Breyttar aðstæður til veiða í Andakílsá Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. júní 2017 07:00 Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar Allar líkur eru á að aðstæður til veiða í Andakílsá verði gjörbreyttar og erfiðar í sumar. Mun ásýnd árinnar, og ímynd hennar í huga veiðimanna, jafnframt breytast. Þetta kemur fram í bréfi Orku náttúrunnar til Umhverfisstofnunar. Þar er rakin atburðarás sem leiddi til þess að mikið af seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar fór niður í farveg árinnar upp úr miðjum maí. Í fyrstu var talið að um fjögur til fimm þúsund tonn af seti hefðu farið í farveg árinnar, en sérfræðingar telja nú að magnið sé fimmtán til átján þúsund tonn. Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar, segir verkefnahóp hafa verið settan á fót undir lok maí til að meta hvaða aðgerðir skynsamlegast sé að ráðast í til þess að takmarka áhrif aurburðarins á lífríki árinnar. Hópurinn hefur gert mælingar í ánni og munu niðurstöður liggja fyrir bráðlega, að sögn Eiríks. Á grundvelli þeirra mun hópurinn ákveða hvort grípa eigi til aðgerða til að flýta fyrir að setið skolist úr ánni. Andakílsá framleiðir gönguseiði mest á þremur árum. Í bréfinu segir að allar líkur séu á að yngsti árgangurinn, þ.e. hrygningin síðasta haust, hafi að stærstum hluta misfarist. Þá hafi væntanlega orðið gríðarleg afföll á eldri árgöngum laxaseiða. Fyrirtækið mun leggja sig í líma við að hreinsa ána og umhverfi hennar sem best og svo fljótt sem verða má. Fyrirtækið lýsir fullri ábyrgð á atvikinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Allar líkur eru á að aðstæður til veiða í Andakílsá verði gjörbreyttar og erfiðar í sumar. Mun ásýnd árinnar, og ímynd hennar í huga veiðimanna, jafnframt breytast. Þetta kemur fram í bréfi Orku náttúrunnar til Umhverfisstofnunar. Þar er rakin atburðarás sem leiddi til þess að mikið af seti úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar fór niður í farveg árinnar upp úr miðjum maí. Í fyrstu var talið að um fjögur til fimm þúsund tonn af seti hefðu farið í farveg árinnar, en sérfræðingar telja nú að magnið sé fimmtán til átján þúsund tonn. Eiríkur Hjálmarsson, talsmaður Orku náttúrunnar, segir verkefnahóp hafa verið settan á fót undir lok maí til að meta hvaða aðgerðir skynsamlegast sé að ráðast í til þess að takmarka áhrif aurburðarins á lífríki árinnar. Hópurinn hefur gert mælingar í ánni og munu niðurstöður liggja fyrir bráðlega, að sögn Eiríks. Á grundvelli þeirra mun hópurinn ákveða hvort grípa eigi til aðgerða til að flýta fyrir að setið skolist úr ánni. Andakílsá framleiðir gönguseiði mest á þremur árum. Í bréfinu segir að allar líkur séu á að yngsti árgangurinn, þ.e. hrygningin síðasta haust, hafi að stærstum hluta misfarist. Þá hafi væntanlega orðið gríðarleg afföll á eldri árgöngum laxaseiða. Fyrirtækið mun leggja sig í líma við að hreinsa ána og umhverfi hennar sem best og svo fljótt sem verða má. Fyrirtækið lýsir fullri ábyrgð á atvikinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira