Lífið

Jamie Foxx heitir ekki Jamie Foxx

Stefán Árni Pálsson skrifar
Foxx er frábær leikari.
Foxx er frábær leikari.
Það þekkist vel að Hollywood-stjörnurnar breyti um nöfn til að passa upp á ímyndina. Vin Diesel heitir til að mynda Mark Sinclair og er það mun ósöluvænna nafn.

The Rock heitir síðan Dwayne Johnson og eru dæmin fjölmörg. Umræða skapaðist aftur á móti um leikarann Jamie Foxx á Twitter á dögunum og kom þá í ljós að hann heitir í raun ekki Jamie Fox.

Fox heitir í raun Eric Marlon Bishop en frá þessu er greint á vefsíðunni Distractify.

Tístarar voru margir hverjir miður sín við fréttirnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×