Lífið

Bein útsending: Gummi Ben lýsir fúsballleik kvennalandsliðsins og KF Mjöðm

Atli Ísleifsson skrifar
Gummi Ben mun lýsa fúsballleik íslenska kvennalandsliðsins og KF Mjaðmar sem sýndur verður í beinni útsendingu frá KEX Hosteli klukkan 14. Viðburðurinn er haldinn í tilefni af Degi rauða nefs UNICEF.

Fyrir leikinn mun Högni Egilsson flytja þjóðsönginn og í leikhléi munu þeir félagar Pétur Marteinsson og Haukur Harðarsson fara vandlega yfir leikinn.

Þær Sandra Sigurðardóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Lára Kristín Pedersen munu keppa fyrir hönd landsliðsins, en fyrir KF Mjöðm keppa meðal annars þeir Högni Egilsson, Sindri „Sin Fang“ Már Sigfússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Halldór Armand rithöfundur, Hilmar Guðjónsson leikari, Örvar Smárason, og fleiri.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Kl 14:00 - Högni syngur þjóðsönginn.

Kl 14:10 - Leikurinn hefst.

Kl 14:20 - Hálfleikur: Kött Grá Pjé frumflytur live lag dags rauða nefsins. Leikgreinar greina leikinn ...

Kl 14:35 - Seinni hálfleikur hefst.

Kl 15:00 - Verðlaunaafhending og áframhaldandi fjör í portinu.

Viðburðurinn er haldinn í tengslum við dag rauða nefsins, sem UNICEF stendur fyrir. Dagur rauða nefsins er stærsti viðburður ársins hjá UNICEF á Íslandi og nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV 9. júní, þar sem grínistar, leikarar, tónlistarmenn og fjölmiðlafólk búa til ógleymanlegt kvöld og skora á áhorfendur að hjálpa börnum og gerast heimsforeldrar UNICEF.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×