Bjarni segir gamaldags að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu greiði ekki arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 19:45 Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira