Skert rýmisgreind Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um „skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.Víðáttu-vitlausSkert rýmisgreind ku ekki síst lýsa sér í óvenju bágborinni ratvísi, sem er svo sannarlega af skornum skammti hjá mér, ég er algjör rati; ég er beinlínis víðáttu-vitlaus. Ég þekki engin fjöll, kann engin örnefni, er ættleri miðað við afa minn Indriða sem gat ungur smali ratað heim í niðaþoku með því að þreifa á steinum og finna jökulrispur sem hjálpuðu honum að átta sig – sem minnir okkur á alla þá eiginleika sem við höfum glatað með því að gerast borgarmenni. Borgin: Ég hef ráfað um Þingholtin fullkomlega ráðvilltur í leit að Grundarstíg; ég hef lent í Efsta-Breiðholti á leið í Árbæ, verið kominn langleiðina til Akureyrar á leið í Stykkishólm; ekið um Kópavoginn úrkula vonar um að finna nokkru sinni leiðina út úr því martraðarkennda völundarhúsi og þar fram eftir nákvæmlega eins götunum. Maður á náttúrlega aldrei að gera eigin galla að allsherjarreglu, og engum skal ég ætla að vera jafn víðáttu-vitlaus og ég. En – því er ekki að neita að stundum hefur það hvarflað að mér hvort skert rýmisgreind í vægum og víðum skilningi sé útbreiddari hér á landi en til dæmis í Japan eða bara Danmörku: það er að segja, einhvers konar ónæmi á umhverfi sitt, skortur á næmi fyrir rýminu í kring, kannski eiginleiki sem vex fram hjá fólki sem vanist hefur því að hafa nóg pláss. Veldur kannski skert rýmisgreind því að Íslendingar gefa ekki stefnuljós – ekki einu sinni þeir sem eru í innri hring á hringtorgi? Veldur skert rýmisgreind íslenskri raðamenningu? Ræður hún för þegar teiknuð eru og reist hús hér á landi? Og umhverfi skipulagt?Dautt barrtréÉg fór sem sé að hugsa um þetta þegar ég kom frá útlöndum á dögunum, snemma morguns eftir langt næturflug í þröngum sætum, þröngu rými. Kalt rokið reif í mann og þyrlaði upp hugsunum sem lúrðu neðst í hugskoti; þetta var grár sandbruðnings-svarri og þegar maður var kominn upp í flugrútuna skynjaði maður umhverfi sitt með augum heimalningsins sem skerpast fyrsta hálftímann eftir lendingu en dofna svo hægt og rólega. Það sveið í morgunsárinu og skilningarvitin voru næm og í smástund beið ég spenntur eftir því sem kynni að blasa við þyrstum augum mínum. Það fyrsta sem ég sá af landinu mínu fagra þegar rútan var lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli var dautt barrtré. Það stóð þarna í grámanum og næðingnum, „illa rætt og undarlega sett“ eins og váboði. Eins og tákn. Ég velti fyrir mér hver hefði haft fyrir því að pota niður svona tré á svo fráleitum stað þar sem það átti svo augljóslega ekki heima. Og hver hugsunin á bak við svo einkennilegt framtak gæti eiginlega verið. Ég velti því líka fyrir mér af hverju enginn fjarlægði tréð. Ákvað svo að sennilega væri þetta nokkurs konar minnisvarði um skerta rýmisgreind; fullkomið ónæmi á umhverfi og náttúru. Ég fann til feginleika þegar komið var í Hafnarfjörðinn, þennan fallega og hlýlega bæ, þar sem að vísu hafa verið sett niður í Hraununum hús sem virðast byggð af mönnum með formskyn á við fjögurra ára börn – með skerta rýmisgrein. Þau hús vitna eins og svo margt á Íslandi um einhvers konar andúð á fegurðinni, uppreisn gegn hlutföllunum án þess að sérstök hugsun búi að baki önnur en sú hugmynd að ljótleiki vitni um látleysi og praktískan þankagang. Þetta virðist vera kennt í verkfræðideildunum sem útskrifa mennina sem einkum fá að reisa hús hér á landi, en er meinloka. Hið ljóta er ekki ódýrara en hið fagra; bara ljótara. Fegurðin er ekki óþörf: hún er frumþörf. Og þegar ljótleiki verður allsráðandi í byggingum húsa dregur mannlífið dám af því; það verður ljótt. Kaldar og gráar og svartar kassabyggingar eru eins og ljótt krass í sjóndeildarhringinn. Þegar maður á þess kost að sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði en fær bara slíkt krass – þá jafngildir það mannréttindabroti.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þegar ég kom frá útlöndum um daginn fór ég að hugsa um „skerta rýmisgreind“. Það er víst ein af þessum nýmóðins greiningum og einhvern tímann skildist mér að hún ætti vel við mig.Víðáttu-vitlausSkert rýmisgreind ku ekki síst lýsa sér í óvenju bágborinni ratvísi, sem er svo sannarlega af skornum skammti hjá mér, ég er algjör rati; ég er beinlínis víðáttu-vitlaus. Ég þekki engin fjöll, kann engin örnefni, er ættleri miðað við afa minn Indriða sem gat ungur smali ratað heim í niðaþoku með því að þreifa á steinum og finna jökulrispur sem hjálpuðu honum að átta sig – sem minnir okkur á alla þá eiginleika sem við höfum glatað með því að gerast borgarmenni. Borgin: Ég hef ráfað um Þingholtin fullkomlega ráðvilltur í leit að Grundarstíg; ég hef lent í Efsta-Breiðholti á leið í Árbæ, verið kominn langleiðina til Akureyrar á leið í Stykkishólm; ekið um Kópavoginn úrkula vonar um að finna nokkru sinni leiðina út úr því martraðarkennda völundarhúsi og þar fram eftir nákvæmlega eins götunum. Maður á náttúrlega aldrei að gera eigin galla að allsherjarreglu, og engum skal ég ætla að vera jafn víðáttu-vitlaus og ég. En – því er ekki að neita að stundum hefur það hvarflað að mér hvort skert rýmisgreind í vægum og víðum skilningi sé útbreiddari hér á landi en til dæmis í Japan eða bara Danmörku: það er að segja, einhvers konar ónæmi á umhverfi sitt, skortur á næmi fyrir rýminu í kring, kannski eiginleiki sem vex fram hjá fólki sem vanist hefur því að hafa nóg pláss. Veldur kannski skert rýmisgreind því að Íslendingar gefa ekki stefnuljós – ekki einu sinni þeir sem eru í innri hring á hringtorgi? Veldur skert rýmisgreind íslenskri raðamenningu? Ræður hún för þegar teiknuð eru og reist hús hér á landi? Og umhverfi skipulagt?Dautt barrtréÉg fór sem sé að hugsa um þetta þegar ég kom frá útlöndum á dögunum, snemma morguns eftir langt næturflug í þröngum sætum, þröngu rými. Kalt rokið reif í mann og þyrlaði upp hugsunum sem lúrðu neðst í hugskoti; þetta var grár sandbruðnings-svarri og þegar maður var kominn upp í flugrútuna skynjaði maður umhverfi sitt með augum heimalningsins sem skerpast fyrsta hálftímann eftir lendingu en dofna svo hægt og rólega. Það sveið í morgunsárinu og skilningarvitin voru næm og í smástund beið ég spenntur eftir því sem kynni að blasa við þyrstum augum mínum. Það fyrsta sem ég sá af landinu mínu fagra þegar rútan var lögð af stað frá Keflavíkurflugvelli var dautt barrtré. Það stóð þarna í grámanum og næðingnum, „illa rætt og undarlega sett“ eins og váboði. Eins og tákn. Ég velti fyrir mér hver hefði haft fyrir því að pota niður svona tré á svo fráleitum stað þar sem það átti svo augljóslega ekki heima. Og hver hugsunin á bak við svo einkennilegt framtak gæti eiginlega verið. Ég velti því líka fyrir mér af hverju enginn fjarlægði tréð. Ákvað svo að sennilega væri þetta nokkurs konar minnisvarði um skerta rýmisgreind; fullkomið ónæmi á umhverfi og náttúru. Ég fann til feginleika þegar komið var í Hafnarfjörðinn, þennan fallega og hlýlega bæ, þar sem að vísu hafa verið sett niður í Hraununum hús sem virðast byggð af mönnum með formskyn á við fjögurra ára börn – með skerta rýmisgrein. Þau hús vitna eins og svo margt á Íslandi um einhvers konar andúð á fegurðinni, uppreisn gegn hlutföllunum án þess að sérstök hugsun búi að baki önnur en sú hugmynd að ljótleiki vitni um látleysi og praktískan þankagang. Þetta virðist vera kennt í verkfræðideildunum sem útskrifa mennina sem einkum fá að reisa hús hér á landi, en er meinloka. Hið ljóta er ekki ódýrara en hið fagra; bara ljótara. Fegurðin er ekki óþörf: hún er frumþörf. Og þegar ljótleiki verður allsráðandi í byggingum húsa dregur mannlífið dám af því; það verður ljótt. Kaldar og gráar og svartar kassabyggingar eru eins og ljótt krass í sjóndeildarhringinn. Þegar maður á þess kost að sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði en fær bara slíkt krass – þá jafngildir það mannréttindabroti.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar