Hin dýru íþróttafélög Guðmundur Edgarsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Reglulega berast fréttir af foreldrum sem kvarta undan æ hærri kostnaði vegna íþróttaiðkunar barna sinna. Þá er gjarnan viðkvæðið að auka þurfi niðurgreiðslur til skipulegs íþróttastarfs enn frekar. En hvers vegna kosta íþróttir fjölskyldur landsins æ meira þrátt fyrir öll frístundakortin og síaukin fjárútlát skattgreiðenda?Styrkir auka kostnaðSkýringin er auðvitað sú að íþróttafélögin nýta niðurgreiðslurnar fremur í annað en að koma til móts við efnaminni fjölskyldur. Peningarnir fara í æ glæsilegri aðstöðu og dýrari búnað auk rausnarlegri launagreiðslna til þjálfara. Í ofanálag koma kröfur um fleiri mót og dýrar keppnisferðir, ekki einungis innanlands heldur í síauknum mæli erlendis. Svo mikill myndarbragur er á öllum þessum mótum og ferðalögum að æ stórtækari niðurgreiðslur hrökkva skammt. Foreldrar eru því rukkaðir aukalega, oft um verulegar fjárhæðir. En er hægt að stemma stigu við þessari óheillaþróun?Gætum hófs og lækkum skattaSvarið veltur á aðkomu Skattmann. Ef hin árangursdrifnu og útgjaldafreku íþróttafélög eru rekin eins og fyrirtæki á markaði er fátt sem mælir gegn því að þau verði æ öflugri og metnaðarfyllri. Þau geta þá ekki sigað Skattmann á fólk til að borga lungann af kostnaðinum. Ef fólk er hins vegar nauðbeygt til að borga sífellt hærri skatta til að standa undir útþenslustefnu íþróttafélaganna og blautum draumum þeirra um frækin afrek og atvinnumennsku í útlöndum, gegnir öðru máli, ekki einungis út frá hagsmunum skattpíndra heimila heldur einnig út frá lýðheilsusjónarmiðum. Ekki verður nefnilega séð að hið dýra, ofurskipulagða og afreksmiðaða íþróttastarf sé uppskrift að bættri heilsu ungmenna til langframa, ef marka má skuggalegar niðurstöður alþjóðlegra rannsókna um æ frjálslegra vaxtarlag landsmanna og óhóflegt pilluát þeirra. Því ætti að stefna að því að íþróttafélögin verði starfrækt í anda ungmennafélaganna þar sem áhersla er lögð á leik og gleði með langvarandi ástundun í huga fremur en hörku og meting. Samhliða ætti að draga úr sköttum og álögum á vinnandi fólk. Það eitt myndi bæta lýðheilsu þjóðarinnar svo um munaði.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af foreldrum sem kvarta undan æ hærri kostnaði vegna íþróttaiðkunar barna sinna. Þá er gjarnan viðkvæðið að auka þurfi niðurgreiðslur til skipulegs íþróttastarfs enn frekar. En hvers vegna kosta íþróttir fjölskyldur landsins æ meira þrátt fyrir öll frístundakortin og síaukin fjárútlát skattgreiðenda?Styrkir auka kostnaðSkýringin er auðvitað sú að íþróttafélögin nýta niðurgreiðslurnar fremur í annað en að koma til móts við efnaminni fjölskyldur. Peningarnir fara í æ glæsilegri aðstöðu og dýrari búnað auk rausnarlegri launagreiðslna til þjálfara. Í ofanálag koma kröfur um fleiri mót og dýrar keppnisferðir, ekki einungis innanlands heldur í síauknum mæli erlendis. Svo mikill myndarbragur er á öllum þessum mótum og ferðalögum að æ stórtækari niðurgreiðslur hrökkva skammt. Foreldrar eru því rukkaðir aukalega, oft um verulegar fjárhæðir. En er hægt að stemma stigu við þessari óheillaþróun?Gætum hófs og lækkum skattaSvarið veltur á aðkomu Skattmann. Ef hin árangursdrifnu og útgjaldafreku íþróttafélög eru rekin eins og fyrirtæki á markaði er fátt sem mælir gegn því að þau verði æ öflugri og metnaðarfyllri. Þau geta þá ekki sigað Skattmann á fólk til að borga lungann af kostnaðinum. Ef fólk er hins vegar nauðbeygt til að borga sífellt hærri skatta til að standa undir útþenslustefnu íþróttafélaganna og blautum draumum þeirra um frækin afrek og atvinnumennsku í útlöndum, gegnir öðru máli, ekki einungis út frá hagsmunum skattpíndra heimila heldur einnig út frá lýðheilsusjónarmiðum. Ekki verður nefnilega séð að hið dýra, ofurskipulagða og afreksmiðaða íþróttastarf sé uppskrift að bættri heilsu ungmenna til langframa, ef marka má skuggalegar niðurstöður alþjóðlegra rannsókna um æ frjálslegra vaxtarlag landsmanna og óhóflegt pilluát þeirra. Því ætti að stefna að því að íþróttafélögin verði starfrækt í anda ungmennafélaganna þar sem áhersla er lögð á leik og gleði með langvarandi ástundun í huga fremur en hörku og meting. Samhliða ætti að draga úr sköttum og álögum á vinnandi fólk. Það eitt myndi bæta lýðheilsu þjóðarinnar svo um munaði.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun