Lífið

Litháar krýndu fljótasta smábarnið

Atli Ísleifsson skrifar
Koma svo!
Koma svo! Vísir/afp
Mykolas Pociunas, tíu mánaða, var á fimmtudaginn krýndur fljótasta smábarn Litháen í árlegri skriðkeppni sem haldin er í höfuðborginni Vilnius tilefni alþjóðlegs dags barna.

Foreldrar beittu ýmsum brögðum til að auka skriðhraða barna sinna, meðal annars með því að bjóða þeim að komast í leikföng, snuddur og farsíma foreldra sinna hinum megin endalínu brautarinnar.

Mykolas litli kláraði brautina á ellefu sekúndum og voru það Legókubbar sem hjálpuðu til við að landa sigrinum.

Alls tóku 25 börn þátt í keppninni, en brautin var fimm metra löng. Sum börnin skildu keppnisskapið þó eftir heima og voru ekkert að flýta sér til foreldranna og settust þess í stað á miðri brautinni til að fylgjast með öllum þeim sem hvöttu börnin áfram.

Keppnin var fyrst haldin árið 1999 og eru keppendur allir á aldrinum níu til tólf mánaða.

Sjá má myndband BBC frá keppninni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×