Lífið

Allir ofurspenntir fyrir nýjasta tölublaði HA

Guðný Hrönn skrifar
Helga Páley, Tanja Huld og Júlía.
Helga Páley, Tanja Huld og Júlía. Mynd/ Ragna Margrét Guðmundsdóttir.
HA er tímarit sem fjallar um íslenska hönnun og arkitektúr, Tímaritið er gefið út tvisvar á ári á íslensku og ensku.Mynd/Ragna Margrét
Í seinustu viku var vorútgáfu tímaritsins HA fagnað í Hönnunarmiðstöð Íslands. Fullt var út úr dyrum og glatt á hjalla enda fólk búið að bíða spennt eftir þessu nýjasta tölublaði.

„Blaðið er ekki bara fagurt á að líta heldur líka vandað, fræðandi og skemmtilegt en það var mál manna að þetta væri flottasta útgáfan til þessa.“

„Fyndnast var þó að fylgjast með grafísku hönnuðunum sem struku og þefuðu af blaðinu á nánast pervertískan hátt,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð Íslands.

Ólöf segir mikið stuð hafa verið í opnunarhófinu í seinustu viku. „Það er alltaf mikill fögnuður að koma HA blaðinu út, því var mikil gleði í loftinu enda gífurleg vinna sem býr að baki útgáfunnar.“

„Til gamans má nefna að túristar klæddir gore-tex frá toppi til táar römbuðu inn í partíið í leit að upplýsingamiðstöð ferðamanna, sáu blaðið, keyptu það og spurðu svo eftir á hvað þetta væri nú eiginlega. Má þar af leiðandi álykta að forsíðan hafi verið það aðlaðandi að þau hafi hugsað bara: „shut up and take my money!“,“ segir Ólöf að lokum.

Auður Ómarsdóttir og Sigrún Ásta voru hressar.Mynd/Ragna Margrét
.

Kristján, Loji og Helga voru í stuði.Mynd/Ragna Margrét
Kitty Von Sometime lét sig ekki vanta.Mynd/Ragna Margrét
Ási Már og Eygló.Mynd/Ragna Margrét
Stefán Svan var sáttur með sitt eintak.Mynd/Ragna Margrét





Fleiri fréttir

Sjá meira


×