Þroskaskertur maður að endingu dæmdur í 18 mánaða fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 15:53 Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt mann, sem metinn var þroskaskertur af geðlækni, í 18 mánaða fangelsi. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Málinu var skotið til Hæstaréttar 10. Janúar 2017 en dómur Héraðsdóms hafði verið kveðinn upp nokkrum dögum áður. Þar var manninum ekki gert að sæta refsingu vegna brota sinna. Maðurinn var sakfelldur fyrir tvö ránsbrot, tilraun til ráns og þjófnaðarbrot. Með brotum sínum rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júní 2014 þar sem hann var dæmdur í 30 daga fangelsi. Var sá dómur tekinn upp og refsing mannsins ákveðin í einu lagi fyrir bæði málin í Hæstarétti. Maðurinn hlaut ekki refsingu fyrir þessi brot í Héraðsdómi en Hæstiréttur dæmdi hann til að sæta fangelsi í 18 mánuði fyrir brotin.Tekið tillit til þroskahömlunar mannsins í dómi Héraðsdóms Í dómnum kemur fram að litið hafi verið til þess að brotin, sem rufu skilorð yfir manninum, hefðu verið alvarleg og ófyrirleitin en maðurinn hefði ýmist verið vopnaður hnífi eða hamri. Þá var einnig tekið tillit til þess að hann hefði gefið sig fram að fyrra bragði við lögreglu og játað brot sín skýlaust. Í niðurstöðu geðheilbrigðismats frá því í nóvember síðastliðnum kemur fram að ákærði sé greindur með væga þroskaskerðingu og að greind hans svari til vitsmunaþroska 12 ára barns. Í dómi Héraðsdóms var tekið tillit til þessarar þroskahömlunar og mat dómsins að refsing bæri ekki árangur í tilfelli ákærða. Hæstiréttur staðfesti hins vegar sakfellingu yfir manninum og hann því dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði. Vegna andlegra haga ákærða er þó til þess að líta að Fangelsismálastofnun getur, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Þá var manninum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt mann, sem metinn var þroskaskertur af geðlækni, í 18 mánaða fangelsi. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Málinu var skotið til Hæstaréttar 10. Janúar 2017 en dómur Héraðsdóms hafði verið kveðinn upp nokkrum dögum áður. Þar var manninum ekki gert að sæta refsingu vegna brota sinna. Maðurinn var sakfelldur fyrir tvö ránsbrot, tilraun til ráns og þjófnaðarbrot. Með brotum sínum rauf hann skilorð dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. júní 2014 þar sem hann var dæmdur í 30 daga fangelsi. Var sá dómur tekinn upp og refsing mannsins ákveðin í einu lagi fyrir bæði málin í Hæstarétti. Maðurinn hlaut ekki refsingu fyrir þessi brot í Héraðsdómi en Hæstiréttur dæmdi hann til að sæta fangelsi í 18 mánuði fyrir brotin.Tekið tillit til þroskahömlunar mannsins í dómi Héraðsdóms Í dómnum kemur fram að litið hafi verið til þess að brotin, sem rufu skilorð yfir manninum, hefðu verið alvarleg og ófyrirleitin en maðurinn hefði ýmist verið vopnaður hnífi eða hamri. Þá var einnig tekið tillit til þess að hann hefði gefið sig fram að fyrra bragði við lögreglu og játað brot sín skýlaust. Í niðurstöðu geðheilbrigðismats frá því í nóvember síðastliðnum kemur fram að ákærði sé greindur með væga þroskaskerðingu og að greind hans svari til vitsmunaþroska 12 ára barns. Í dómi Héraðsdóms var tekið tillit til þessarar þroskahömlunar og mat dómsins að refsing bæri ekki árangur í tilfelli ákærða. Hæstiréttur staðfesti hins vegar sakfellingu yfir manninum og hann því dæmdur til að sæta fangelsi í 18 mánuði. Vegna andlegra haga ákærða er þó til þess að líta að Fangelsismálastofnun getur, að undangengnu sérfræðiáliti, leyft að fangi sé vistaður um stundarsakir eða allan refsitímann á heilbrigðis- eða meðferðarstofnun. Þá var manninum einnig gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira