Lífið

Auddi grét úr hræðslu í hæsta teygjustökki heims

Stefán Árni Pálsson skrifar

Auðunn Blöndal hefur án efa aldrei á ævi sinni verið eins hræddur og í síðasta þætti af Asíska drauminum en þá stökk hann fram af Macau-turninum í Kína.

Áskorunin sem hann varð að taka var að stökkva niður 233 metra í teygjustökki. Hæðin er gríðarlega á toppinum og áttu bæði Auddi og Steindi að skella sér niður.

Steindi gat hreinlega ekki stokkið, en hann var kominn í allar græjur og varð einfaldlega að hætta við.

Auddi stökk og hefur hann aldrei á ævi sinni verið eins hræddur. Hann grét á leiðninni niður.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.