hægt að keyra hratt og umferðina aukast úr því að vera einn og einn bíll í það að vera samfelld.“ Skemmtanahald sveitunga í Austur-Húnavatnssýslu hefur sömuleiðis breyst. „Sveitaböllin eru næstum liðin tíð en voru aðalskemmtanirnar hér á árum áður. En það voru engin átök fyrir okkur að sinna sveitaböllum. Það hefur bara svo margt breyst varðandi skemmtanahald með bjórnum og pöbbum.“ Landssamband lögreglumanna er að skoða réttindi Kristjáns. Á meðan sinnir hann áhugamálunum. „Ég er mikið frammi í sveit. Þar á ég nokkur hross sem ég dunda við og það er frábært.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Tæplega 1.200 undirskriftum var í gær skilað til dómsmálaráðuneytisins þar sem brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er mótmælt. Kristján verður 63 ára á árinu en honum var sagt upp eftir 36 ára starf í lögreglunni vegna skipulagsbreytinga. Lögreglumönnum ber skylda til að fara á eftirlaun 65 ára. „Ég hef talað við stéttarfélagið sem segir að þetta gæti þýtt 16 prósenta skerðingu á eftirlaunum. Það gæti þýtt svona 70-80 þúsund krónur á mánuði. Ef ég lifi í svona 25 til 30 ár eftir 65 ára aldurinn þá eru það eitthvað um 25 til 30 milljónir,“ segir Kristján. Vegna skyldu lögreglumanna til að hætta 65 ára fá þeir lífeyrisréttindi sín uppreiknuð eins og þeir hætti um sjötugt, eins og aðrir ríkisstarfsmenn, og eru auk þess reiknaðir upp um tvo flokka. Uppsögnin þýðir að Kristján missir þessi réttindi. „Ég hef haldið mig alveg til hlés. Það eru menn að vinna í þessu og ekki eðlilegt að ég hafi sterkar skoðanir á meðan. Svo kemur þetta bara í ljós.“ Kristján hefur verið lögreglumaður á Blönduósi í 36 ár. Hann segir bókstaflega allt í íslensku samfélagi hafa breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað við löggæslu. „Lögreglustarfið hefur breyst alveg óskaplega mikið. Þetta er allt annað starf en það var. Þegar ég byrjaði var þetta útkallslögregla sem kallað var til vegna óhappa. Nú er þetta alls konar vinna sem þarf að sinna dagsdaglega til viðbótar við að sinna útköllum.“ Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn á Blönduósi. Mynd/aðsendHann segir starfið skemmtilegt. „Já, það er mjög tilbreytingaríkt. Þú veist aldrei hvað gerist á morgun eða hvað gerist á næsta klukkutímanum. Svo er auðvitað misjafnt hvernig menn höndla svona álag.“ Breytingar á Blönduósi hafa sömuleiðis orðið miklar á 36 árum. Blönduóslögreglan er auðvitað alræmd fyrir virkt eftirlit með hraðakstri. „Ég hef séð vegina fara úr holóttum malarvegum í vegi þar sem er hægt að keyra hratt og umferðina aukast úr því að vera einn og einn bíll í það að vera samfelld.“ Skemmtanahald sveitunga í Austur-Húnavatnssýslu hefur sömuleiðis breyst. „Sveitaböllin eru næstum liðin tíð en voru aðalskemmtanirnar hér á árum áður. En það voru engin átök fyrir okkur að sinna sveitaböllum. Það hefur bara svo margt breyst varðandi skemmtanahald með bjórnum og pöbbum.“ Landssamband lögreglumanna er að skoða réttindi Kristjáns. Á meðan sinnir hann áhugamálunum. „Ég er mikið frammi í sveit. Þar á ég nokkur hross sem ég dunda við og það er frábært.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira