Geta varað við næstu Suðurlandsskjálftum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2017 10:32 Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit. Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit.
Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15