Efniviðurinn í forgrunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 1. maí 2017 09:00 Mynd/Gagn „Við fluttum á Sauðárkrók árið 2015 eftir 8 ár við nám og störf í Kaupmannahöfn og síðar 3 ár í Reykjavík en við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði. Þá var Magnús byrjaður að læra húsgagnasmíði og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra býður upp á helgarnám í faginu. Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni. Síðan hafa fleiri vörur bæst við og sér ekki fyrir endann á ævintýrinu,“ útskýrir Kolbrún Dögg Sigurðardóttir en hún og eiginmaðurinn Magnús Freyr Gíslason settu á fót hönnunar og framleiðslufyritækið Gagn á síðasta ári.“Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið.” Magnús lauk námi í arkitektur frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og sinnir húsvernd hjá Minjastofnun Íslands. Náminu í húsgagnasmíðinni lýkur hann í vor. Kolbrún er grunnskólakennari við Árskóla og segist enga formlega menntun hafa í hönnun eða smíði en er er að sögn Magnúsar, mikil smekkmanneskja og prófar sig áfram á verkstæðinu. Fyrir utan skóhornið er að finna blómastanda í vörulínu Gagns og þá er bæði skenkur og spegill á teikniborðinu.“Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni,” segir Kolbrún.„Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,“ útskýrir Magnús. „Við reynum að horfa á hluti í umhverfi okkar sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element og endurhannaðir í fallegum við. Þær vörur sem við höfum sett á markað hingað til eru allar úr heilvið, hnotu og eik. Hann nýtur sín sem efniviður í einföldu, vel hönnuðu stykki og það er mjög verðlaunandi að hafa unnið að verki lengi og pússað tímum saman, og sjá loks mattann, litlausan flötinn lifna við þegar fyrsti olíudropinn lendir á honum.““Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,” myndir/GagnHvert skóhorn er sagað út í gróft mál og svo skorin út með útskurðarhníf. Engin skóhorn eru því nákvæmlega eins. Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar en mikil vinna liggur á bak við hvern hlut. „Sú vinna á öll að leiða til þess að maður upplifi ekki hlutinn sem ofhannaðan, sem gæti hljómað sem mótsögn,“ segir Magnús.Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar.„Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á prótótýpu af skenk sem að við erum mjög spennt fyrir. Hann er í Skandinavískum stíl og verður einföld og vel smíðuð mubla. Þá er spegill á teikniborðinu sem mun verða í ætt við blómastandana. Það er spennandi vor framundan með fullt af nýjum vörum og áframhaldandi hugmyndavinnu. Við erum með fulla bók af skissum sem munu fara í þróun ein af annarri á milli þess sem við afgreiðum pantanir,“ segir Magnús.Skenkur og spegill munu bætast við vörulínu Gagns fljótlega.Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum og við erum rosalega þakklát fyrir þau fallegu skilaboð sem okkur hafa borist,“ segir Kolbrún. „Það er mjög hvetjandi og því fara flestöll kvöld og helgar í smíðavinnu og utanumhald. Krökkunum okkar finnst þetta sem betur fer líka spennandi og hafa lagt hönd á plóg. Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið. Við munum reyna að deila eins miklu af verkstæðislífinu á Instagram og Facebook ef tími gefst til að stoppa og taka mynd.“ @gagniceland Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Við fluttum á Sauðárkrók árið 2015 eftir 8 ár við nám og störf í Kaupmannahöfn og síðar 3 ár í Reykjavík en við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði. Þá var Magnús byrjaður að læra húsgagnasmíði og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra býður upp á helgarnám í faginu. Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni. Síðan hafa fleiri vörur bæst við og sér ekki fyrir endann á ævintýrinu,“ útskýrir Kolbrún Dögg Sigurðardóttir en hún og eiginmaðurinn Magnús Freyr Gíslason settu á fót hönnunar og framleiðslufyritækið Gagn á síðasta ári.“Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið.” Magnús lauk námi í arkitektur frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og sinnir húsvernd hjá Minjastofnun Íslands. Náminu í húsgagnasmíðinni lýkur hann í vor. Kolbrún er grunnskólakennari við Árskóla og segist enga formlega menntun hafa í hönnun eða smíði en er er að sögn Magnúsar, mikil smekkmanneskja og prófar sig áfram á verkstæðinu. Fyrir utan skóhornið er að finna blómastanda í vörulínu Gagns og þá er bæði skenkur og spegill á teikniborðinu.“Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni,” segir Kolbrún.„Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,“ útskýrir Magnús. „Við reynum að horfa á hluti í umhverfi okkar sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element og endurhannaðir í fallegum við. Þær vörur sem við höfum sett á markað hingað til eru allar úr heilvið, hnotu og eik. Hann nýtur sín sem efniviður í einföldu, vel hönnuðu stykki og það er mjög verðlaunandi að hafa unnið að verki lengi og pússað tímum saman, og sjá loks mattann, litlausan flötinn lifna við þegar fyrsti olíudropinn lendir á honum.““Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,” myndir/GagnHvert skóhorn er sagað út í gróft mál og svo skorin út með útskurðarhníf. Engin skóhorn eru því nákvæmlega eins. Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar en mikil vinna liggur á bak við hvern hlut. „Sú vinna á öll að leiða til þess að maður upplifi ekki hlutinn sem ofhannaðan, sem gæti hljómað sem mótsögn,“ segir Magnús.Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar.„Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á prótótýpu af skenk sem að við erum mjög spennt fyrir. Hann er í Skandinavískum stíl og verður einföld og vel smíðuð mubla. Þá er spegill á teikniborðinu sem mun verða í ætt við blómastandana. Það er spennandi vor framundan með fullt af nýjum vörum og áframhaldandi hugmyndavinnu. Við erum með fulla bók af skissum sem munu fara í þróun ein af annarri á milli þess sem við afgreiðum pantanir,“ segir Magnús.Skenkur og spegill munu bætast við vörulínu Gagns fljótlega.Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum og við erum rosalega þakklát fyrir þau fallegu skilaboð sem okkur hafa borist,“ segir Kolbrún. „Það er mjög hvetjandi og því fara flestöll kvöld og helgar í smíðavinnu og utanumhald. Krökkunum okkar finnst þetta sem betur fer líka spennandi og hafa lagt hönd á plóg. Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið. Við munum reyna að deila eins miklu af verkstæðislífinu á Instagram og Facebook ef tími gefst til að stoppa og taka mynd.“ @gagniceland
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira