Lífið

Ætla endurvekja 80's tískuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Famous Seamus og Sean Tastic eru miklir meistarar.
Famous Seamus og Sean Tastic eru miklir meistarar.
Famous Seamus og Sean Tastic frá Cork á Englandi mættu í síðasta þátt af Britains Got Talent og fóru heldu betur á kostum. Þeir hafa eitt markmið og það er að koma tískunni frá níunda áratuginum aftur inn.

Mennirnir eru 35 og 36 ára og mættu með flott dansatriði sem hitti í mark hjá áhorfendum í sal.

Grínið náði í gegn og kunna drengirnir einnig að dansa eins og þeir eigi aðeins einn dag eftir ólifað.

Hér að neðan má sjá atriðið skemmtilega en allir dómararnir nema Simon Cowell hentum þeim áfram í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×