Efniviðurinn í forgrunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 1. maí 2017 09:00 Mynd/Gagn „Við fluttum á Sauðárkrók árið 2015 eftir 8 ár við nám og störf í Kaupmannahöfn og síðar 3 ár í Reykjavík en við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði. Þá var Magnús byrjaður að læra húsgagnasmíði og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra býður upp á helgarnám í faginu. Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni. Síðan hafa fleiri vörur bæst við og sér ekki fyrir endann á ævintýrinu,“ útskýrir Kolbrún Dögg Sigurðardóttir en hún og eiginmaðurinn Magnús Freyr Gíslason settu á fót hönnunar og framleiðslufyritækið Gagn á síðasta ári.“Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið.” Magnús lauk námi í arkitektur frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og sinnir húsvernd hjá Minjastofnun Íslands. Náminu í húsgagnasmíðinni lýkur hann í vor. Kolbrún er grunnskólakennari við Árskóla og segist enga formlega menntun hafa í hönnun eða smíði en er er að sögn Magnúsar, mikil smekkmanneskja og prófar sig áfram á verkstæðinu. Fyrir utan skóhornið er að finna blómastanda í vörulínu Gagns og þá er bæði skenkur og spegill á teikniborðinu.“Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni,” segir Kolbrún.„Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,“ útskýrir Magnús. „Við reynum að horfa á hluti í umhverfi okkar sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element og endurhannaðir í fallegum við. Þær vörur sem við höfum sett á markað hingað til eru allar úr heilvið, hnotu og eik. Hann nýtur sín sem efniviður í einföldu, vel hönnuðu stykki og það er mjög verðlaunandi að hafa unnið að verki lengi og pússað tímum saman, og sjá loks mattann, litlausan flötinn lifna við þegar fyrsti olíudropinn lendir á honum.““Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,” myndir/GagnHvert skóhorn er sagað út í gróft mál og svo skorin út með útskurðarhníf. Engin skóhorn eru því nákvæmlega eins. Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar en mikil vinna liggur á bak við hvern hlut. „Sú vinna á öll að leiða til þess að maður upplifi ekki hlutinn sem ofhannaðan, sem gæti hljómað sem mótsögn,“ segir Magnús.Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar.„Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á prótótýpu af skenk sem að við erum mjög spennt fyrir. Hann er í Skandinavískum stíl og verður einföld og vel smíðuð mubla. Þá er spegill á teikniborðinu sem mun verða í ætt við blómastandana. Það er spennandi vor framundan með fullt af nýjum vörum og áframhaldandi hugmyndavinnu. Við erum með fulla bók af skissum sem munu fara í þróun ein af annarri á milli þess sem við afgreiðum pantanir,“ segir Magnús.Skenkur og spegill munu bætast við vörulínu Gagns fljótlega.Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum og við erum rosalega þakklát fyrir þau fallegu skilaboð sem okkur hafa borist,“ segir Kolbrún. „Það er mjög hvetjandi og því fara flestöll kvöld og helgar í smíðavinnu og utanumhald. Krökkunum okkar finnst þetta sem betur fer líka spennandi og hafa lagt hönd á plóg. Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið. Við munum reyna að deila eins miklu af verkstæðislífinu á Instagram og Facebook ef tími gefst til að stoppa og taka mynd.“ @gagniceland Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
„Við fluttum á Sauðárkrók árið 2015 eftir 8 ár við nám og störf í Kaupmannahöfn og síðar 3 ár í Reykjavík en við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði. Þá var Magnús byrjaður að læra húsgagnasmíði og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra býður upp á helgarnám í faginu. Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni. Síðan hafa fleiri vörur bæst við og sér ekki fyrir endann á ævintýrinu,“ útskýrir Kolbrún Dögg Sigurðardóttir en hún og eiginmaðurinn Magnús Freyr Gíslason settu á fót hönnunar og framleiðslufyritækið Gagn á síðasta ári.“Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið.” Magnús lauk námi í arkitektur frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og sinnir húsvernd hjá Minjastofnun Íslands. Náminu í húsgagnasmíðinni lýkur hann í vor. Kolbrún er grunnskólakennari við Árskóla og segist enga formlega menntun hafa í hönnun eða smíði en er er að sögn Magnúsar, mikil smekkmanneskja og prófar sig áfram á verkstæðinu. Fyrir utan skóhornið er að finna blómastanda í vörulínu Gagns og þá er bæði skenkur og spegill á teikniborðinu.“Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni,” segir Kolbrún.„Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,“ útskýrir Magnús. „Við reynum að horfa á hluti í umhverfi okkar sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element og endurhannaðir í fallegum við. Þær vörur sem við höfum sett á markað hingað til eru allar úr heilvið, hnotu og eik. Hann nýtur sín sem efniviður í einföldu, vel hönnuðu stykki og það er mjög verðlaunandi að hafa unnið að verki lengi og pússað tímum saman, og sjá loks mattann, litlausan flötinn lifna við þegar fyrsti olíudropinn lendir á honum.““Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,” myndir/GagnHvert skóhorn er sagað út í gróft mál og svo skorin út með útskurðarhníf. Engin skóhorn eru því nákvæmlega eins. Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar en mikil vinna liggur á bak við hvern hlut. „Sú vinna á öll að leiða til þess að maður upplifi ekki hlutinn sem ofhannaðan, sem gæti hljómað sem mótsögn,“ segir Magnús.Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar.„Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á prótótýpu af skenk sem að við erum mjög spennt fyrir. Hann er í Skandinavískum stíl og verður einföld og vel smíðuð mubla. Þá er spegill á teikniborðinu sem mun verða í ætt við blómastandana. Það er spennandi vor framundan með fullt af nýjum vörum og áframhaldandi hugmyndavinnu. Við erum með fulla bók af skissum sem munu fara í þróun ein af annarri á milli þess sem við afgreiðum pantanir,“ segir Magnús.Skenkur og spegill munu bætast við vörulínu Gagns fljótlega.Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum og við erum rosalega þakklát fyrir þau fallegu skilaboð sem okkur hafa borist,“ segir Kolbrún. „Það er mjög hvetjandi og því fara flestöll kvöld og helgar í smíðavinnu og utanumhald. Krökkunum okkar finnst þetta sem betur fer líka spennandi og hafa lagt hönd á plóg. Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið. Við munum reyna að deila eins miklu af verkstæðislífinu á Instagram og Facebook ef tími gefst til að stoppa og taka mynd.“ @gagniceland
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira