Útskriftarsýningin eins og ákveðinn vorboði Guðný Hrönn skrifar 12. maí 2017 15:00 Sigrún Inga Hrólfsdóttir hvetur alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Um helgina mun Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, opna sýningu fyrsta árgangsins sem hún hefur fylgt í heilt ár í náminu. Hún segir að um fjölbreyttan hóp sé að ræða. „Ég tók þátt í að opna sýninguna í fyrra, þá nýtekin við starfinu, en þessum árgangi sem nú útskrifast hef ég fylgt í heilt ár. Þetta leggst mjög vel í mig og mér finnst þau öll vera að standa sig ótrúlega vel,“ segir Sigrún.„Þau eru að vinna í gríðarlega fjölbreytta miðla og eru að takast á við samtímann á áhugaverðan hátt, hvert með sínum hætti,“ segir Sigrún um hópinn sem sýnir á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands sem verður opnuð á laugardaginn. Alls eru 18 nemendur að útskrifast úr myndlistardeild. Sigrún lofar sterkri sýningu með fjölbreyttum áherslum. „Í náminu fær hver og einn tækifæri til að þróa sína list á eigin forsendum og fær til þess stuðning og viðeigandi hjálp, bæði tæknilega og hugmyndafræðilega. Nemendur eru hvattir til þess að móta sína eigin listrænu sýn, með gagnrýna hugsun og innsæi að leiðarljósi. Þau eru einnig hvött til þess að kanna nýjar hugmyndir og aðferðir. Hópurinn hefur notið leiðsagnar fastráðinna kennara við deildina, Heklu Daggar Jónsdóttur, Bjarka Bragasonar, Carls Boutard og Ólafar Nordal auk fjölda gestakennara. En þessi hópur nemenda er sjálfstæður og þau sækja sér innblástur og umfjöllunarefni mjög víða.“ Spurð út í stefnur og strauma sem nemendur eru að vinna með þessa stundina segir Sigrún málverkið til að mynda vera á uppleið. „Á sýningunni er að finna vídeó, innsetningar og gjörninga og nokkrir í hópnum eru að fást við málverk. Nemendur nýta sér líka nútímatækni eins og sýndarveruleika. Það má segja að þau séu að nota alla mögulega miðla,“ útskýrir Sigrún sem segir uppsetningu sýningarinnar hafa gengið vel. „En þetta er alltaf krefjandi ferli og getur verið svolítið stressandi. Þetta er mikilvægur þáttur í náminu og þau hafa unnið hörðum höndum að uppsetningunni. Þetta er samt svo samheldinn hópur og þau eru góð í að hjálpast að og sýna hvert öðru mikla virðingu. Þó að þau séu að vinna sín verk á eigin forsendum þá styðja þau við hvert annað og það er fallegt að fylgjast með því.“ Að lokum vill Sigrún hvetja alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. „Þetta er náttúrulega ótrúlega stór hátíð og fjölsótt sýning, hún er líka ákveðinn vorboði. Þessi sýning hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu menningarviðburðum ársins. Það er alltaf gaman að leggja leið sína í Hafnarhúsið og sjá hvað er að gerast í samtímalist. Hvort sem maður tengist einhverjum nemanda í sýningunni eða ekki, þá er alltaf gaman að sjá kraftinn í þessum krökkum. Það er mikið stuð í myndlistinni í dag.“ „Inntökuferli stendur nú yfir fyrir árganginn sem mun hefja nám í myndlistardeild í haust. Það var mikil fjölgun á umsóknum í deildina, bæði á BA-stigi og MA-stigi. Þessi fjölgun umsókna ber vott um það að við séum að gera eitthvað rétt hérna,“ segir Sigrún sem finnur fyrir miklum myndlistaráhuga hjá fólki þessa stundina. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Um helgina mun Sigrún Inga Hrólfsdóttir, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, opna sýningu fyrsta árgangsins sem hún hefur fylgt í heilt ár í náminu. Hún segir að um fjölbreyttan hóp sé að ræða. „Ég tók þátt í að opna sýninguna í fyrra, þá nýtekin við starfinu, en þessum árgangi sem nú útskrifast hef ég fylgt í heilt ár. Þetta leggst mjög vel í mig og mér finnst þau öll vera að standa sig ótrúlega vel,“ segir Sigrún.„Þau eru að vinna í gríðarlega fjölbreytta miðla og eru að takast á við samtímann á áhugaverðan hátt, hvert með sínum hætti,“ segir Sigrún um hópinn sem sýnir á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands sem verður opnuð á laugardaginn. Alls eru 18 nemendur að útskrifast úr myndlistardeild. Sigrún lofar sterkri sýningu með fjölbreyttum áherslum. „Í náminu fær hver og einn tækifæri til að þróa sína list á eigin forsendum og fær til þess stuðning og viðeigandi hjálp, bæði tæknilega og hugmyndafræðilega. Nemendur eru hvattir til þess að móta sína eigin listrænu sýn, með gagnrýna hugsun og innsæi að leiðarljósi. Þau eru einnig hvött til þess að kanna nýjar hugmyndir og aðferðir. Hópurinn hefur notið leiðsagnar fastráðinna kennara við deildina, Heklu Daggar Jónsdóttur, Bjarka Bragasonar, Carls Boutard og Ólafar Nordal auk fjölda gestakennara. En þessi hópur nemenda er sjálfstæður og þau sækja sér innblástur og umfjöllunarefni mjög víða.“ Spurð út í stefnur og strauma sem nemendur eru að vinna með þessa stundina segir Sigrún málverkið til að mynda vera á uppleið. „Á sýningunni er að finna vídeó, innsetningar og gjörninga og nokkrir í hópnum eru að fást við málverk. Nemendur nýta sér líka nútímatækni eins og sýndarveruleika. Það má segja að þau séu að nota alla mögulega miðla,“ útskýrir Sigrún sem segir uppsetningu sýningarinnar hafa gengið vel. „En þetta er alltaf krefjandi ferli og getur verið svolítið stressandi. Þetta er mikilvægur þáttur í náminu og þau hafa unnið hörðum höndum að uppsetningunni. Þetta er samt svo samheldinn hópur og þau eru góð í að hjálpast að og sýna hvert öðru mikla virðingu. Þó að þau séu að vinna sín verk á eigin forsendum þá styðja þau við hvert annað og það er fallegt að fylgjast með því.“ Að lokum vill Sigrún hvetja alla til að leggja leið sína í Hafnarhúsið á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. „Þetta er náttúrulega ótrúlega stór hátíð og fjölsótt sýning, hún er líka ákveðinn vorboði. Þessi sýning hefur fest sig í sessi sem einn af mikilvægustu menningarviðburðum ársins. Það er alltaf gaman að leggja leið sína í Hafnarhúsið og sjá hvað er að gerast í samtímalist. Hvort sem maður tengist einhverjum nemanda í sýningunni eða ekki, þá er alltaf gaman að sjá kraftinn í þessum krökkum. Það er mikið stuð í myndlistinni í dag.“ „Inntökuferli stendur nú yfir fyrir árganginn sem mun hefja nám í myndlistardeild í haust. Það var mikil fjölgun á umsóknum í deildina, bæði á BA-stigi og MA-stigi. Þessi fjölgun umsókna ber vott um það að við séum að gera eitthvað rétt hérna,“ segir Sigrún sem finnur fyrir miklum myndlistaráhuga hjá fólki þessa stundina.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira