Einkamál Tækniskólans Guðríður Arnardóttir skrifar 10. maí 2017 10:45 Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara, eins og stéttarfélög kennara um allan heim, hefur tekið sér stöðu gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Nú nýlega kom upp á yfirborðið flétta sem hefur verið ofin síðustu mánuði þar sem til stendur að færa Fjölbrautaskólann við Ármúla undir hatt Tækniskólans, skóla atvinnulífsins. Einkavæðing eða einkarekstur? Nú snýst orðhengilshátturinn um hvort verið sé að einkavæða opinbera stofnun eða bara fela einkaaðila rekstur hennar. Ástæða er til að taka fram að í Tækniskólanum starfa bæði stjórnendur og starfsfólk af heilindum og beinist gagnrýni mín ekki að innihaldinu heldur forminu. Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það. En Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans. En það átta sig ekki allir á því að með því að færa skólann til einkaaðila fellur starfsemi hans utan þess ramma og reglna sem gilda um málsmeðferð einstaklinga hjá hinu opinbera. Hið opinbera hefur nefnilega þær skyldur samkvæmt lögum að koma fram við þegna sína málefnalega, af sanngirni og af hlutleysi. Slíkt er rammað inn með stjórnsýslulögum nr. 27/1993. En í einkareknum skóla geta til dæmis hvorki nemendur né kennarar leitað réttar síns til Umboðsmanns Alþingis, telji þeir á sér brotið. Ef svo ber undir, þurfa þeir að leita til almennra dómstóla til að láta reyna á rétt sinn. Margir munu hika við það sökum þess hversu seinlegt það er og kostnaðarsamt. Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. Enn hafa ekki verið færð nein sannfærandi rök fyrir því að færa rekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla til einkaaðila. Sé ástæðan hagræðing og sparnaður mætti allt eins sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Borgarholtsskóla eða Menntaskólann við Sund sem líka eru ríkisreknir skólar. Hér virðist því ekkert liggja til grundvallar annað en einkavæðing þar sem hið opinbera skirrist við ábyrgð sinni og skjólstæðingar skólans, bæði nemendur og starfsfólk, standa eftir með lakari réttindi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun