Assange áfram í sendiráðinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. maí 2017 07:00 Assange flutti ávarp af svölum sendiráðs Ekvador í gær. vísir/epa Sænsk saksóknaryfirvöld ákváðu í gær að fella niður rannsókn á meintri nauðgun Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange hefur eytt tæplega fimm árum í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og mögulegt framsal. Yfirvöld í Bretlandi segjast hins vegar munu handtaka Assange fyrir smávægileg brot um leið og hann stígur fæti á breska grund. Þrátt fyrir að Svíar hafi fallið frá saksókn sinni er talið ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráðið. Í Bretlandi bíður hans refsing fyrir að hafa rofið skilyrði lausnar gegn tryggingu og þá vilja bandarísk yfirvöld endilega hafa hendur í hári hans vegna uppljóstrana WikiLeaks. „Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig,“ sagði Assange þegar hann ávarpaði fjölmiðla og aðra sem safnast höfðu saman fyrir utan sendiráð Ekvadors, af svölum sendiráðsins í gær. Það var samróma álit viðstaddra að Svíinn væri fölleitari en áður enda ekki yfirgefið húsið í tæp fimm ár. „Málinu er þó langt frá því að vera lokið. Stríðið, hið raunverulega stríð, er bara rétt að byrja,“ bætti hann við. Hann sagði einnig að WikiLeaks myndi halda áfram að berjast fyrir gagnsæi hjá stjórnvöldum og rétti manna í stafrænum heimi. Í yfirlýsingu frá breskum lögregluyfirvöldum sagði að þar í landi biði Assange refsing vegna vægari brota. Lögreglumönnum í London hefði verið falið að handtaka Svíann ef hann kæmi úr fylgsni sínu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. 19. maí 2017 17:53 Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Sænsk saksóknaryfirvöld ákváðu í gær að fella niður rannsókn á meintri nauðgun Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Assange hefur eytt tæplega fimm árum í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og mögulegt framsal. Yfirvöld í Bretlandi segjast hins vegar munu handtaka Assange fyrir smávægileg brot um leið og hann stígur fæti á breska grund. Þrátt fyrir að Svíar hafi fallið frá saksókn sinni er talið ólíklegt að Assange yfirgefi sendiráðið. Í Bretlandi bíður hans refsing fyrir að hafa rofið skilyrði lausnar gegn tryggingu og þá vilja bandarísk yfirvöld endilega hafa hendur í hári hans vegna uppljóstrana WikiLeaks. „Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig,“ sagði Assange þegar hann ávarpaði fjölmiðla og aðra sem safnast höfðu saman fyrir utan sendiráð Ekvadors, af svölum sendiráðsins í gær. Það var samróma álit viðstaddra að Svíinn væri fölleitari en áður enda ekki yfirgefið húsið í tæp fimm ár. „Málinu er þó langt frá því að vera lokið. Stríðið, hið raunverulega stríð, er bara rétt að byrja,“ bætti hann við. Hann sagði einnig að WikiLeaks myndi halda áfram að berjast fyrir gagnsæi hjá stjórnvöldum og rétti manna í stafrænum heimi. Í yfirlýsingu frá breskum lögregluyfirvöldum sagði að þar í landi biði Assange refsing vegna vægari brota. Lögreglumönnum í London hefði verið falið að handtaka Svíann ef hann kæmi úr fylgsni sínu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. 19. maí 2017 17:53 Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Assange ýjar að því að hann verði áfram í sendiráði Ekvador í London Julian Assange, stofnandi Wikileaks, flutti ávarp á svölum sendiráðs Ekvadors í London síðdegis en yfirvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að nauðgunarkæra gegn honum sem lögð fram árið 2010 hefði verið látin niður falla. 19. maí 2017 17:53
Svíar hættir að eltast við Assange Hafa fellt niður rannsókn á meintri nauðgun Assange. 19. maí 2017 10:15