FÁ-Tækniskóli? Eiríkur S. Aðalsteinsson skrifar 13. maí 2017 21:15 Þessi fyrirsögn gæti orðið lýsing á sameinuðum Fjölbrautarskóla í Ármúla og Tækniskólans þegar fram líða stundir, ef af verður. Undirritaður ætlar að færa rök fyrir þessari hættu og rekja söguna. Ég tel mig þekkja vel þessa sögu, kláraði vélstjóranám við Vélskóla Íslands 1978, sama vor og háttvirtur Menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson kláraði sitt nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Vorið 1998 á 20 ára útskriftarafmælinu brutum við blað í sögu Sjómannaskólans með því að útskriftarnemar 1978 beggja skólanna gáfu Sjómannaskólanum sameiginlega gjöf. Við létum steypa úr kopar þann skjöld sem festur er á vegg við aðalinngang í Sjómannaskólahúsið. Á þessum skildi er letrað það sem stendur á blaði sem er á bak við hornstein þann sem lagður var af Sveini Björnssyni Ríkisstjóra Íslands við vígslu Sjómannaskólahússins 4. Júní 1944. Þar stendur m.a. að skólahúsið var byggt til að hýsa sjómannamenntun og skuli nefnast Sjómannaskóli Íslands. Ástæða þess að við gáfum þessa gjöf var að þá var í gangi hugmynd að flytja skólastarfsemina í iðnaðarhúsnæði uppi á Höfða. Stofnuð voru Hollvinasamtök Sjómannaskólans með mörgum áhrifamönnum innanborðs og varð það ásamt gjöf okkar til þess að starfsemin fékk að vera áfram í þessari glæsilegu byggingu.Sameiningarferlið byrjar Árið 2003 voru Stýrimannaskólinn og Vélskóli Íslands sameinaðir og stofnaður Fjöltækniskóli Íslands og félag stofnað um einkarekstur skólans. Þá voru margir áhyggjufullir og nokkrir kennarar ákváðu að þiggja biðlaun og hætta. Aðrir komu í staðinn, Jón B. Stefánsson ráðinn Skólameistari og ráðnir faglegir deildarstjórar yfir hvorum skóla fyrir sig. Til þessa skóla var ég ráðinn kennari árið 2006 og hafði skólinn þá fest sig í sessi og að margra mati vel rekinn og sameiningin skilað hagræðingu. Árið 2008, rétt fyrir hrun voru Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinaðir undir nafninu Tækniskólinn. Markmiðin voru háleit, það átti að byggja ný hús og þetta átti að verða stærsti framhaldsskóli á landinu. Fljótlega hófust þreifingar um yfirtöku fleiri skóla. Flugskólinn var innlimaður, reynt var að yfirtaka Slysavarnaskóla Sjómanna, vel rekinn af Slysavarnafélafélaginu Landsbjörgu, en hann var ekki til sölu. Þá kallaði Jón B. Stefánsson mig á sinn fund þar sem ég hafði starfað hjá Slysavarnaskólanum í 8 ár. Hann spurði hvað þyrfti að gera til að stofna Slysavarnaskóla. Ég sagði honum frá samstarfi Slysavarnaskólans við aðila eins og slökkvilið, gúmmíbátaþjónustu, slökkvitækjaþjónustu, útgerðir, söluaðila ýmislegra björgunartækja og búnaðar og marga fleiri aðila sem styðja og styrkja Slysavarnaskólann. Ég benti honum á að það væri ekki sjálfgefið að njóta sömu kjara og Slysavarnaskólinn. Svo þyrfti að byggja upp aðstöðu við sjó eða stóra sundlaug til sjóæfinga, reykköfunar aðstöðu o.fl. Þá guggnaði Jón á þessum áformum, góðvild og vinskap kaupir maður ekki. Síðan fór að þrengjast um þá menntun sem átti að vera í Sjómannaskólahúsinu, það var troðið inn Hársnyrtiskóla, Margmiðlunarskóla, Endurmenntunarskóla, Tæknimenntaskóla og Flugskóla. Endurnýjun kennslubúnaðar hefur verið til skammar, sérstaklega vélar og tæki í Vélahúsi. Það er helst að gjafir hafi borist, eins og Mannheim díselvél árgerð 1968 sem gefin var af Skeljungi og kennarar og aðrir starfsmenn lögðu mikla vinnu í að flytja á staðinn og koma í gagnið. Skilvinda var gefin af VM, félagi Vélstjóra og Málmtæknimanna, rafskautaketill var gefinn af Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmenn og nemendur komu honum í gagnið. Það vantar mikið uppá að kennsluaðstaða og búnaður sé ásættanlegt. Þegar Katrín Jakobsdóttir var Menntamálaráðherra voru tilnefndir þrír kennarar, (ég var einn þeirra) sem fóru á fund hennar til að lýsa áhyggjum okkar. Hún hlustaði á okkur og sagðist ætla að skoða málið, en ekkert lagaðist ástandið. Ýmislegt gekk á, sem gæti verið efni í aðra grein, en í árslok 2011 ákvað ég að snúa til annara starfa, og hef síðan verið prófdómari við Véltækniskólann, en reglur alþjóða siglingamálastofnunarinnar IMO kalla á að prófdómari sé í munnlegum prófum. Sem slíkur hef ég getað fylgst með framvindu mála og tekið til máls á vettvangi stéttarfélags míns, VM sem ætlar að beita sér í því að vélstjórnarmenntun verði færð í betra horf. Ég veit að formaður VM er í sambandi við þungaviktar útgerðarmenn til að hjálpa til viða að þrýsta á lagfæringar. Á seinasta ári ákvað Jón B. Stefánsson að skipta út faglegum Skólastjórum Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans og ráða einn í staðinn fyrir þá. Sá hefur enga menntun né reynslu í skipstjórn né vélstjórn. Þokkalegur sparnaður þar. Einnig hefur Iðnskólinn í Hafnarfirði verið innlimaður í Tækniskólann. Sem prófdómari hef ég orðið vitni að undanfarabrotum, allt er gert til að nemendur nái prófum, annars koma ekki peningar frá hinu opinbera. Kröfur eru minnkaðar varðandi mætingar og ástundun. Það hefur verið fjölgað í hópum, sem er mjög bagalegt sérstaklega í verklegri kennslu. Kennarinn hefur ekki þá yfirsýn, sem þarf til að sinna nemendum. Á Alþingi hafa margar ræður verið verið fluttar, ein þó athyglisverð hjá Svandísi Svavarsdóttur. Hún gæti spurt flokkssystir sína, fyrrum Menntamálaráðherra hvort hún muni eftir áhyggjufullu kennurunum sem komu á hennar fund. Gæti verið að Jón B. Stefánsson sé upphafsmaðurinn í því sameiningarferli sem nú er í gangi varðandi Fjölbrautarskólann í Ármúla og Tækniskólann? Mín skrif hér á undan benda eindregið á það.Hvað er til ráða? Ef halda á uppi öflugri iðn- og tæknimenntun í landinu þarf að grípa í taumana. Skipta út Skólameistara Tækniskólans og hætta þessum gleypugangi í sameiningu og einkavæðingu. Tryggja þarf að Skólastjórar hvers skóla séu faglega menntaðir á sviði þeirra skóla sem þeir stýra. Útvega þarf fjármagn til að uppfæra kennslubúnað, sérstaklega vélbúnað í Vélahúsi Véltækniskólans. Svo vil ég benda fyrirtækinu Vottun, sem sér um úttektir á Gæðakerfi skólans á að skoða námsferla nemenda, og bera saman við Námskrá Framhaldsskóla hjá Menntamálaráðuneytinu. Þá sannast það sem ég nefndi áður með undanfarabrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn gæti orðið lýsing á sameinuðum Fjölbrautarskóla í Ármúla og Tækniskólans þegar fram líða stundir, ef af verður. Undirritaður ætlar að færa rök fyrir þessari hættu og rekja söguna. Ég tel mig þekkja vel þessa sögu, kláraði vélstjóranám við Vélskóla Íslands 1978, sama vor og háttvirtur Menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson kláraði sitt nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Vorið 1998 á 20 ára útskriftarafmælinu brutum við blað í sögu Sjómannaskólans með því að útskriftarnemar 1978 beggja skólanna gáfu Sjómannaskólanum sameiginlega gjöf. Við létum steypa úr kopar þann skjöld sem festur er á vegg við aðalinngang í Sjómannaskólahúsið. Á þessum skildi er letrað það sem stendur á blaði sem er á bak við hornstein þann sem lagður var af Sveini Björnssyni Ríkisstjóra Íslands við vígslu Sjómannaskólahússins 4. Júní 1944. Þar stendur m.a. að skólahúsið var byggt til að hýsa sjómannamenntun og skuli nefnast Sjómannaskóli Íslands. Ástæða þess að við gáfum þessa gjöf var að þá var í gangi hugmynd að flytja skólastarfsemina í iðnaðarhúsnæði uppi á Höfða. Stofnuð voru Hollvinasamtök Sjómannaskólans með mörgum áhrifamönnum innanborðs og varð það ásamt gjöf okkar til þess að starfsemin fékk að vera áfram í þessari glæsilegu byggingu.Sameiningarferlið byrjar Árið 2003 voru Stýrimannaskólinn og Vélskóli Íslands sameinaðir og stofnaður Fjöltækniskóli Íslands og félag stofnað um einkarekstur skólans. Þá voru margir áhyggjufullir og nokkrir kennarar ákváðu að þiggja biðlaun og hætta. Aðrir komu í staðinn, Jón B. Stefánsson ráðinn Skólameistari og ráðnir faglegir deildarstjórar yfir hvorum skóla fyrir sig. Til þessa skóla var ég ráðinn kennari árið 2006 og hafði skólinn þá fest sig í sessi og að margra mati vel rekinn og sameiningin skilað hagræðingu. Árið 2008, rétt fyrir hrun voru Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn sameinaðir undir nafninu Tækniskólinn. Markmiðin voru háleit, það átti að byggja ný hús og þetta átti að verða stærsti framhaldsskóli á landinu. Fljótlega hófust þreifingar um yfirtöku fleiri skóla. Flugskólinn var innlimaður, reynt var að yfirtaka Slysavarnaskóla Sjómanna, vel rekinn af Slysavarnafélafélaginu Landsbjörgu, en hann var ekki til sölu. Þá kallaði Jón B. Stefánsson mig á sinn fund þar sem ég hafði starfað hjá Slysavarnaskólanum í 8 ár. Hann spurði hvað þyrfti að gera til að stofna Slysavarnaskóla. Ég sagði honum frá samstarfi Slysavarnaskólans við aðila eins og slökkvilið, gúmmíbátaþjónustu, slökkvitækjaþjónustu, útgerðir, söluaðila ýmislegra björgunartækja og búnaðar og marga fleiri aðila sem styðja og styrkja Slysavarnaskólann. Ég benti honum á að það væri ekki sjálfgefið að njóta sömu kjara og Slysavarnaskólinn. Svo þyrfti að byggja upp aðstöðu við sjó eða stóra sundlaug til sjóæfinga, reykköfunar aðstöðu o.fl. Þá guggnaði Jón á þessum áformum, góðvild og vinskap kaupir maður ekki. Síðan fór að þrengjast um þá menntun sem átti að vera í Sjómannaskólahúsinu, það var troðið inn Hársnyrtiskóla, Margmiðlunarskóla, Endurmenntunarskóla, Tæknimenntaskóla og Flugskóla. Endurnýjun kennslubúnaðar hefur verið til skammar, sérstaklega vélar og tæki í Vélahúsi. Það er helst að gjafir hafi borist, eins og Mannheim díselvél árgerð 1968 sem gefin var af Skeljungi og kennarar og aðrir starfsmenn lögðu mikla vinnu í að flytja á staðinn og koma í gagnið. Skilvinda var gefin af VM, félagi Vélstjóra og Málmtæknimanna, rafskautaketill var gefinn af Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmenn og nemendur komu honum í gagnið. Það vantar mikið uppá að kennsluaðstaða og búnaður sé ásættanlegt. Þegar Katrín Jakobsdóttir var Menntamálaráðherra voru tilnefndir þrír kennarar, (ég var einn þeirra) sem fóru á fund hennar til að lýsa áhyggjum okkar. Hún hlustaði á okkur og sagðist ætla að skoða málið, en ekkert lagaðist ástandið. Ýmislegt gekk á, sem gæti verið efni í aðra grein, en í árslok 2011 ákvað ég að snúa til annara starfa, og hef síðan verið prófdómari við Véltækniskólann, en reglur alþjóða siglingamálastofnunarinnar IMO kalla á að prófdómari sé í munnlegum prófum. Sem slíkur hef ég getað fylgst með framvindu mála og tekið til máls á vettvangi stéttarfélags míns, VM sem ætlar að beita sér í því að vélstjórnarmenntun verði færð í betra horf. Ég veit að formaður VM er í sambandi við þungaviktar útgerðarmenn til að hjálpa til viða að þrýsta á lagfæringar. Á seinasta ári ákvað Jón B. Stefánsson að skipta út faglegum Skólastjórum Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans og ráða einn í staðinn fyrir þá. Sá hefur enga menntun né reynslu í skipstjórn né vélstjórn. Þokkalegur sparnaður þar. Einnig hefur Iðnskólinn í Hafnarfirði verið innlimaður í Tækniskólann. Sem prófdómari hef ég orðið vitni að undanfarabrotum, allt er gert til að nemendur nái prófum, annars koma ekki peningar frá hinu opinbera. Kröfur eru minnkaðar varðandi mætingar og ástundun. Það hefur verið fjölgað í hópum, sem er mjög bagalegt sérstaklega í verklegri kennslu. Kennarinn hefur ekki þá yfirsýn, sem þarf til að sinna nemendum. Á Alþingi hafa margar ræður verið verið fluttar, ein þó athyglisverð hjá Svandísi Svavarsdóttur. Hún gæti spurt flokkssystir sína, fyrrum Menntamálaráðherra hvort hún muni eftir áhyggjufullu kennurunum sem komu á hennar fund. Gæti verið að Jón B. Stefánsson sé upphafsmaðurinn í því sameiningarferli sem nú er í gangi varðandi Fjölbrautarskólann í Ármúla og Tækniskólann? Mín skrif hér á undan benda eindregið á það.Hvað er til ráða? Ef halda á uppi öflugri iðn- og tæknimenntun í landinu þarf að grípa í taumana. Skipta út Skólameistara Tækniskólans og hætta þessum gleypugangi í sameiningu og einkavæðingu. Tryggja þarf að Skólastjórar hvers skóla séu faglega menntaðir á sviði þeirra skóla sem þeir stýra. Útvega þarf fjármagn til að uppfæra kennslubúnað, sérstaklega vélbúnað í Vélahúsi Véltækniskólans. Svo vil ég benda fyrirtækinu Vottun, sem sér um úttektir á Gæðakerfi skólans á að skoða námsferla nemenda, og bera saman við Námskrá Framhaldsskóla hjá Menntamálaráðuneytinu. Þá sannast það sem ég nefndi áður með undanfarabrot.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar