Djúp fullvissa um Guð Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2017 10:45 Séra Grétar Halldór Gunnarsson í Grafarvogskirkju er með skýr plön fyrir helgina. "Í frístundum vil ég vera með fjölskyldunni, lesa, hlusta á podcöst og hljóðbækur og hreyfa mig. Framundan er langþráð fríhelgi, þannig að ég ætla að gera þetta allt saman!" segir hann kátur. MYND/GVA Reykvíkingurinn Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Grafarvogskirkju. Hann segir til margar sannanir um Guð. „Ég var framan af ekki fastur í þeirri hugmynd að verða prestur. Ég hafði unun af guðfræðinni og það togaðist á í mér hvort ég ætti að gefa mig í fræðin eða prestsstarfið. En eftir að hafa útskrifast með doktorspróf frá Edinborgarháskóla fæddist hjá mér innri fullvissa um að ég ætti næst að gefa mig í prestsstarfið,“ segir Grétar um köllun sína til að verða prestur en hálft ár er nú liðið síðan biskup Íslands skipaði Dr. Grétar í embætti prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. „Prestskapurinn kemur mér fyrir sjónir sem merkilegt þversnið ólíkra starfa. Presturinn þarf í senn að vera andlegur kennari, félagsmálatröll, rithöfundur, ræðumaður og sálgætir. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu vel prestinum er tekið. Ástæðan fyrir því að það hefur komið mér á óvart er að stundum finnst manni eins og andblær opinberrar umræðu sé í aðra átt.“ Og móttökur íbúa í einu stærsta úthverfi Reykjavíkur stafa hlýju. „Mér finnst fólk taka gífurlega vel á móti mér í hlutverki prests. Það er líkt og það upplifi í hlutverki prestsins tengingu við hina andlegu vídd, tengingu við söguna og tengingu við nærumhverfi sitt.“ Teikn á lofti Sem barn og unglingur segist Grétar hafa verið viljugur og glaðvær en jafnframt með viðkvæman streng sem ekki allir fengu að sjá. „Í minni upplifun finnst mér sem það hafi verið mikið andlegt þel á heimilinu þó það sé erfitt að festa fingur á það. Á sinn hátt þá ólst ég einfaldlega upp við svipaðan kristindóm eins og margir þekkja á Íslandi. Trúin var iðkuð í bakgrunninum, en samt í andrúmsloftinu, og mér var kennt að fara með kvöldbænir. En sú trúariðkun var hins vegar ekki mjög tengd helgihaldi kirkjunnar.“ Nú þegar Grétar stendur mitt í helgihaldi kirkjunnar er hann inntur eftir lífsstíl ungs nútímaprests. „Í prestsstarfinu er maður svo gjarnan að störfum á óvanalegum tímum svo sem eftir vinnu, um kvöld, um helgar og um hátíðar. Því er óljósara en í öðrum störfum hvenær maður er við vinnu og hvenær ekki. Prestsstarfið hefur þess vegna tilhneigingu til að verða lífsstíll. Það tekur tíma að læra á þetta og finna rétta taktinn en ég reyni að hyggja að undirstöðunum í lífinu. Ég reyni að sinna minni eigin andlegu iðkun, lifa heiðarlega, borða rétt og hreyfa mig. Já, og sinna fjölskyldunni!“ bætir Grétar brosandi við. Meðfram prestsstarfinu er Grétar stundakennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. „Ég mæli með því að fólk læri til prests ef það er það sem það langar til að gera. Mest af öllu mæli ég þó með því að fólk rækti trúarlífið og sinni andlegri og trúarlegri iðkun. Mér finnst að við á Vesturlöndum höfum gleymt því hversu mikla innri umbreytingu manneskjan getur upplifað í gegnum bæn, íhugun og hugleiðslu. Sem betur fer eru teikn á lofti um að þessi gömlu reynsluvísindi séu að rifjast upp á ný.“Séra Grétar segir engan hafa áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn. MYND/GVATrúin breytir lífi fólksUm árþúsundamótin 1000 ákvað Alþingi að kristni yrði þjóðartrú Íslendinga. Á undanförnum árum hefur kristin trú þó mætt nokkru mótlæti hér á landi. Er inntak kristinnar trúar: ást og kærleikur, ásamt friði, fyrirgefningu og réttlæti, dottið úr tísku hjá Íslendingum? „Ég hef ekki einhlítt svar við því. En mér sýnist þó að það hljóti að vera mikilvægt að fólk upplifi, í fyrsta lagi, að kristin trú hafi eitthvert gildi fyrir það og, í öðru lagi, að fólk hafi hugrekki til að segja sannleikann um það gildi sem kristin trú hefur í lífi þess. Við þurfum bara að vera heiðarleg við okkur sjálf og við aðra, en hvort tveggja hefur alltaf reynst manneskjunni erfitt,“ svarar Grétar. Sem prestur og mannvera segist hann standa vörð um fagnaðarerindið með því að iðka trúna með hætti sem hefur umbreytandi áhrif á líf hans og upplifun hans af tilverunni. „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi vegna þess að það breytir lífi fólks. Það hefur enginn áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn.“ Að vera kristinn samkvæmt boðskap Jesú Krists er meðal annars að vera talsmaður réttlætis, friðsemi og náungakærleika manna í millum. Telur Grétar að boðskapur kristinnar trúar sé vopnið sem ófriðsæll heimurinn þarf í dag? „Ég vildi gjarnan segja einfalt „já“ en það þyrfti að setja marga fyrirvara á það. Kristin trú, eins og allar gerðir lífssýnar, á sér fjölbreyttar birtingarmyndir. Sumar þeirra virðast auka á ófriðinn og ná ekki að miðla þeim heilunarmætti sem trúin býr yfir.“ Margar guðssannanir tilAnnir presta snúast um gleði og sorgir mannanna. Séra Grétar segir að erfiðastur sé sá eðlilegi vanmáttur sem allir hafi gagnvart missi annarra. „Allt sem sagt er við aðstandendur í slíkum aðstæðum á það til að verða hjóm eitt. Þá er best að skynja vanmáttinn, finna fyrir honum og átta sig þannig á að hann getur ekki gert manni neitt. Með því móti getum við orðið sterk í vanmættinum. Sjálfur vinn ég úr mótlæti og erfiðleikum með bæn, íhugun og ákveðnum rökgreiningaraðferðum sem ég hef tamið mér.“ Helsta trúrækt Grétars fer í gegnum iðkun kristilegrar íhugunar, svokallaðrar kyrrðarbænar, sem ættuð er úr klausturhefðum kristindómsins. Þess utan notar hann líka hefðbundna bæn, hina fornu Jesú-bæn austurkirkjunnar og biblíulestur. En trúir séra Grétar í einlægni á Guð? Getur hann sannfært efasemdamanninn um tilvist Guðs? „Ég hef mjög djúpa fullvissu um Guð. En sú fullvissa á sér ekki rætur í rökhuganum. Það eru vissulega til ýmsar góðar guðssannanir, sem rökhugurinn okkar hefur gaman af. Einhver sú besta er sú sem er að finna hjá heilögum Anselm af Kantaraborg. En ég tel að þótt sú sönnun sé röklega fullnægjandi þá kveiki hún ekki trú hjá neinum. Trúin er allt annars konar skynjun. Hún er andleg skynjun.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Reykvíkingurinn Grétar Halldór Gunnarsson er prestur í Grafarvogskirkju. Hann segir til margar sannanir um Guð. „Ég var framan af ekki fastur í þeirri hugmynd að verða prestur. Ég hafði unun af guðfræðinni og það togaðist á í mér hvort ég ætti að gefa mig í fræðin eða prestsstarfið. En eftir að hafa útskrifast með doktorspróf frá Edinborgarháskóla fæddist hjá mér innri fullvissa um að ég ætti næst að gefa mig í prestsstarfið,“ segir Grétar um köllun sína til að verða prestur en hálft ár er nú liðið síðan biskup Íslands skipaði Dr. Grétar í embætti prests í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. „Prestskapurinn kemur mér fyrir sjónir sem merkilegt þversnið ólíkra starfa. Presturinn þarf í senn að vera andlegur kennari, félagsmálatröll, rithöfundur, ræðumaður og sálgætir. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hversu vel prestinum er tekið. Ástæðan fyrir því að það hefur komið mér á óvart er að stundum finnst manni eins og andblær opinberrar umræðu sé í aðra átt.“ Og móttökur íbúa í einu stærsta úthverfi Reykjavíkur stafa hlýju. „Mér finnst fólk taka gífurlega vel á móti mér í hlutverki prests. Það er líkt og það upplifi í hlutverki prestsins tengingu við hina andlegu vídd, tengingu við söguna og tengingu við nærumhverfi sitt.“ Teikn á lofti Sem barn og unglingur segist Grétar hafa verið viljugur og glaðvær en jafnframt með viðkvæman streng sem ekki allir fengu að sjá. „Í minni upplifun finnst mér sem það hafi verið mikið andlegt þel á heimilinu þó það sé erfitt að festa fingur á það. Á sinn hátt þá ólst ég einfaldlega upp við svipaðan kristindóm eins og margir þekkja á Íslandi. Trúin var iðkuð í bakgrunninum, en samt í andrúmsloftinu, og mér var kennt að fara með kvöldbænir. En sú trúariðkun var hins vegar ekki mjög tengd helgihaldi kirkjunnar.“ Nú þegar Grétar stendur mitt í helgihaldi kirkjunnar er hann inntur eftir lífsstíl ungs nútímaprests. „Í prestsstarfinu er maður svo gjarnan að störfum á óvanalegum tímum svo sem eftir vinnu, um kvöld, um helgar og um hátíðar. Því er óljósara en í öðrum störfum hvenær maður er við vinnu og hvenær ekki. Prestsstarfið hefur þess vegna tilhneigingu til að verða lífsstíll. Það tekur tíma að læra á þetta og finna rétta taktinn en ég reyni að hyggja að undirstöðunum í lífinu. Ég reyni að sinna minni eigin andlegu iðkun, lifa heiðarlega, borða rétt og hreyfa mig. Já, og sinna fjölskyldunni!“ bætir Grétar brosandi við. Meðfram prestsstarfinu er Grétar stundakennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. „Ég mæli með því að fólk læri til prests ef það er það sem það langar til að gera. Mest af öllu mæli ég þó með því að fólk rækti trúarlífið og sinni andlegri og trúarlegri iðkun. Mér finnst að við á Vesturlöndum höfum gleymt því hversu mikla innri umbreytingu manneskjan getur upplifað í gegnum bæn, íhugun og hugleiðslu. Sem betur fer eru teikn á lofti um að þessi gömlu reynsluvísindi séu að rifjast upp á ný.“Séra Grétar segir engan hafa áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn. MYND/GVATrúin breytir lífi fólksUm árþúsundamótin 1000 ákvað Alþingi að kristni yrði þjóðartrú Íslendinga. Á undanförnum árum hefur kristin trú þó mætt nokkru mótlæti hér á landi. Er inntak kristinnar trúar: ást og kærleikur, ásamt friði, fyrirgefningu og réttlæti, dottið úr tísku hjá Íslendingum? „Ég hef ekki einhlítt svar við því. En mér sýnist þó að það hljóti að vera mikilvægt að fólk upplifi, í fyrsta lagi, að kristin trú hafi eitthvert gildi fyrir það og, í öðru lagi, að fólk hafi hugrekki til að segja sannleikann um það gildi sem kristin trú hefur í lífi þess. Við þurfum bara að vera heiðarleg við okkur sjálf og við aðra, en hvort tveggja hefur alltaf reynst manneskjunni erfitt,“ svarar Grétar. Sem prestur og mannvera segist hann standa vörð um fagnaðarerindið með því að iðka trúna með hætti sem hefur umbreytandi áhrif á líf hans og upplifun hans af tilverunni. „Fagnaðarerindið er fagnaðarerindi vegna þess að það breytir lífi fólks. Það hefur enginn áhuga á kristinni trú ef kristið fólk er sífellt óhamingjusamt, reitt, öfundsjúkt, biturt og í vörn.“ Að vera kristinn samkvæmt boðskap Jesú Krists er meðal annars að vera talsmaður réttlætis, friðsemi og náungakærleika manna í millum. Telur Grétar að boðskapur kristinnar trúar sé vopnið sem ófriðsæll heimurinn þarf í dag? „Ég vildi gjarnan segja einfalt „já“ en það þyrfti að setja marga fyrirvara á það. Kristin trú, eins og allar gerðir lífssýnar, á sér fjölbreyttar birtingarmyndir. Sumar þeirra virðast auka á ófriðinn og ná ekki að miðla þeim heilunarmætti sem trúin býr yfir.“ Margar guðssannanir tilAnnir presta snúast um gleði og sorgir mannanna. Séra Grétar segir að erfiðastur sé sá eðlilegi vanmáttur sem allir hafi gagnvart missi annarra. „Allt sem sagt er við aðstandendur í slíkum aðstæðum á það til að verða hjóm eitt. Þá er best að skynja vanmáttinn, finna fyrir honum og átta sig þannig á að hann getur ekki gert manni neitt. Með því móti getum við orðið sterk í vanmættinum. Sjálfur vinn ég úr mótlæti og erfiðleikum með bæn, íhugun og ákveðnum rökgreiningaraðferðum sem ég hef tamið mér.“ Helsta trúrækt Grétars fer í gegnum iðkun kristilegrar íhugunar, svokallaðrar kyrrðarbænar, sem ættuð er úr klausturhefðum kristindómsins. Þess utan notar hann líka hefðbundna bæn, hina fornu Jesú-bæn austurkirkjunnar og biblíulestur. En trúir séra Grétar í einlægni á Guð? Getur hann sannfært efasemdamanninn um tilvist Guðs? „Ég hef mjög djúpa fullvissu um Guð. En sú fullvissa á sér ekki rætur í rökhuganum. Það eru vissulega til ýmsar góðar guðssannanir, sem rökhugurinn okkar hefur gaman af. Einhver sú besta er sú sem er að finna hjá heilögum Anselm af Kantaraborg. En ég tel að þótt sú sönnun sé röklega fullnægjandi þá kveiki hún ekki trú hjá neinum. Trúin er allt annars konar skynjun. Hún er andleg skynjun.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira