Fundu kjálkabein af manni í fjöruborðinu: „Strákurinn minn var fyrst bara að leika sér með þetta“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 13:00 Álfheiður segir að þeim hafi brugðið þegar þau áttuðu sig á því að beinið var úr manni. Álfheiður Gunnsteinsdóttir Álfheiður Gunnsteinsdóttir var í fjöruferð ásamt manni sínum og syni síðastliðinn föstudag í Borgarnesi þegar þau rákust á heldur óvenjulegan grip í fjöruborðinu. Um var að ræða kjálkabein af manni.Lék sér að beini „Við vorum að veiða beint fyrir neðan Hafnarfjallið. Ég og litli strákurinn minn vorum að rölta og skoða steina og tína krabba og rákumst á þetta. Strákurinn minn var fyrst bara að leika sér með þetta og var að reyna að ná tönnunum úr og ég fattaði þetta ekki fyrst hvað þetta var. Þetta voru tveir heilir jaxlar,“ segir Álfheiður í samtal við Vísi. Álfheiður tók kjálkann með sér heim og skoðaði hann daginn eftir. „Ég ætlaði að fullvissa mig að þetta væri örugglega úr manni. En það fer ekkert á milli mála þegar maður fer að skoða þetta,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að þeim hafi brugðið þegar þau áttuðu sig á því að beinið var úr manni. „Það er bara vonandi að það finnist út hver á þessi bein,“ segir Álfheiður.Gamall kjálki „Við höldum að þetta sé kjálki af manni og virðist vera gamall. Það er eiginlega það eina sem við vitum. Hann er mikið slitinn, búinn að velkjast greinilega lengi,“ segir Jón Ólafsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Kjálkinn verður sendur í greiningu hjá Kennslanefnd. Ekki er vitað hvenær niðurstöðu er að vænta frá nefndinni. Hvort að kjálkinn tengist mannshvarfi sé hins vegar erfitt að segja. Hann telur þó að ef svo sé þá sé um að ræða gamalt mál. Jón segir fundur sem þessi sé ekki algengur. Búist er við því að svæðið verði skoðað nánar og athugað hvort að fleiri bein finnist. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Álfheiður Gunnsteinsdóttir var í fjöruferð ásamt manni sínum og syni síðastliðinn föstudag í Borgarnesi þegar þau rákust á heldur óvenjulegan grip í fjöruborðinu. Um var að ræða kjálkabein af manni.Lék sér að beini „Við vorum að veiða beint fyrir neðan Hafnarfjallið. Ég og litli strákurinn minn vorum að rölta og skoða steina og tína krabba og rákumst á þetta. Strákurinn minn var fyrst bara að leika sér með þetta og var að reyna að ná tönnunum úr og ég fattaði þetta ekki fyrst hvað þetta var. Þetta voru tveir heilir jaxlar,“ segir Álfheiður í samtal við Vísi. Álfheiður tók kjálkann með sér heim og skoðaði hann daginn eftir. „Ég ætlaði að fullvissa mig að þetta væri örugglega úr manni. En það fer ekkert á milli mála þegar maður fer að skoða þetta,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að þeim hafi brugðið þegar þau áttuðu sig á því að beinið var úr manni. „Það er bara vonandi að það finnist út hver á þessi bein,“ segir Álfheiður.Gamall kjálki „Við höldum að þetta sé kjálki af manni og virðist vera gamall. Það er eiginlega það eina sem við vitum. Hann er mikið slitinn, búinn að velkjast greinilega lengi,“ segir Jón Ólafsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Kjálkinn verður sendur í greiningu hjá Kennslanefnd. Ekki er vitað hvenær niðurstöðu er að vænta frá nefndinni. Hvort að kjálkinn tengist mannshvarfi sé hins vegar erfitt að segja. Hann telur þó að ef svo sé þá sé um að ræða gamalt mál. Jón segir fundur sem þessi sé ekki algengur. Búist er við því að svæðið verði skoðað nánar og athugað hvort að fleiri bein finnist.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira