Efniviðurinn í forgrunni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 1. maí 2017 09:00 Mynd/Gagn „Við fluttum á Sauðárkrók árið 2015 eftir 8 ár við nám og störf í Kaupmannahöfn og síðar 3 ár í Reykjavík en við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði. Þá var Magnús byrjaður að læra húsgagnasmíði og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra býður upp á helgarnám í faginu. Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni. Síðan hafa fleiri vörur bæst við og sér ekki fyrir endann á ævintýrinu,“ útskýrir Kolbrún Dögg Sigurðardóttir en hún og eiginmaðurinn Magnús Freyr Gíslason settu á fót hönnunar og framleiðslufyritækið Gagn á síðasta ári.“Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið.” Magnús lauk námi í arkitektur frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og sinnir húsvernd hjá Minjastofnun Íslands. Náminu í húsgagnasmíðinni lýkur hann í vor. Kolbrún er grunnskólakennari við Árskóla og segist enga formlega menntun hafa í hönnun eða smíði en er er að sögn Magnúsar, mikil smekkmanneskja og prófar sig áfram á verkstæðinu. Fyrir utan skóhornið er að finna blómastanda í vörulínu Gagns og þá er bæði skenkur og spegill á teikniborðinu.“Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni,” segir Kolbrún.„Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,“ útskýrir Magnús. „Við reynum að horfa á hluti í umhverfi okkar sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element og endurhannaðir í fallegum við. Þær vörur sem við höfum sett á markað hingað til eru allar úr heilvið, hnotu og eik. Hann nýtur sín sem efniviður í einföldu, vel hönnuðu stykki og það er mjög verðlaunandi að hafa unnið að verki lengi og pússað tímum saman, og sjá loks mattann, litlausan flötinn lifna við þegar fyrsti olíudropinn lendir á honum.““Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,” myndir/GagnHvert skóhorn er sagað út í gróft mál og svo skorin út með útskurðarhníf. Engin skóhorn eru því nákvæmlega eins. Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar en mikil vinna liggur á bak við hvern hlut. „Sú vinna á öll að leiða til þess að maður upplifi ekki hlutinn sem ofhannaðan, sem gæti hljómað sem mótsögn,“ segir Magnús.Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar.„Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á prótótýpu af skenk sem að við erum mjög spennt fyrir. Hann er í Skandinavískum stíl og verður einföld og vel smíðuð mubla. Þá er spegill á teikniborðinu sem mun verða í ætt við blómastandana. Það er spennandi vor framundan með fullt af nýjum vörum og áframhaldandi hugmyndavinnu. Við erum með fulla bók af skissum sem munu fara í þróun ein af annarri á milli þess sem við afgreiðum pantanir,“ segir Magnús.Skenkur og spegill munu bætast við vörulínu Gagns fljótlega.Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum og við erum rosalega þakklát fyrir þau fallegu skilaboð sem okkur hafa borist,“ segir Kolbrún. „Það er mjög hvetjandi og því fara flestöll kvöld og helgar í smíðavinnu og utanumhald. Krökkunum okkar finnst þetta sem betur fer líka spennandi og hafa lagt hönd á plóg. Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið. Við munum reyna að deila eins miklu af verkstæðislífinu á Instagram og Facebook ef tími gefst til að stoppa og taka mynd.“ @gagniceland Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
„Við fluttum á Sauðárkrók árið 2015 eftir 8 ár við nám og störf í Kaupmannahöfn og síðar 3 ár í Reykjavík en við eigum bæði okkar rætur í Skagafirði. Þá var Magnús byrjaður að læra húsgagnasmíði og Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra býður upp á helgarnám í faginu. Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni. Síðan hafa fleiri vörur bæst við og sér ekki fyrir endann á ævintýrinu,“ útskýrir Kolbrún Dögg Sigurðardóttir en hún og eiginmaðurinn Magnús Freyr Gíslason settu á fót hönnunar og framleiðslufyritækið Gagn á síðasta ári.“Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið.” Magnús lauk námi í arkitektur frá Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn og sinnir húsvernd hjá Minjastofnun Íslands. Náminu í húsgagnasmíðinni lýkur hann í vor. Kolbrún er grunnskólakennari við Árskóla og segist enga formlega menntun hafa í hönnun eða smíði en er er að sögn Magnúsar, mikil smekkmanneskja og prófar sig áfram á verkstæðinu. Fyrir utan skóhornið er að finna blómastanda í vörulínu Gagns og þá er bæði skenkur og spegill á teikniborðinu.“Fyrsta varan kom til þegar að Magnús braut gamalt tekk skóhorn sem við höfðum keypt á námsárunum, fór út í skúr til að laga það en endaði á að smíða nýtt frá grunni,” segir Kolbrún.„Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,“ útskýrir Magnús. „Við reynum að horfa á hluti í umhverfi okkar sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element og endurhannaðir í fallegum við. Þær vörur sem við höfum sett á markað hingað til eru allar úr heilvið, hnotu og eik. Hann nýtur sín sem efniviður í einföldu, vel hönnuðu stykki og það er mjög verðlaunandi að hafa unnið að verki lengi og pússað tímum saman, og sjá loks mattann, litlausan flötinn lifna við þegar fyrsti olíudropinn lendir á honum.““Útgangspunkturinn hjá okkur er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni,” myndir/GagnHvert skóhorn er sagað út í gróft mál og svo skorin út með útskurðarhníf. Engin skóhorn eru því nákvæmlega eins. Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar en mikil vinna liggur á bak við hvern hlut. „Sú vinna á öll að leiða til þess að maður upplifi ekki hlutinn sem ofhannaðan, sem gæti hljómað sem mótsögn,“ segir Magnús.Blómastandarnir eru úr eik og hnotu og framleiddir í tveim stærðum. Einfaldleiki einkennir hönnun Magnúsar og Kolbrúnar.„Þessa dagana erum við að leggja lokahönd á prótótýpu af skenk sem að við erum mjög spennt fyrir. Hann er í Skandinavískum stíl og verður einföld og vel smíðuð mubla. Þá er spegill á teikniborðinu sem mun verða í ætt við blómastandana. Það er spennandi vor framundan með fullt af nýjum vörum og áframhaldandi hugmyndavinnu. Við erum með fulla bók af skissum sem munu fara í þróun ein af annarri á milli þess sem við afgreiðum pantanir,“ segir Magnús.Skenkur og spegill munu bætast við vörulínu Gagns fljótlega.Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum og við erum rosalega þakklát fyrir þau fallegu skilaboð sem okkur hafa borist,“ segir Kolbrún. „Það er mjög hvetjandi og því fara flestöll kvöld og helgar í smíðavinnu og utanumhald. Krökkunum okkar finnst þetta sem betur fer líka spennandi og hafa lagt hönd á plóg. Katla, 8 ára, hjálpar til við hugmyndavinnu og kemur reglulega með hugmyndir að nýjum vörum á meðan Hinrik, 2 ára, gæða- og álagsprófar allar frumgerðir sem rata inn á heimilið. Við munum reyna að deila eins miklu af verkstæðislífinu á Instagram og Facebook ef tími gefst til að stoppa og taka mynd.“ @gagniceland
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira