Lífið

Carolyn Hartz er á áttræðisaldri og lítur út eins og ofurfyrirsæta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg kona.
Ótrúleg kona.
Carolyn Hartz hætti að borða sykur fyrir 28 árum og breytti hún algjörlega um lífstíl.

Hún sér væntanlega ekki eftir því en líklega eru ekki til margar konur á áttræðisaldri sem líta eins vel út. Hún segist hafa verið háð sykri og súkkulaði á sínum tíma og verið í vandræðum með að láta slíkt vera.

Hartz er þriggja barna móðir frá Perth í Ástralíu og var hún í viðtali við Daily Mail á dögunum. Hartz er sjötíu ára gömul og lítur í raun út eins og ofurfyrirsæta.

„Það eru margar konur sem halda að það sé hreinlega ekki hægt að halda sér í formi þegar komið er fram yfir fimmtugt,“ segir Hartz.

„Það er ljóst að það hægist á allri líkamsstarfsemi eftir því sem við eldumst, en það þýðir bara að við þurfum að setjast í bílstjórasætið og taka heilsusamlegar ákvarðarnir. Ég tel að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að hugsa út í allt sem við setjum ofan í okkur.“

Hartz segist sofa átta klukkustundir á hverjum degi og það sé einnig mjög mikilvægt.

„Ég hugleiði einnig á hverjum degi. Það þýðir að ég þarf að fara á fætur hálftíma fyrr en ég græði svo ótrúlega mikið á því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×