„Þjóðfélag sem sinnir ekki börnunum sínum er ekki gott þjóðfélag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 14:16 Bergur Þór Ingólfsson flutti Grímuverðlaunagestum sterk skilaboð í þakkarræðu sinni. Vísir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Bláa hnattarins og faðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, eins brotaþola í máli Roberts Downey, telur að við þurfum nýja stjórnarskrá og umbætur í kerfinu. Þetta sagði hann þegar hann tók við Grímuverðlaunum fyrir barnasýningu ársins, Bláa hnöttinn. Robert Downey missti lögmannsréttindi eftir að hafa hlotið dóm fyrir að hafa beitt fjórar stúlkur kynferðisofbeldi. Úrskurður Hæstaréttar um að veita Roberti uppreist æru hefur hlotið mikla gagnrýni og beinir Bergur spjótum sínum að meðferð þessa máls í þakkarræðu sinni.„Ef við stöndum frammi fyrir röngum lögum og röngum gjörðum þá breytum við því. Við fáum nýja stjórnarskrá svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir lög sem hann sér ekki einu sinni.“ Þetta sagði Bergur sem vísar þarna í málflutning Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands, sem sagðist í samtali við Stöð 2 vera ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum sem forseti:„Þann 16. september í fyrra fékk ég fjórar svona beiðnir. Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.” Auk þess að nefna mál þetta gerði Bergur Þór börn að umfjöllunarefni sínu sem er einkar viðeigandi þar sem hann tók við verðlaunum fyrir barnaleikrit ársins eins og áður sagði. „Við þurfum að sinna börnunum okkar. Þjóðfélag sem sinnir ekki börnunum sínum er ekki gott þjóðfélag. Það er ekki göfugt þjóðfélag. Ef við ætlum að vera fallegt þjóðfélag þá sinnum við börnunum fyrst og þeim sem minnst mega sín.“ Grímuverðlaunin voru haldin í gær við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Hátíðin var í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu. Tengdar fréttir Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Bláa hnattarins og faðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, eins brotaþola í máli Roberts Downey, telur að við þurfum nýja stjórnarskrá og umbætur í kerfinu. Þetta sagði hann þegar hann tók við Grímuverðlaunum fyrir barnasýningu ársins, Bláa hnöttinn. Robert Downey missti lögmannsréttindi eftir að hafa hlotið dóm fyrir að hafa beitt fjórar stúlkur kynferðisofbeldi. Úrskurður Hæstaréttar um að veita Roberti uppreist æru hefur hlotið mikla gagnrýni og beinir Bergur spjótum sínum að meðferð þessa máls í þakkarræðu sinni.„Ef við stöndum frammi fyrir röngum lögum og röngum gjörðum þá breytum við því. Við fáum nýja stjórnarskrá svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir lög sem hann sér ekki einu sinni.“ Þetta sagði Bergur sem vísar þarna í málflutning Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands, sem sagðist í samtali við Stöð 2 vera ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum sem forseti:„Þann 16. september í fyrra fékk ég fjórar svona beiðnir. Ég fæ engan rökstuðning, engin fylgigögn, einungis nafn og lengd dóms.” Auk þess að nefna mál þetta gerði Bergur Þór börn að umfjöllunarefni sínu sem er einkar viðeigandi þar sem hann tók við verðlaunum fyrir barnaleikrit ársins eins og áður sagði. „Við þurfum að sinna börnunum okkar. Þjóðfélag sem sinnir ekki börnunum sínum er ekki gott þjóðfélag. Það er ekki göfugt þjóðfélag. Ef við ætlum að vera fallegt þjóðfélag þá sinnum við börnunum fyrst og þeim sem minnst mega sín.“ Grímuverðlaunin voru haldin í gær við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Hátíðin var í beinni útsendingu á Ríkisútvarpinu.
Tengdar fréttir Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18