Karla að borðinu til að stöðva kynlífsþrælkun 23. maí 2017 07:00 Um 700 þúsund manns eru seld kynlífsmansali í Evrópu. 95 prósent þeirra eru konur og börn. Nordicphotos/AFP „Nýjustu tölur benda til að tæplega átta prósent sænskra karla hafi keypt vændi einu sinni eða oftar. Í mörgum löndum er hlutfallið hærra. Í Þýskalandi hafa 25 prósent karla keypt sér vændi,“ segir Klas Hyllander, sænskur sérfræðingur í kynjajafnrétti og því hvernig koma megi í veg fyrir ofbeldi gegn konum. „Langtímamarkmiðið er einfaldlega að stoppa eftirspurnina. Til þess þurfum við lagasetningar og aðkomu lögreglu, félagsþjónustu og skólakerfis.“ Rannsóknir bendi til að hlutfall karla sem kaupa vændi hafi lækkað í Svíþjóð eftir lagasetningu sem banni vændiskaup. Hyllander er staddur hér á landi og stýrir pallborðsumræðum og vinnustofu á Barbershop-ráðstefnunni sem haldin er af utanríkisráðuneytinu í dag. Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu og í ár er þemað tengt mansali. Tilgangur ráðstefnunnar er að ná til karla í umræðu um jafnréttismál. Ráðstefnan stendur yfir frá níu til fjögur í Norræna húsinu.Klas Hyllander sérfræðingur í vörnum gegn ofbeldi gegn konum.vísir/eyþórTölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til að um 700 þúsund manns séu seld kynlífsmansali í Evrópu. Talið er að 95 prósent fórnarlamba kynlífsmansals séu börn og konur. Hyllander segir að lykillinn að því að uppræta mansal sé að stöðva eftirspurnina eftir vændi. Sú vinna þurfi að liggja dýpra en verið hefur og ná alveg niður í kjarna hugmynda samfélags um karlmennsku. „Það er mikilvægt að karlmenn átti sig á því að kynjamálefni varða líf þeirra. Við þurfum að breyta þeirri hugmynd að karlmennsku fylgi einhvers konar stjórn yfir öðrum,“ segir Hyllander. „Sænsk samtök sem heita KAST bjóða körlum sem kaupa vændi aðstoð við að hætta því. Þar hefur komið í ljós að vændiskaupendur nota vændi til að tækla aðrar erfiðar tilfinningar, t.d. streitu. Þeir kaupa aðgang að líkama annarra til að upplifa vald og tappa af neikvæðum tilfinningum. Við eigum að geta unnið með þessar tilfinningar,“ segir hann. Hyllander segir karlmenn marga hverja styðja jafnrétti kynjanna að fullu en þegar talað sé um málefni kynjanna sé sjálfkrafa hugsað um það sem málefni kvenna. Það vanti að karlmenn stígi upp og ræði þann anga umræðunnar sem snúi að þeim. „Við áttum okkur oft ekki á því að sömu hlutir og gefa körlum vald og forréttindi geta líka verið mjög skaðlegir körlum. Úti um allan heim eru karlmenn líklegri til sjálfsvíga, líklegri til að lenda í slysum og ánetjast vímuefnum. Sú hugmynd virðist ríkja um allan heim að það sé ekki samfélagslega viðurkennt af karlmönnum að sýna veikleika og tala um tilfinningar sem leiðir til þess að karlmenn leita sér ekki aðstoðar við geðrænum vanda. Það leiðir okkur að neikvæðri hegðun karla sem bitnar svo á konum.“ Hann segir umfangsmiklar rannsóknir í Svíþjóð benda til þess að heilbrigðisstarfsfólk þekki ekki einkenni þunglyndis hjá körlum. „Í Svíþjóð erum við með ungmennahús þar sem ungt fólk getur sótt sér kynfræðslu, aðstoð við geðrænum vanda og fleira. Stelpur eru níu af hverjum tíu sem sækja í þessa þjónustu. Strákarnir mæta hreinlega ekki og það er stóra vandamálið.“ Staðreyndir um mansal 54 % af mansali í heiminum er kynlífsþrælkun 71 % mansalsfórnarlamba eru konur og stúlkur 63 % af þeim sem selja annað fólk mansali eru karlar, 37 % eru konur 28 % mansalsfórnarlamba eru börn 66 % mansalsfórnarlamba í Evrópu eru seld kynlífsþrælkun. Það er langhæsta hlutfallið miðða við önnur landsvæði. *Tölur fengnar frá skýrslu UNODC fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu SÞ frá árinu 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
„Nýjustu tölur benda til að tæplega átta prósent sænskra karla hafi keypt vændi einu sinni eða oftar. Í mörgum löndum er hlutfallið hærra. Í Þýskalandi hafa 25 prósent karla keypt sér vændi,“ segir Klas Hyllander, sænskur sérfræðingur í kynjajafnrétti og því hvernig koma megi í veg fyrir ofbeldi gegn konum. „Langtímamarkmiðið er einfaldlega að stoppa eftirspurnina. Til þess þurfum við lagasetningar og aðkomu lögreglu, félagsþjónustu og skólakerfis.“ Rannsóknir bendi til að hlutfall karla sem kaupa vændi hafi lækkað í Svíþjóð eftir lagasetningu sem banni vændiskaup. Hyllander er staddur hér á landi og stýrir pallborðsumræðum og vinnustofu á Barbershop-ráðstefnunni sem haldin er af utanríkisráðuneytinu í dag. Ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Eystrasaltsráðinu og í ár er þemað tengt mansali. Tilgangur ráðstefnunnar er að ná til karla í umræðu um jafnréttismál. Ráðstefnan stendur yfir frá níu til fjögur í Norræna húsinu.Klas Hyllander sérfræðingur í vörnum gegn ofbeldi gegn konum.vísir/eyþórTölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til að um 700 þúsund manns séu seld kynlífsmansali í Evrópu. Talið er að 95 prósent fórnarlamba kynlífsmansals séu börn og konur. Hyllander segir að lykillinn að því að uppræta mansal sé að stöðva eftirspurnina eftir vændi. Sú vinna þurfi að liggja dýpra en verið hefur og ná alveg niður í kjarna hugmynda samfélags um karlmennsku. „Það er mikilvægt að karlmenn átti sig á því að kynjamálefni varða líf þeirra. Við þurfum að breyta þeirri hugmynd að karlmennsku fylgi einhvers konar stjórn yfir öðrum,“ segir Hyllander. „Sænsk samtök sem heita KAST bjóða körlum sem kaupa vændi aðstoð við að hætta því. Þar hefur komið í ljós að vændiskaupendur nota vændi til að tækla aðrar erfiðar tilfinningar, t.d. streitu. Þeir kaupa aðgang að líkama annarra til að upplifa vald og tappa af neikvæðum tilfinningum. Við eigum að geta unnið með þessar tilfinningar,“ segir hann. Hyllander segir karlmenn marga hverja styðja jafnrétti kynjanna að fullu en þegar talað sé um málefni kynjanna sé sjálfkrafa hugsað um það sem málefni kvenna. Það vanti að karlmenn stígi upp og ræði þann anga umræðunnar sem snúi að þeim. „Við áttum okkur oft ekki á því að sömu hlutir og gefa körlum vald og forréttindi geta líka verið mjög skaðlegir körlum. Úti um allan heim eru karlmenn líklegri til sjálfsvíga, líklegri til að lenda í slysum og ánetjast vímuefnum. Sú hugmynd virðist ríkja um allan heim að það sé ekki samfélagslega viðurkennt af karlmönnum að sýna veikleika og tala um tilfinningar sem leiðir til þess að karlmenn leita sér ekki aðstoðar við geðrænum vanda. Það leiðir okkur að neikvæðri hegðun karla sem bitnar svo á konum.“ Hann segir umfangsmiklar rannsóknir í Svíþjóð benda til þess að heilbrigðisstarfsfólk þekki ekki einkenni þunglyndis hjá körlum. „Í Svíþjóð erum við með ungmennahús þar sem ungt fólk getur sótt sér kynfræðslu, aðstoð við geðrænum vanda og fleira. Stelpur eru níu af hverjum tíu sem sækja í þessa þjónustu. Strákarnir mæta hreinlega ekki og það er stóra vandamálið.“ Staðreyndir um mansal 54 % af mansali í heiminum er kynlífsþrælkun 71 % mansalsfórnarlamba eru konur og stúlkur 63 % af þeim sem selja annað fólk mansali eru karlar, 37 % eru konur 28 % mansalsfórnarlamba eru börn 66 % mansalsfórnarlamba í Evrópu eru seld kynlífsþrælkun. Það er langhæsta hlutfallið miðða við önnur landsvæði. *Tölur fengnar frá skýrslu UNODC fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu SÞ frá árinu 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira